CREED var að gefa frá sér nýja singulinn núna 10 okt. Hann heitir “My Sacrifice” og er af næstkomandi plötu frá þeim sem heitir “Weathered” og kemur hún út 20 nóv.
Mér finnst þetta nokkuð gott lag og mér hlakkar til að fá að heyra nýja plötu frá CREED. Allit hafa/höfðu áhyggjur að að þeir myndu ekki ná að standa undir væntingum eftir þvílíkar plötur eins og “My Own Prison” og “Human Clay” en áhyggjurnar mínar snarlækkuðu eftir að hafa heyrt “My Sacrifice”.
Eins og ég vonaðist eftir þa´er þetta svona í þyngri kantinum, allavega þyngra en “Higher” og ég vonaðist einmitt eftir svona lögum á nýju plötunni. Þetta er ekkert rosa rokk, en svona alveg mátulegt fyrir útvarpsmarkað. Ég vonast eftir mun þyngri lögum á “Weathered”.
Einnig er verið að tala um bassaleikinn í þessu lagi þar sem þeir hafa ekki ennþá ráðið nýjan bassaleikara eftir að Brian Marshall hætti hjá þeim í ágúst árið 2000. Mark Tremonti spilar því bæði á gítar og bassa. Ég veit nú lítið um bassa og svona en auðvitað spila gítarleikarar aldrei eins vel á bassa og bassaleikarar, það er augljóst. En þið bassaleikarar verðið að ráða út úr þessu!
Ég veit ekki hvort lagið er komið á RadioX ennþá en ef ekki þá bara
www.creednet.com
þar sem þið getið downloadað svokölluðum CreedPager sem kemur með nýjar fréttir og allt af nýju plötunni þangað til hún kemur út. Núna getið þið downloadað “My Sacrifice” (sem er mjög erfitt að fá annarsstaðar ennþá, góð vörn) og séð behind the scenes myndband frá gerð plötunnar.

SIGGI STEIN!!!!!!!
YtseJam
maJestY