Uppáhalds diskar núna! Þetta er nokkurn veginn í stafrófsröð.

Decemberunderground - AFI
Mér finnst þessi diskur frekar öðruvísi en síðustu af því leyti að hann er mjög melódískur og þess vegna mjög vel hægt að spila í útvarpi. Mæli eindregið með honum.

What To Do When You're Dead - Armor For Sleep
Man ekki alveg hvernig ég rakst á þessa hljómsveit en hún er allavega mjög góð. Háklassa textar.

Silent Alarm - Bloc Party
Svolítið öðruvísi tónlist en aftur á móti mjög skemmtileg. Hlustaði rosalega miið á þá fyrir nokkru.

Billy Talent II - Billy Talent
hágæða punk rock. Mjög skemmtilegt gítarspil í því. Um að gera að fara kynna sér þessa hljómsveit áður en þeir hætta sem er bráðlega. Trommarinn er með MS svo þeir ætluðu að hætta eitthvað áður en hann deyr.

Dusk And Summer - Dashboard Confessional
Ekki endilega þessi týpíska tónlist heldur meira svona.. ógeðslega góð. Róandi lög, mjög falleg og líka svona catcy tunes inn á milli. Mæli þá sértaklega með Vindicated.

Trancatlanticism - Death Cab For Cutie
Rosalega góður diskur, mjög róandi. Frábært að hlusta á hann rétt áður en maður fer að sofa.
Bara glæsilegt!

I Am The Movie - Motion City Soundtrack
Glæsilegt efni þarna á ferð! Svo góður söngvari!
Mæli svo líka með Commit This To Memory, nýjasta disknum þeirra sem kom út í fyrra.

The Black Parade - My Chemical Romance
Djöfull glæsilegur diskur þarna! með betri diskum sem ég hef bara heyrt! Mæli ógeðslega mikið með þeim og disknum. Svo líka bara tveimur fyrri diskunum þeirra. Þessi er aðeins öðruvísi, Þeir eru orðnir mun betri að mínu mati, hvert orð sem þeir syngja passar inn í lagið.
Cancer á disknum er svoooo gott!

Coming Home - New Found Glory
Finnst þeir hafa misst eitthvað frá fyrri diskum. Þeir eru orðnir mjög melódískir og eiginlega misst þetta punk rock sem þeir höfðu. En samt sem áður mjög góður diskur. Mæli með Oxygen.

Louder Now - Taking Back Sunday
Frábær diskur. Ekki hægt að segja annað um þetta snilldarverk. Efitr að ég hafði hlustað mikið fattaði ég hvað gamla stöffið þeirra var líka gott. Mæli bara með þessari hljómsveit. Öllum þremur diskunum.

Lights And Sounds - Yellowcard
Glæsilegt. Þetta punk rock/pop punk er svo gott!
Finnst líka snilld að þeir séu með fiðlu :D Mæli með Ocean Avenue. klassi!
A man with dyslexia walks into a bra.