The Mars Volta – Frances The Mute

Árið 2003 kom út De – Loused in the Comatorium sem af mörgum var talin plata ársins og er vel að þeim titli komin enda frábært verk þar á ferð og fyrir mér persónulega, breytti tónlistarlegu viðhorfi mínu. Rúmlega tveimur árum seinna senda þeir frá sér sína aðra plötu Frances The Mute en hún er lauslega byggð á bók sem fyrrverandi meðlimur TMV, Jeremy Ward, fann í aftursætinu á leigubíl.
Hann las bókina og fannst saga og líf þess sem átti hana eiga svo við sig að hann ákvað að halda áfram með verkið. Hann sýndi svo Omar og Cedric bókina og hefur hún verið í þeirra vörslu síðan Jeremy lét lífið af of stórum heróín skammti.

Diskurinn er í heild sinni tæpar 77mínútur og skiptist niður 12 í tólf lög samkvmæt “tracklisting”. Hann er hinsvegar einungis 5 lög því fimmta og síðasta lagið er hvorki meira né minna en 32mínútur sem skiptist niður í svokallaðar “movement changes” rétt einsog tvö önnur lög á þessum disk.

Frances The Mute (FTM) er ekki debut album einsog De - Loused…er, þ.e.a.s þetta er ekki heilsteypt verk með sérstökum söguþráð og persónum, eða svo segja Omar og Cedric. Hinsvegar er ákveðin undirliggjandi tónn í gegnum allan diskinn en textarnir segja söguna af Cygnus, einamanna sál í leit að fjölskyldu sem hann hefur aldrei hitt né þekkt.

Fyrsta lagið Cygnus…Vismund Cygnus byrjar á rólegu gítar undirspili en eftir rúmlega 40sekúndur magnast allt upp og við steypumst inní ringlureiðina. Spænskir textar glymja í eyrunum á manni og viðlagið sem þeir tvíradda sendir hroll niður bakið á þér þegar þeir syngja “Who do you trust?!” Lagið teygist síðan alveg í einhverjar 13mínútur að lengd og í millitíðina fáum við að heyra allskonar leik að effectum, gítarsóló og djömm sem kannski einkenna Mars Volta, þ.e sköpunarfrelsið og geta leyft sér að gera hlutina öðruvísi.

Lagið “The Widow” fékk hvað mesta spilun í útvarpi og líklega það lag sem flestir hafa heyrt með Volta. Að mínu mati ekki mjög Mars Volta-legt lag en skilar þá sínu. Endirinn er reyndar frekar pirrandi því lagið sjálft er ekki nema rúmar þrjár mínútur en óþarfa effecta hljóð teygja það í rúmlega 5mínútur. Auk þess má til gamans geta að Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers spilar á trompet í þessu lagi.

L’Via Viaquez er svona lag sem smellur strax við fyrstu hlustun, grípandi gítarriff með latino áhrifum og blöndu af spænskum og enskum texta. Þetta lag var endurútgefið í sérstakri útvarpsútgáfu og eflaust eitthverjir hérna sem kannast við það en þar er því miður búið að klippa út besta partin í laginu að mínu mati.. En einsog ég talaði um í upphafi greinarinnar þá er Cygnus í leit að fjölskyldu sinni, en L’via er einmitt frænka hans en hún var einmitt vitni að nauðgun móður Cygnus en hann var getinn þannig. John Frusicante gítarleikari RHCP kemur einnig fyrir í þessu lagi og maður að nafni Larry Harlow spilar á píanó í lok lagsins.

Miranda that Ghost just isn’t holy anymore, lagið er alveg hriklega lengi að byrja og fyrstu fjórar mínúturnar heyrist lítið sem ekkert en ef þú leggur vel við hlustir má heyra fuglasöng og önnur umhverfishljóð og þegar líða tekur á þessar fjórar mínútur kemur langt og vælandi hljóð ekki ósvipað og draugur myndi gefa frá sér bara nokkrum áttundum hærra. Lagið sjálft er samt alveg hryllilega flott og upphafssetningin, eins einkennileg og hún er, lýsir þjáningum Cygnus svo vel “I’ve always wanted to eat glass with you again…” Persónan Miranda er hinsvegar móðir Frances sem er barnsmóðir Cygnus sem gerir Miranda s.s að ömmu Cygnus, hún veit hvað kom fyrir mömmu hans en sama hvað hún segir þá trúir henni enginn samanber línuna “and when Miranda sang everyone turned away…”

Rúsínan í pylsuendanum er hinsvegar lagið Cassandra Geminni. 32mínútur af fullri keyrslu allan tíman og innheldur meðal annars fiðluleik og trompet útsetningar af tærri snilld og ótrúlegum útsetningum að ég fæ gæsahúð í hvert einasta skipti sem ég heyri þetta lag. Viðlagið má líkja við því að fara í teygjustökk, sekúntu þögn áður og þú steypir þér fram af og svo sveiflan þegar spottin kippir í!
Ég er sannfærður um það Mars Volta muni aldrei ná að toppa þetta lag og ef svo er þá tek ég ofan hattin fyrir þeim.
Allri þessari rússíbanaferð lýkur svo aftur við upphafið, þ.e.a.s við sama gítarstef og diskurinn byrjaði.

Ég skal alveg viðurkenna það að þegar ég hlustaði á hann í fyrsta skipti greip hann mig ekki eins vel og DLITC gerði í upphafi, sömu sögu var að segja um félaga mína. Ég ætla hinsvegar ekki að bera þá saman því þeir eru svo hriklega ólíkir, bæði varðandi efnistök og hvernig diskurinn var tekinn upp.
Allt í allt er þetta þó frábær diskur sem á sína spretti og ekki annað hægt en að dást að sköpunargáfu Omars og svanasöng Cedrics, hvort um sé að ræða ljúfa tóna í Miranda eða grafískar myndir af ormum sem koma skríðandi útúr hausnum á þér í lokalaginu. Þó eru hlutir sem minna mega sín en þó mistök sem eru þeim fyrirgefanleg þar sem þetta er fyrsta platan sem Omar pródúserar.

Takk fyrir mig.


Heimildir:
www.themarsvolta.com
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1004109
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Mars_Volta
http://www.thecomatorium.com/board/index.php?showtopic=28373