Nick Cave - Laugardalshöll Loksins, loksins, spilar Nick Cave fyrir landsmenn og það í Laugardalshöllinni. Tónleikarnir voru í rúma þrjá tíma með nokkrum hléum á milli.

Aðeins þrír náungar spiluðu með honum (veit ekki nöfnin) en fannst mér það skrítið, að þeir voru mjög kröftugir. Voru leikarnir góðir og spilaði Cave marga af sínum þekktustu smellum, m.a. Cannibal's Hymn og Stagger Lee en spilaði hann þó ekki Where The Wild Roses Grow og Into my Arms.

Eitt fannst mér asnalegt við tónleikana:
Spiluðu þeir tónlist og fóru svo.
- Fólkið klappaði og þeir komu aftur.
Spiluðu þeir meiri tónlist og þökkuðu svo fyrir sig.
- Dyrnar opnuðust og margt fólk streymdi út, en þó voru einhverjir enn að klappa.
Komu þeir aftur, þar sem margir voru farnir og spiluð þrjú-fjögur lög í viðbót.

En í endann var það eins og markið tónlistarmannana var að eyðinleggja hljóðfæri sín. Cave barða og þrammaði á píanóið en hljómaði það þó ágætlega við ákveðna stemmningu sem skapaðist.

Eitt var þó mjög leiðinlegt; ég sat við hliðin á stærsta aðdáenda Nick Caves og klappaði hann og öskraði í hvert sinn, sem tækifæri gafst. Var það stundum pirrandi en annars voru þetta mjög kröfturgir og skemmilegir tónleikar:

* * * * / * * * * *
The Anonymous Donor