Ohh, enn ein Muse greinin Matthew Bellamy – Söngur, Gítar og Píanó
Chris Wolstenholme – Bassi
Dominic Howard – Trommur

Um hljómsveitarmeðlima:

Matt Bellamy fæddist í Cambridge árið 1978 og flutti til Devon ásamt foreldrum sínum þegar hann var 14 ára. En pabbi hans var einmitt í hljómsveitinni The Tornados sem voru fyrsta hljómsveitin frá Bretalandi sem áttu smáskífu í fyrsta sæti bandaríska vinsældarlistans. Sex ára gamall byrjaði Matt að spila á píanó og mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt að hans fyrsta opinbera tónlistarframkoma hafi verið þegar hann vann einhverja hæfileikakeppni á píanó. Þegar Matt var 14 ára skildu foreldrar hans og við það breyttist líf hans gríðarlega mikið, hann flutti til afa síns og ömmu og í fyrsta skipti á ævinni upplifði hann fátækt og það var þá sem tónlist byrjaði að hafa veruleg áhrif á líf hans og hún kom honum nánast í gegnum þetta tímabil en það var líka þarna sem hann byrjaði að spila á gítar.

Textagerð Bellamy eru oftast ekki um neitt svakalega einfalda hluti og t.d. var mikill hluti Absolution plötunnar um komandi heimsendi en einnig nær textagerð sveitarinnar til heimsatburða, samsæriskenningar (sem Bellamy dýrkar) og geiminn og geimveruárarsir en lagið Exo-Politics er gott dæmi um þetta allt saman en lagið fjallar um það þegar Zetas (tegund af geimverum, heill cult söfnuður í kringum þær) ráðast á jörðina og í viðlaginu segir einmitt " When the Zetas fill the skies will our leaders tell us why…", " When the Zetas fill the skies it’s just our leaders in disguise.." en í textanum blandar hann saman spá um heimsenda, pólitískri ádeilu og geimveruáras og útkoman er alveg mögnuð.
Textarnir snúast einnig oft um trú en Matt er það sem kallað er (e.) “Atheist”, en besta íslenska þýðingin sem mér dettur í hug á orðinu er einfaldlega trúleysingi, hann semsagt hafnar öllum kenningum um að það sé líf eftir þetta líf og að það sé ekkert yfirnáttúrulegt sem stjórni hegðun okkar og að fólkið eigi að fá sem mest útúr þessu lífi því það er ekkert annað tækifæri.

Smá fyrir hljóðfæra“nörda””:
GítararÁ árunum fyrir Showbiz og á Showbiz túrnum notaði Matt allskonar gítara t.d. Gibson, Fender, Yamaha, Peavey og Parker en núna notar hann eingöngu Manson gítara fyrir utan Ibanez Destroyer sem hann spilar stundum á en þá endar hann alltaf lagið með því að rústa gítarnum. En eins og áður segir eru Manson gítararnir það sem hann notar aðallega núna og er silfur mansoninn trúlega frægastur þeirra en nú ætla ég aðeins að segja frá þessum helstu Manson gíturum sem hann notar.

Silver Manson: Langfrægasti gítarinn hans og þekkist á því að hann er alveg silfurlitaður og líka dáldið klunnalegur. Hann er með Seymour Hot Dungan P90 neck pickup og með Kent Armstrong Motherbucker sem bridge pickup. Einnig er eitt af vörumerkjunum á gítarnum innbyggðu “pedalarnir” sem hann er með og hann notar þá mjög mikið og besta dæmið um það er trúlega byrjunin á Plug In Baby þegar það er spila live.
Hugh Manson (sá sem hannar Manson gítarana) kveið fyrir því að þurfa að pússa upp allan gítarinn til að fá hann til að glansa meira en ákvað að sýna Matt gítarinn áður en hann gerði það og var hann mjög heppinn að gera það því Matt vildi helst fá gítarinn svona ópússaðan og þarmeð sparaði Hugh sér gríðarlega mikla vinnu.

Laser Manson: Í staðinn fyrir þetta silfraða yfirbragð er laser gítarinn útbúinn speglum og það er kannski flottast við hann er að hann inniheldur innbyggða laser. Laseranir fara sjálfkrafa í gang þegar maður slær á strengina og því hraðar (og harðar) sem maður spilar því meira af laserum kvikna inní gítarnum. En hugmyndina að laserunum fékk Manson þegar hann keyrði framhjá Heaththrow flugvellinum um miðja nótt. Þessi gítar er með Rio Grande sem neck og bridge pickup.
Aðrir gítarar sem Matt notar eru t.d. Black Manson, 7 strengja Manson, Bomber Manson og fl.

Hljómborð: Þarsem ég veit nánast ekki neitt um hljómborð get ég ekki farið í mikil tækniatriði í sambandi við þau hljómborð sem hann notar en á Origin Of Symmetry túrnum notaði hann annaðhvort Korg SG Stage Píanó eða Yamaha P80.
Á Absolution túrnum notaði hann Kawai MP9500 og á yfirstandandi BHAR tour notar hann Kawai MP8.
Hann segist semja nánast öll lög hljómsveitarinnar á hljómborð og meira að segja Stockholm Syndrome hafi byrjað sem píanó stef.

Dominic Howard fæddist í bænum Stockport árið 1977 og er því elsti meðlimur Muse. Hann flutti til Devon þegar að hann var 8 ára. Dom hafði í raun engan sérstakan áhuga á tónlist þangað til að hann byrjaði í framhaldsskóla (High School) þegar hann fór að hlusta mikið á jazz og byrjaði þá að spila á trommur.
Það hefur einnig verið sagt um Dom að hann sé langlélegasti söngvarinn af þeim öllum en hann hefur samt sungið bakraddir í tveimur lögum þegar þeir spila live en það eru lögin Can’t Take Me Eyes Of You, en eina ástæða þess að þeir tóku það stundum á tónleikum er sú að þá gat Dom sungið smá bakraddir, en á þessum túr syngur hann aðeins í Supermassive Black Hole, (er samt ekki með þetta alveg 100%)

Þó að ég viti ekki mikið um trommur ætla ég aðeins að reyna að segja frá því hvernig trommur hann notar. Dom er með samning við Tama fyrirtækið og fær allt sitt “kit” þaðan.
Við upptökur á BHAR notaði hann Crystal Ice (clear) Tama Starclassic Mirage sett meðcustom “14x6 snare or 14x6.5 Tama Power Metal Brass snare og 22x20(w/Tama Power Kick Bass Muffler),12x9,14x12,16x14,20x14 Mirage gong bass” (Tekið beint af www.musewiki.org) .
Hérna koma svo symbalarnir, líka c/p af síðunni: “14” K Custom Special Dry Hats, 18“ K Custom Fast Crash, 19” K Dark Crash, 22“ K Custom Medium Ride , 18” FX Oriental China “Trash”, 11“ FX Oriental ”Trash“ Splash, 8” Avedis Splash."
Einnig ágætt að taka það fram að Dom er örvhentur og stillir því settinu þannig upp að hann er með hi-hat-inn hægra megin við sig og tom tom trommurnar vinstra megin.

Chris Wolstenholme: Chris er fæddur í bænum Rotherham og fluttist til Devon 11 ára gamall. Líkt og Matt aldist hann upp við mikla tónlist en mamma hans fór reglulega að kaupa plötur. Chris byrjaði á því að læra á gítar og fór síðan yfir á trommur en endaði svo á því að spila á bassa eftir að hann hitti Matt og Dom.
Chris er sá eini af þeim öllum sem er giftur og hann á einnig 3 börn með konu sinni. Hann er einnig hlédrægastur af þeim öllum og mætir ekki oft í viðtöl og myndatökur þarsem hann reynir frekar að eyða öllum frítíma sínum með fjölskyldu sinni sem ferðast með honum í þessum túr.

Þá er komið að bassapartinum hjá Chris: Á Showbiz tímabilinu notaði Chris aðallega Warwick bassa og Ampeg SVT magnara.
Stór hluti af hinu svokallaða Muse soundi kemur hinsvegar frá effektunum sem Chris notar en hann er oft nefndur sem einn af frumkvöðlunum í nútíma bassaleik sem notar bjögun (e. distortion) og fuzz hljóð og þá sérstaklega á tónleikum. Uppáhalds effektin hans á þessum tíma var Electro Harmonix Big Muff effekt sem hann notaði mikið ásamt BOSS bass overdrive effekt ásamt fl.
Þegar þeir fóru svo í stúdíó að taka upp OOS var hann farinn að nota Pedulla Rapture SB4 bassa og skipti úr Ampeg yfir í Marshall magnara og hann notar tvær mismunandi rásir, eina fyrir clean sound og þá að sjálfsögðu hina fyrir distortion. Effekta brettið hans stækkaði einnig töluvert og við það bættust BOSS og Line6 pedalar.
Hann hélt svo nokkurnveginn sömu uppstillingu á Absolution nema að hann notaði líka Fender Jazz bassa á henni. Hann notaði áfram Marshall magnara live en bætti en við effekta brettið sitt og þá aðallega Line6 effektum og svo sinth pedölum.

Á BHAR skipti hann svo nánast algjörlega um græjur og notaði langmest Rickenbacker 4003 bassa ásamt Fender bassanum og notaði aftur Electro Harmonix Big Muff mjög mikið. Einnig breytti hann dáldið um stíl og mörg lög á plötunni eru spiluð með nögl sem hann hefur lítið gert af hingað til.

Fyrir þau ykkar sem viljið vita meira um græjurnar er hægt að lesa allt um það hér: http://www.musewiki.org/Gear

En þá að byrjuninni: (1994 – 2000)

Ástæðan fyrir því að þessi þrír einstaklingar ákvaðu að stofna hljómsveitina á sínum unglingsárum voru einfaldlega leiðindi sem Teignmouth bauð uppá en þar var víst ekkert hægt að gera nema að vera í hljómsveit eða að dópa. Matthew Bellamy hefur sjálfur sagt að ef hann væri ekki í þessari hljómsveit hefði hann trúlega hellt sér útí dópið eins og flestir vinir hans gerðu.

Fyrst þegar þeir stofnuðu hljómsveitina fóru þeir í gegnum ýmsar nafnabreytingar eins og algengt er á fystu starfsmánuðum hljómsveita. Um skamman tíma hét sveitin nöfnum eins og Gothic Plague, Fixed Penalty, Carnage Mayhem en langlífasta nafnið var samt Rocket Baby Dolls og undir því nafni spiluðu þeir sína fyrstu tónleika en það var hljómsveitarkeppni og voru þeir í rauninni eina eiginlega rokk sveitin sem tók þátt.
Matthew Bellamy lýsti hinum hljómsveitunum sem einskonar Jamiroquai tribute bönd sem hann sagði samt sem áður að væru í raun betri hljóðfæraleikarar en þeir voru og þessvegna bjuggust þeir alls ekki við að vinna. En að sjálfsögðu gerðu bara það sem þeir gera best og það er að spila á tónleikum, þeir voru reyndar allir með make-up (The Cure style) og voru víst með magnaða sviðsframkomu þarsem þeir rústuðu meðal annars öllum hljóðfærunum, sem þeir áttu ekkert í heldur fengi að láni, og það tryggði þeim sigurinn í keppninni.
Matt segir að það hafi breytt mjög miklu með hugsunarganginn hjá hljómsveitinni því þeir áttuðu sig á því að tilfinningar og fílingur skipti alveg jafn miklu máli og hæfileikarnir og þeir ákváðu þá að hætta þessu make-up dæmi og gera þetta af alvöru. Stuttu seinna breyttu þeir nafninu svo í Muse. En þetta allt saman gerðist árið 1994.
Eftir þetta fóru þeir að spila nokkuð reglulega á tónleikum en urðu fljótt þreyttir á því að áhorfendur voru sífellt að biðja þá um að spila cover lög en þeir voru mjög ákveðnir í því að spila bara frumsamin lög og af þeirri ástæðu fór tónleikahaldið hjá þeim minnkandi.

Þeir byrjuðu samt að safna smá aðdáendahóp og árið 1995 kom maður að nafni Dennis Smith á tónleika með þeim en hann var eigandi upptökuvers í Bretlandi. Dennis spjallaði við þá eftir tónleikanna en kom þó ekki með neitt tilboð en þarna voru þeir allaveganna komnir inná radarinn hjá honum. Hljómsveitin hélt bara sínu striki áfram og spilaði á öllum þeim stöðum sem þeir gátu og árið 1997 kom Dennis Smith aftur að máli við þá og bauð þeim fría stúdíótíma í upptökuverinu hans og þá fyrst fóru hljólin að snúast hjá Muse.

Afraksturinn af þessum stúdíótímum var EP-platan Muse og stuttu seinna kom svo önnur EP-plata út og hún fékk nafnið Muscle Museum. Um þetta leyti var sveitin farin að vekja verulega athygli plötufyrirtækja og Taste Media tók þá uppá sína arma og setti upp nokkra tónleika fyrir þá í Bandaríkjunum og þar var það plötufyrirtækið hennar Madonnu, Maverick, sem samdi við þá. Maverick fyrirtækið útvegaði þeim fullt af tónleikum sem gengu vel en þrátt fyrir það og velgengni annarrar EP-plötunnar var ekkert fyrirtæki tilbúið til þess að gefa út fystu plötu þeirra. En á aðfangadagskvöld 1998 var ákveðið að Mavericks mundu gefa út fyrstu plötu þeirra í BNA og þegar þeir sneru aftur til Englands voru yfirmenn Taste Media búnir að finna útgefendur fyrir þá í Evrópu og Ástralíu. Enginn annar en John Leckie var fenginn til þess að stjórna upptökum á plötunni en hann pródúseraði einnig Radiohead plötuna The Bends og eru Muse nánast fyrst núna að losna við þann stimpil að vera Radiohead eftirhermur.
Áður en platan kom samt út gáfu þeir út tvær smáskífur en það voru lögin Uno og Cave. Uno komst á topp 75 á smáskífulistanum og Cave gekk eitthvað aðeins betur sem verður að teljast nokkuð góður árangur hjá hljómsveit sem ekki en var búinn að gefa út plötu.

Platan kom svo loks út í október 1999 og fékk nafnið Showbiz. Gagnrýnendur voru ekki lengi að líkja plötunni við fyrrnefnda plötu Radiohead en hún fékk engu að síður ágætis dóma og smáskífunar af henni voru Muscle Museum, Sunburn og Unintended sem var fysta smáskífa þeirra til að komast inná topp 40.

Lagalisti Showbiz er eftirfarandi:

1. Sunburn
2. Muscle Museum
3. Filip
4. Falling Down
5. Cave
6. Showbiz
7. Unintended
8. Uno
9. Sober
10. Escape
11. Overdue
12. Hate This And I’ll Love You

Næsta ár hjá hljómsveitinni fór að mestu leyti í það að túra um allt og hituðu þeir meðal annars upp fyrir hljómsveitirnar Foo Fighters og Red Hot Chili Peppers í BNA. Í Evrópu spiluðu þeir næstum því á öllum tónleikahátíðum sem völ var á og náðu því að byggja upp öflugan aðdáendahóp í Evrópu. Hljómsveitin var einnig tilnefnd sem Besta nýja hljómsveitin á Brit hátíðinni en töpuðu þar fyrir Belle & Sebastian. Showbiz hefur núna seldst í á milli 700.00 - 800.000 eintökum.

Origin Of Symmetry (2001 - 2002)

Eftir að hafa verið að túra útum allt í um það bil eitt og hálft ár voru Muse búnir að semja fullt af efni og ákáðu að drífa sig aftur í stúdíó og aftur fengu þeir John Leckie til þess að pródusera plötunna en hann fékk hjálp frá manni að nafni Dave Botrill sem sá um upptökur á lögunum New Born, Bliss og Dark Shines og það er trúlega frægast við upptökurnar á þessum lögum er það að meðlimir Muse voru víst allir útúr heiminum vegna ofskynjunarsveppa.
Þegar platan kom út árið 2001 var eiginlega komið nýtt hljóð í hljómsveitinna þarsem bassaleikur Chris Wolstenholme spilaði stórt hlutverk en mikið af bjögun og fuzz soundi var á bassanum hjá honum. Mun meira var af gítar-riffum en á Showbiz og mörg af vinsælustu riffum Breta eru á þessari plötu og lögin Plug In Baby og New Born hafa oft ratað inná lista tímarita fyrir “Best Riffs”.
Hljómsveitin prufaði sig einnig mikið áfram með mismunandi orgel, aukahluti á trommusett og píanólög sem voru undir áhrifum rómantísku stefnunnar og tónskálda á borð við Sergei Rachmaninov og Tchaikovsky.

Lagalisti Origin Of Symmetry er svona:

1. New Born
2. Bliss
3. Space Dementia
4. Hyper Music
5. Plug In Baby
6. Citizen Erased
7. Micro Cuts
8. Screenager
9. Darkshines
10. Feeling Good
11. Megalomania

Þrátt fyrir góða dóma sem platan fékk og frábærar viðtökur voru yfirmenn Maverick í BNA á þeirri skoðun að röddin sem Matthew Bellamy söng með væri ekki nógu mikið “radio friendly” og báðu Muse um að breyta útsetningu nokkurra laga áður en að þeir myndu gefa hana út í BNA. Að sjálfsögðu neituðu Muse að breyta þessum “einkennishljóm” sínum og það fór því þannig að OOS var ekki gefinn út í BNA (kom út í sept 2005).
Fyrsta smáskífa OOS var Plug In Baby og náði skífan að komast í 11.sæti og næsta smáskífa sem var New Born komst einnig inná topp 20. Fleiri smáskífur sem komu af OOS voru Bliss, Hyper Music og Feeling Good, held að ég sé ekki að gleyma neinu.

Almenningur tók mjög vel við plötunni og túrinn sem fylgdi á eftir henni gekk mjög vel, þeir voru svo verðlaunaðir með því að vinna Kerrang verðlaun sem besta hljómsveit og þeir voru einnig tilnefndir til þriggja Q verðlauna (Besta hljómsveit, Besta tónleikaband og best pródúseraði diskurinn) en unnu samt í engum flokki af þessum.
Árið 2002 hélt svo þessi risa túr þeirra áfram en einnig kom út platan Hullaballo ásamt DVD disk með sama nafni en platan innihélt tónleikaupptökur frá La Zenith í París ásamt B-lögum. Þeir gáfu einnig út tvöföldu smáskífuna Deadstar/In Your World.
Það ár unnu þeir svo aftur Kerrang verðlaun en núna fyrir besta tónleikabandið. Í lok ársins 2002 hafði OOS selst í rúmlega 1,3milljónum eintaka og yfirmenn Maverick örugglega frekar svekktir að hafa ekki gefið þá út þar.

Absolution: (2002 – 2005)

Eftir að hafa loksins klárað að túra eftir OOS var kominn tími fyrir Muse að fara aftur í stúdíó og núna var kominn nýr maður á bakvið takkanna, en það var Rich Costey.
Áður en tökur hófust var planið að hafa plötuna dáldið “bjarta og gleðilega” en það fór allt í vaskinn með Íraksstríðinu og platan endaði á því að flesta lögin á henni fjölluðu um heimsendi, samsæriskenningar og trú.

Áður en að Absolution kom út ákváðu þeir að gefa fyrstu smáskífu plötunnar, sem var Stockholm Syndrome, út á netinu. Niðurhalið á laginu fór fram úr björtustu vonum þeirra og var ein mest selda smáskífa á netinu þegar hún kom út. Einnig fóru þeir í svona smá upphitunartúr áður en platan kom út.

Það var svo í september 2003 sem Absolution kom út og platan fór beint í efsta sæti á breska listanum eins og í mörgum öðrum löndum. Þegar þarna var komið við sögu voru þeir aftur komnir með útgefanda í Bandaríkjunum og því var skipulagður heimstúr sem náði til Evrópu, BNA, Japan og Ástralíu. Áður en árið var búið unnu Muse nokkur verðlaun fyrir t.d. Q verðalunin fyrir bestu frumherja (Innovation) og besta breska rokksveitin á Digital Music Awards.

Lagalisti Absolution er svona:

1. Intro
2. Apocalypse Please
3. Time Is Running Out
4. Sing For Absolution
5. Stockholm Syndrome
6. Falling Away With You
7. Interlude
8. Hysteria
9. Blackout
10. Butterflies And Hurricanes
11. TSP
12. Endlessly
13. Thoughts Of A Dying Atheist
14. Ruled By Secrecy

Á þessum heimstúr sínum stoppuðu þeir á Íslandi og spiluðu fyrir framan troðfulla Laugardalshöll þann 10.desember 2003 en það seldist upp á tónleikanna á aðeins nokkrum klukkutímum og ég held að flesti þeir sem fóru á tónleikanna geta verið sammála um það að þetta voru allrosalegir tónleikar og með þeim betri sem hafa verið haldnir á Íslandi.

Í byrjun ársins 2004 voru þeir svo tilnefndir til Brit verðlaunanna sem besta rokksveitin en töpuðu á móti The Darkness. Eftir að hafa klárað evrópuhluta túrsins héldu þeir til annarra heimsálfa en lentu í smá óhappi í BNA sem varð til þess að þeir þurftu að fresta nokkrum tónleikum:

Þeir sem hafa séð Muse á tónleikum hafa eflaust tekið eftir því hvernig Matthew Bellamy er hoppandi útum allt og sveiflandi gítarnum í allar áttir og á tónleikum sveitarinnar í Atlanda í BNA varð hann fyrir því að dúndra hausnum á gítarnum í andlitið á sér í miðju lagi og við það myndaðist risa skurður, hann lýsti atvikinu á þann hátt að í fyrstu hafi hann ekki fundið fyrir neinum sársauka en samt fundið hvernig munnurinn á honum fylltist af vökva og rauður vökvi sprautaðist yfir allan míkrafóninn. Þegar hann söng svo næstu línu fann hann gríðarlegan sársauka þegar hann teygði á sárinu og hljóp baksviðs og ældi upp blóðinu sem hann hafði gleypt og vegna þessa atviks þurftu þeir að fresta örfáum tónleikum í BNA.

Um sumarið héldu þeir svo aftur til Evrópu til þess að spila á tónleikahátíðum og það náði hámarki þegar þeir voru aðalnúmerið á Glastonbury hátíðinni árið 2004. Þetta voru stærstu tónleikar Muse og tókust þeir gríðarlega vel eins og sjá má á DVD disknum sem þeir gáfu út eftir túrinn.
En því miður fyrir Muse þá lést pabbi Dominic Howard úr hjartaáfalli aðeins rúmlega klukkutíma eftir að hafa horft á þá spila og þeir lýsa því þessu kvöldi sem einu því besta og versta á ævi þeirra. Eftir þetta tók Dom sér vikufrí frá hljómsveitinni en eftir að hafa fengið stuðning frá fjölskyldu og hljómsveitinni ákvað hann að snúa aftur og þá héldu þeir áfram með túrinn.
Síðasti hluti túrsins var í BNA en þó spiluðu þeir tvo tónleika á Earl’s Court í London í lok desember og það voru stærstu innanhús tónleikar Muse til þessa. Upphaflega ætluðu þeir bara að spila á einum tónleikum en vegna þess hversu hratt seldist upp á tónleikanna og mikillar eftirspurnar eftir miðum var ákveðið að bæta við öðrum tónleikum og það seldist upp á þá með svipuðum hraða.
Það má svo segja að þeir hafi fullkomnað árið með því að vinna nokkur verðlaun eins og t.d. Tvö MTV Europe Awards, fyrir besta alternative hljómsveitin og besta breska hljómsveitin, Q verðlaunin fyrir bestu live hljómsveit og UK Festival Awards, einnig fyrir besta live hljómsveitin. Þarna var Muse búinn að festa sig í sessi sem ein vinsælasta hljómsveit Bretlands.

Þeir kláruðu svo þennan túr í janúar 2005 og ætluðu að taka sér smá hvíld, þessi hvíld entist þó ekki lengi þarsem þeir tóku þátt í MTVu Campus Invasion túrnum sem var í mars og apríl í BNA en þar fögnuðu þeir sívaxandi vinsældum. Á þessum BNA túr voru fjögur ný lög spiluð. Í millitíðinni unnu þeir tvö önnur verðlaun, Brita Awards og NMW Awards en bæði verðlaunin unnu þeir sem besta live hljómsveitin og þá voru þeir búnir að vinna alls 7 verðlaun á árunum 2004-2005.
Síðustu tónleikar Muse á árinu voru svo 2.júlí þegar þeir stigu á svið í París á Live 8 tónleikunum. Einnig var samningurinn þeirra við Taste Media runnin út og þeir ákváðu að framlengja ekki hjá þeim heldur semja við Warner Bros.

Skömmur fyrir árslok kom svo annar DVD diskur hljómsveitarinnar út en hann heitir Absolution Tour 2005 og inniheldur tónleika sveitarinnar á Glastonbury 2004 en lögin Citizen Erased og Stockholm Syndrome duttu af einhverjum ástæðum út. Einnig innihélt diskurinn upptökur af tónleikum sveitarinnar frá Earl’s Court, Wemblay Arena og BNA

Black Holes And Revelations (2005 - ????)

Eftir að hafa tekið sér langþráð frí eftir Absolution túrinn hittust þeir aftur til að ræða saman um næstu plötur í ágúst árið 2005 og byrjuðu svo að vinna að plötunni fyrir alvöru í september og Rich Costey sá aftur um upptökustjórn. Þeir byrjuðu upptökurnar í S-Frakklandi en færðu sig svo yfir til New York til þess að fá öðruvísi innblástur. Tökur á plötunni stóðu alveg fram til vorsins 2006 með nokkrum hléum.
Í maí tilkynntu þeir svo að platan mundi heiti Black Holes And Revelations og væri væntanlega um mitt sumar. En á sama tíma kom einmitt fyrsta smáskífa plötunnar út en það var lagið Supermassive Black Holes og fékk það vægast sagt blendnar móttökur en veruleg viðbrigði frá fyrri verkum þeirra.
Lagið fékk engu að síðar góða dóma víðsvegar og var ofarlega á playlistum hjá flestum útvarpsstöðvum og fljótlega vandist lagið og þeir sem voru ekki sáttir með það í upphafi fóru að taka það í sátt.
Þann 29. júní kom svo platan út í Japan, 3. júlí í Evrópu og 11. júilí í BNA. Eins og flestir höfðu spáð fór platan í 1.sæti í Bretlandi, flestum löndum Evrópu, Japan og Ástralíu en hinsvegar kom góður árangur plötunnar í BNA mörgum á óvart en þar fór hún beint í 9.sæti á Billboard listanum.

Lagalisti Plötunnar er:

1. Take A Bow
2. Starlight
3. Supermassive Black Hole
4. Map Of The Problematique
5. Soilder’s Poem
6. Invincible
7. Assassin
8. Exo – Politics
9. City Of Delusion
10. Hoodoo
11. Knights Of Cydonia

Helstu viðfangsefni plötunnar að þessu sinni eru; geimurinn og sú spenna sem er í heiminum ásamt hinum venjulegu samsæriskenningum.
Túrinn fyrir Black Holes And Revelations byrjaði 13.maí þegar þeir spiluðu í BBC sjónvarpinu og margar aðrar framkomur í sjónvarpi og útvarpi fylgdu í kjölfarið og það var svo rétt fyrir útgáfudag plötunar að þeir byrjuði Festival tourinn sinn sem náði hámarki þegar þeir voru aðalhljómsveitin á Reading og Leeds hátíðinni daganna 25-27. ágúst. En í millitíðinni höfðu þeir einnig spilað á tvennum tónleikum í Japan og farið í lítinn túr í BNA.

Nýlega voru þeir svo tilfnefndir til 5 verðlauna á Kerrang Awards en unnu aðeins 1 og það voru Best Live Act, einnig töpuðu þeir svo Mercury verðlaununum til Arctic Monkeys.

Í nóvember byrjar síðan önnur umferð í þessum túr þeirra þegar þeir spila um allt Bretland og ég er einmitt að fara á tónleika með þeim 22.nóv á Wemblay Arena. Þegar að þeir hafa klárað Bretlands hluta túrsins halda þeir til Evrópu en því miður er ekki Ísland á dagskránni hjá þeim núna.

Helstu heimildir
www.wikipedia.com
www.musewiki.com