OK ég skellti mér á Nirvana tribute tónleikana á fimmtudaginn á gauknum og ég verð að segja að þetta var æðislegt. Troðfullt út úr dyrum og huge biðröð fyrir utan. Noise byrjaði og þeir voru æðislegir. Þeir byrjuðu á Drain you og komu öllum í góðan fíling. svo tóku þeir Lithium og sungu nærri því allir með og hoppuðu, þeir enduðu svo á Smells like teen spirit og voru þeir eina hljómsveitin sem spilaði það lag, þegar þeir byrjuðu á því varð allt brjálað og nærri því allir hoppandi og öskrandi með laginu. Að mínu mati voru Noise langbestir af öllum þarna, þó að Botnleðja, Ensími og sérstaklega Mínus hafi verið góðir líka. Ég var greinilega ekki einn um þessa skoðun því að ég heyrði áhorfendurna flesta vera að tala um það að Noise væru áberandi bestir þarna. Og fengu þeir mikið lof frá öðrum hljómsveitum og skipuleggjendum og auðvitað aðdáendum fyrir framlag sitt.