Muse - Absolution Jæja þar sem er buið að gera umfjöllun um allar muse plöturnar nema þessa og eg að drepa timann þangað til rockstar byrjar. Absolution er 3 breiðskífa tríosins frá devon. Þeir sömdu flest lögin á túrnum fyrir OOS og voru byrjaðir að taka upp áður en þeir fundu producer sem varð a endanum Rick costey.Ég ætla meira kannski að tala um textana þar sem flestir eru orðnir þreyttir á að lesa eikka um sem þeir vita.Það átti ekki að vera hægt að toppa OOS en mer finnst það hafa verið gert með þessari plötu, allavega jafnað.

1.Intro
Heyrist ekkert til að byrja með en kemur hægt og bítandi taktur sem er svolítið innblásur frá queen.Þeir prófuðu að taka upp trommutaktinn a fullt af stöðum t.d í sundlaug , úti o.f.l til að bua til ákveðna breidd. Klikkað flott þegar áhorfendur klappa með, getið heyrt það hér ftp://ftp2.microcuts.net/microcuts/08/05/03/08/27.06.2004%20-%20Glastonbury%20festival%20-%20MP3/06-Apocalypse%20Please.mp3

2.Apocalypse Please
Er framhald af intro-inu , takturinn heldur áfram þangað til lagið byrjar. Drungalegur píanotaktur kemur inn og matt syngur mjög ákveðið en fer svo yfir í ljufa tóna. Textinn fjallar um þann ótta sem flestir þekkja þegar þeir pæla i hvað er buið að vera i sjonvarpinu seinasta árið, það er staðreynd að trúarbrögð er afsökun til að gera hluti sem stangast á við trúnna. Eins og sumir trúa kannski á fyrirgefningu en eru svo i stríði við annað land.

3.Time is running out
BILAÐ LAG! og þá meina ég gott lag ,lag sem þú munnt sja i sjonvarpsmarkaðinu eftir 40 ár og það er verið að auglýsa diskinn the best of 2000-2100. Byrjar með einföldum en töff bassataktti og eftir því kemur rólegur söngur og einfaldur trommutaktur. Hef aldrei heyrt jafn catchy texta enda syngja ALLIR MEÐ þegar lagið er tekið a tónleikum. Þetta er eitt af þessum lögum sem eru svo einföld en svo flott t.d. We will rock you , last kiss o.f.l

4.Sing For Absolution
Eitt af fáum “ástarlögum” sem muse hafa gert ,en fjallar þó um “dead relationship” eða eitthvað i þá áttina. Byrjar með einföldum piano takti sem oftast er spilaður a gitar live , einfaldur bassataktur og einfaldur trommutaktur. Í miklu uppáhaldi hja kvenaðdáðendum muse. Mér finns versin einhvern vegin ekki passa við viðlagið. Í versunum er eiginlega verið að lýsa því sem á ser stað(starlight in the gloom,Lips are turning blue)

5.Stockholm Syndrome
Rokkaðasta lag sem þeir hafa samið.BILAÐ riff i byrjun sem er í 34.sæti yfir flottustu riff allra tima.“The stockholm syndrome” er óviðurkenndur sjúkdómur sem útskyrir hvernig gíslar tengjast ræningjanum(captor).Nafnið tengjist bankaráni sem átti sér stað i stokkhólmi 1973 þegar fjórar manneskjur voru teknar gíslingu i 6 daga. Á tíma tengdust gíslarnir og ræningjarnir og gíslarnir byrjuðu að trúa því ræningjarnir væru að vernda þá frá lögguni. Einn gíslana endaði meira segja að leyfa ræningjanum að búa með sér eftir ránið. Mjög svipað og kvikmyndinn John Q nema það í bankaráninum höfðu ræningjarnir ekki góðann tilgang.

6.Falling away with you
Byrjar með kassagítar a rólegu nótunum.Textinn gífurlega flottur , fjallar um að við ráðum ekki hvaða andartökum við munum eftir. Hvort það séu þau góðu eða vondu og að sumt sé betra gleymt.

7.Interlude
40 sek af drungalegum gítarleik , ekkert sungið

8.Hysteria
Chris sýnir að hann sé einn besti bassaleikari allra tíma! Geðveikur taktur. Hysteria = móðursýki fjallar um eitthvað sem þig virkilega langar í, hvort það sé stelpa eða sígo eða eikka þá nagar það þig , pirrar þig og snýr þér í hringi.

9.Blackout
Flott sinfóniulag og fyrsta lagið sem þeir byrjuðu að recorda ásamt butterflies and hurricaines.Hugmyndinna um textann fekk matt þegar hann fór i jarðaför hja vinkonu sinni sem missti kærasta sinn. Hann fjallar um óttan við að deyja ungur að aldri og hvað maður hugsi seinustu minoturnar. Hvort þú hafir notið lífsins til fulls eða ekki.

10.Butterflies and Hurricaines
Eitt flottasta lag ever, færð svo oft gæsahúð eða það liggur við að maður þurfi að vera undir sæng.Það er rock,rólegheit og sinfónia i þessu lagiog textinn er um að hægt að spá um allskyns hluti fram í timann eins og veðrið. En aldei of langt því það þarf svo litið til að eitthvað breytist t.d Ef Fiðrildi ákveður að blaka vængjum sinum i mars i staðinn fyrir febrúar getur jarðskjálfti i ágúst orðið allt öðruvísi, það fjallar sem sagt um breyting ( fiðrildið breytis jarðskjálftanum) Myndinn “The sound of thunder” er byggð á sömu hugmyndum .

11.The small print
The small print er byggt á sögu um djöfullinn sem segjir að djöfulinn sé prestur sem guð borgaði aldrei. Small print eru littu stafirnir á t.d samningum sem hafa oft einhverjar brellur að geyma.

12.Endlessly
Ástarlag , mjög rólegt og fjallar einfaldlega um að maður vonar alltaf maður lifi endalaust og geti eytt því með þeim sem þú elskar.

13.Thoughts of a dying atheist
Er innblástur fra the police og the smiths.Hægt með hröðu riffi.The title says it allt

14.Ruled by secrecy
Nefnt eftir samnefndri bók eftir Jim Mars. Á mjög erfitt með að úskýra textann í þessu lagi.

Með þessari plötu finnst mér muse sýna að tónlist þarf ekki að vera flókin, einfaldleikinn er ekki dainn! Besta plata fyrr og síðar að mínu mati og verður seint toppuð,ekta plata til að kaupa !