Þessi grein kemur í svolittlu framhaldi af ofspilunar grein Pixies en ég ákvað að setja hana sem nýja grein þar sem hún er í raun um annan hlut.

Ég, eins og pixie, hef ekki milkið verið að tjá mig um þetta en ég stefni að því að láta þetta flakka núna.

Skipta má hlustandanum í 3 flokka (u.þ.b. lang flesta er hægt að setja í einhvern af þessum flokk).

1. Þetta er hinn “commercial” flokkur. Fólk sem hlustar á útvarpið út í gegn hefur ánægju af ofspilun (sjá grein Pixie)og kaupir smá skífur til að geta hlustað á heita lagið aftur og aftur. Þetta fólk er oftast ekkert verra en annar hlustandi en það lætur stjórna sér af útvarpsstöðinni. Þetta fólk er ekkert alltaf að velta sér uppúr tónlistinni heldur svara það þegar þú spyrð það hvað það hlusti á “bara allt” ekkert voða milkið að hugsa um hvað “allt” sé. Svona fólk er ekkert verra en annað fólk en þeir sem í hinum flokkunum er en það hugsar minna um tónlistina og meira um vinnuna eða útlitið eða eitthvað annað. Svona fólk er það sem heldur útvarpsstöðum gangandi. Þetta er alveg um 50% af hlustendum (mundi ég giska á).

2. Þetta er flokkur sem ég kýs að kalla “ANTI-commercial”. Hér á heima fólk sem er að vera á móti “commercial” stefnunni og neytar að hlusta á heitu lögin og eru alltaf að kvarta undan útvarpinu (pixie meira kvarta svona undan lélegri tónlist ekki ofspilun). Ég var lengi vel svona hlustaði á í raun “main-stream” hljómsveitir og var alltaf að væla yfir því að tónlistin væri svo lélegt og öskrandi oj yfir FM 9,57 og þeim rásum. Þetta fólk er í raun og vera commercial í öðrum tónlistar stíl og hugsar bara meira um tónlistna sína. Goth rokk er ríkjandi dæmi í dag um “ANTI-commercialisma”. Þetta fólk er að engu leiti verra en neinn í hinum flokkunum. Þetta fólk er að vera “cool” og það er alveg að ganga (að vísu finnst mér það ekki en flestum öðrum finnst flott að vera í þessum flokki). Fólkið í þessum flokk eru ekki slæmt fólk, og ég skal hengja mig á því. 30-40% af hlustendum eru hér.

3. Þetta er hinn “underground” hlustandinn. Hann hlustar á tónlist sem hann einn veit hvað er. Hann hlustar á tónlist sem á oftast eftir að verða vinsæl einhvertíman en er ekki orðin það. Þetta er líka þar sem ég set fólk sem hlustar á tónlistina sem þeim líkar og er ekki að hugsa um hvort það sé “commercial” “ANTI-commercial” eða nokkuð annað. Hlustar á þá tónlist sem það hefur gaman af og gefur skít í hvort það heitir heitt eða annað. Mörgu leiti er þessi hópur líkur “commercial” hópnum en hér er fólkið verulega að pæla í tónlistinni sinni. Dans tónlistarhlustendur eru sterkt dæmi í þessum flokki nú að dögum og er muzik.is (nýja anti-ofspilunar stöðin) dæmi um fólk úr þessum flokki að skapa sér útvarpsstöð. Margir sem ég þekki fordæma þessa stöð því þeir eru “ANTI-commercial” fólk en ég held það sé að fara á mis við eitthvað mjög sniðugt. Þetta fólk er samt sjaldan að hlusta á útvarp og er (held ég) mestu geisladiska eigendur í dag. “Underground” er kanski ekki alveg rétta orðið fyrir þennan flokk en ég tel að underground hlustendur og hlustendur sem velja sína tónlist bara eftir hjarta séu í raun í sama flokki. þetta eru 10-15% af hlustendum í dag.

Oft er ekki alveg hægt að flokka fólk niður í þetta og erfitt að sjá hvar fólkið er statt. En þegar þú kynnist einhverri manneskju þá yfirleitt er hægt að planta henni þarna einhversstaðar. Ég held að til að svara þér Pixie þá bendi ég þér á að slökkva bara alveg á útvarpinu og kaupa fleiri diska því þú ert í 3. flokki svo best sem ég sé. Ég held að fáir eigi eftir að hugsa að þeir séu í öðru en 3. flokki en reynið frekar að nota þetta til að dæma aðra sem þið þekkjið eftir þeim og sjá hvernig þeir hlusta á.

Svo vil ég líka segja að þessir flokkar eru engan veginn dæmdir efitir tónlistarflokkum heldur eru þeir dæmdir eftir persónuleika fólks. Það þarf t.d. ekki að vera að allir goth rockarar séu í flokki 2. eða að danstónlistar hlustendur séu í flokki 3. heldur eru þetta við miðandir því flestir goth rockarar eru í flokki 2. og flestir danstónlistar hlustendur í flokki 3. o.s.frv. þannig er þetta í raun mjög “begjanlegur” listi.

- Tannbursti

P.s. vonandi “meikar” þetta eitthvað “sens” fyrir þér.

=) Forðumst stóryrði (=