The Who-live At  Leeds Mig hefur lengi langað að skrifa um eitthvað framúrskarandi
en ég hef aldrei vitað hvað. Svo fór ég að hlusta aftur á
The Who og man allt í einu hve góð live platan þeirra var
s.s. Live At Leeds. Svo ég fór að hlusta á hana aftur og þá meina ég að hlusta! og vildi ég undir eins skrifa um það stykki hér.
Áður en ég byrja þá var hljóðfæraskipunin svona-
Roger Daltrey-söngur,Pete Townshend-gítar, John Entwistle-bassi og
Keith Moon-Flottur trommuleikur

Platan byrjar á einu af fáu lögunum sem John Entwistle samdi og söng(en hann var bassaleikarinn)-\“Heaven and Hell\”, sem er ágætt lag sem samt sem áður toppar ekki lagasmíðar Townshend. Lagið tekur góðan sprett strax í byrjun og rúllar þar til \“I Cant Explain\”(sem var þeirra fyrsti single)hefur á loft, en í stúdíói hljómar\“I Cant Explain\” eins og bítlalag én á þessum tónleikum(svo einnig á öllum hinum) eru þeir svo snarvilltir að það er magnað(þetta er eins og láta þyngstu hljómsveit í heimi spila vögguvísu).

Svo koma lögin \“Fortune Teller\” og \“Tattoo\” sem mér þykja þó síst af þessari plötu. \“Young Man Blues\” (sem upprunalega er eftir
jazzblúsarann M.Allison) kemur næst, hrá rödd hans Roger Daltrey kemur sterk inn á milli harðskeittrar bassalínu Entwistles,
hröðu gítar-riffanna hans Townshends, og síðast en ekki síst er Keith Moon kominn í stuð og spilar trommusóló af öllum lífsins sálar kröftum. Þarna er maður kominn í stuð og er tilbúinn fyrir rokkið sem kemur á færibandi eftir þetta lag. The Substitute kemur næst með sína snjöllu texta um staðgengilinn sem virðist vera það sem hann er ekki, þetta er ein hans frægasta tónsmíð og margar frægar hljómsveitir hafa tekið í gegn um tíðina eins og Sex Pistols og fleiri. Næstu lög eru “Quick One While He´s Away\”,
\“Happy Jack\” og Amazing Journey\Sparks“ en lagið Im a Boy kemur einhversstaðar þar inn á milli, en það er að mínu mati af betri lögum The Who, en hvernig melódíska laglínan blandast við röddun,
og samspilið milli trommu og gítars er alveg magnað. En já, það er einn hlutur sem ég gleymdi að minnast á er að Keith Moon er mjög skemmtilegur´a trommunum í þessum lögum, og tekur margsstaðar á sprett m.a. á Happy Jack.

Þegar þarna er komið fer plötunni að ljúka en samt sem áður eru nokkur lög eftir, Eins og Summertime Blues(Cochran/Capeheart)
sem með feitu bassahljóði hans Entwistle hafði djúp áhrif í rokkbassaleik. En Shakin All Over með sínu heimsfræga gítarlikki
(ef ég má sletta soldið) sem kemur eins og loftsteinn á byrjun lagsins en krafturinn í því lagi kemur aðallega úr Roger Daltrey sem með svaka öskri kemur lagionu á gott skrið.

My Generation er næst en svo ég renni aðeins í gerð lagsins
þá var það gert árið 1965 og var gefið út sama ár en það var á sama tíma og Bítlarnir og Rolling Stones voru að semja ástarlög
(no hard feelings), en lagið er frægt fyrir að Townshend kom með þá skemmtilegu línu sem gerði alla foreldra á þeim tíma skíthrædda
við þá, en sú skemmtilega lína var einmitt-”I hope I die before I get old", en pete sá samt voðalega eftir þessu (m.a. því núna er hann rðinn gamall). Taka verður það sérstaklega fram að þetta lag er 15 mínútur og alveg svakaleg gítarsóló filla upp í lagabúta,m.a.
See Me Feel Me og fleiri. Seinasta lagið á plötunni segir smá sögu um Töfrastrætó sem aðalpersónan er að reyna að kaupa til að geta keyrt elskuna sína í, Já það er rétt hjá ykkur-Magic Bus heitir lagið og það er frægt fyrir það hve mikil áhrif blúsinn hefur á rokkmúsík, en þarna voru semsagt greinileg áhrif frá Bo Diddley
sem er frægur fyrir samskonar riff og á plötunni þeirra. Roger og
Pete fannst gaman að taka þetta lag á sviði en John og Keith alls ekki því þeirra hlutverk var svo smátt.

En eftir allt var The Who stórskemmtileg á sviði, hoppuðu og hömuðust og enduðu hverja tónleika með glæsibrag, eða með að rústa hljóðfærunum og mögnurunum og öllu, svo það gerir The Who eina af skemmtilegustu sviðshljómsveitum í heimi.

Ég vona að þessi grein hafi haft áhrif á þig og þú hlustir á plötuna eða horfir á þá Live.

Takk fyrir.