Wolfmother - Wolfmother Þetta er nú reyndar fyrsta greinin mín hér á /rokk. En þessi grein á að fjalla um frekar nýlega hljómsveit sem kallar sig Wolfmother. Þeir stofnuðu bandið árið 2004 sem gerir bandið 2 ára gamalt. Á þessum tíma hefur hljómsveitin gefið út eina plötu sem heitir einmitt Wolfmother.

Hljómsveitin skipar þeim Andrew Stockdale söngvara og gítarista, Chris Ross á Bassa og orgel svo er það Myles Heskett á trommur. Þeir eru allir í kringum þrítugsaldurinn. Allir ótrúlegir spilarar og performerar.

Ég vissi reyndar bara síðasta Sunnudag ekkert um hljómsveitina. En svo fór ég í vinnuna Mánudagsmorgunin og þar var þessi ágætis plata plata vikunnar. Ég hlustaði þar á mitt fyrsta lag með hljómsveitinni sem heitir Witchcraft. Þetta lag minnti mig óneytanlega á Jethro Tull. Þetta lag myndi pottþétt smellpassa inn í grammy verðlaunaplötuna Crest of a Knave með Tull. Svo heyrði ég Mind's eye. Þar kemur orgelspil Chris Ross. Það minnti mig á Uriah-Heep.

Ég fékk svo að heyra meira í þessari hljómsveit. Dimension og fleiri lög voru spiluð og ég varð áhugasamari með hverju laginu. Þetta minnti mig ótrúlega á Jet en sú hljómsveit var í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo ég ákvað nú bara að skella mér á eitt stk Wolfmother. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum eftir nokkra klst hlustun. Alveg hreint út frábær plata. Ótrúlega vel sungið hjá Andrew Stockdale.

Þessi tónlist er ótrúlega lík Tull og Heep eins og ég sagði áðan. En svo eru hljómar sem eru eins og í Zeppelin og Black Sabbath.

Hljómsveitin hefur fengið ótrúlegt magn af verðlaunum síðan þeir gáfu út Wolfmother. Eftir að hafa hlustað á plötuna nokkrum sinnum þá finnst mér lagið Tales vera lang best. Ég ætla gefa plötunni 9 í einkunn. Svo ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá meira af henni!

Mæli með að allir næli sér í eintaki af þessari plötu!