Bítlarnir -Revolver -Gleymda platan ! ! Mér finnst alltof lítil áhersla lögð á aðalfyrirmyndum rokksins til eilífðar. Þetta er ein af þeim hljómsveitum sem allr þekkja en fáir hafa virkilega hlustað á!!

Eins og margir hafa lesið um Bítlana með She Loves You,
Please Please Me, I saw her standing there, og öll þessi lög með að þau séu meistaraverk, en allir segja að þetta sé eitthvað svo týpískt og normal. Málið er að þetta er það alls ekki!!
Þetta markaði stóra bylgju rokks og róls(vagg og veltu) um allan heim, því enginn hafði dirfst til að gera svona hluti áður í rokkinu,svo að þetta voru orginalar þess tíma. En þessi grein á ekki að fjalla um þetta tímabil, heldur seinni ferilinn þeirra eins og fyrirsögnin gefur til kynna.

Eftir frægð og fleira sem erfitt var að upplifa ákváðu þeir að semja eitthvað öðruvísi ekki bara lög heldur texta líka.
Þetta markar upphafið að nýbylgju rokksins þá, þegar platan Revolver(1966)kemur út!! Á Revolver eru þeir að semja um Eleanor Rigby, lagið sem kemur manni alltaf í gott skap-Good Day Sunshine,
skattheimtumenn, tilfinninguna áður en þeir fóru að sofa og svefninn ZZZZjálfann, að fuglinn þinn gæti sungið, lækninn þeirra og hvað hann\hún sagði(samanber lagið She Said), en síðast en ekki síst verður maður að minnast á eitt minnst áberandi lagið en er reyndar eitt það áhrifamesta í nútímarokksögu!! Lagið heitir Tomorrow Never Knows og er lagið þekkt fyrir að hafa verið fyrsta lagið sem SÖMPL voru notuð í heiminum, en þeir notfærðu sér upptökur af fuglum að gefa frá sér hljóð. Svo er eitt svolítið skemmtilegt sem ég spái að sé rétt hjá mér, að á þessari plötu er það í firsta sinn sem gítarsóló eru spilað afturábak, en þá hefur það haft óhugnanlega mikil áhrif á tónlistarmenninguna á árunum-1967 til dagsins í dag!

Ef þið viljið fá meiri upplýsingar um þessa plötu eða fleiri plötur(sjá lista) þá mæli ég með síðunni allmusic.com

1966 Revolver
1967 Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band
1967 Magical Mystery Tour
1968 The Beatles [White Album]
1969 Yellow Submarine
1969 Abbey Road
1970 Let It Be


PS ekkert bögg-hlustið bara á plöturnar og hugsiði að þið séuð á árunum 1966 TAKK