Soundgarden Árið 1984 ákvað 19 ára piltur að nafni Chris Cornell að setja saman hljómsveit með bassaleikarunm Hiro Yamamoto og vin Yamamotos, Kim Thayill sem var þá að læra heimspeki við háskóla Washington (Washingtons fylkis, ekki Washingtons DC, En Seattle er í Washingtons fylki). Tríoið ákvað að kalla sig Soundgarden skýrt eftir svæði í Magnusson Park í Seattle. Line-uppið var þá:
Chris Cornell - Trommur & Söngur
Kim Thayill – Gítar
Hiro Yamamoto – Bassi
En fæstir vita að Chris Cornell hafði æft á trommur frá 15 ára aldri og hafði móður hans í fyrst keypt trommusett til að halda honum frá glæpum og dópi
Í fyrstu spilaði sveitin aðallega Black Sabbath cover og tribute lög til Kiss, Led Zeppelin og þeirra líka. Seinna meir þá fengu þeir til liðs við sig trommara að nafni Scott Sundquist, eftir það gat Cornell einbeitt sér betur að söngnum og hefðbundnari forsprakka skyldum. Eftir að Cornell fór af trommum fengu þeir fyrst athygli, þótt hún hafi verið langt frá því að vera jákvæð. Cornell kom títt fram ber að ofan með allskyns litríka borða í hárinu sem, pönkarar tóku misvel og ekki var alltaf klappað og fagnað er þeir stigu á eða stukku af sviði. Þrátt fyrir að vera ekki vera í hlýjunni hjá fólki, var eitthvað sérstakt við sviðframkomu þeirra, að sögn Jonathan Poneman þá var alltaf þessi þungi, drungalegi og dimma element við allar sviðframkomur.
Árið 1986 voru Soundgarden beðnir um leyfi að láta setja 2 lögum þeirra (Heretic & All Your Lies) á Deep Six safn plötu sem sýndi fram lókal bönd frá Seattle. Þáverandi blaðamaður og fyrrverandi skólafélagi Thayills, Bruce Pavitt, tók eftir því að það umfjöllunin um Soundgarden var að breytast og var að verða jákvæðari, og tókst honum að sannfæra þá að gefa út þeirra fyrsta smáskífu á nýgetnu plötufyrirtækis hans sem bar nafnið Sub Pop Records. Í júni 1987 kom fyrsta smáskífa þeirra út á Sub Pop, Hunted Down/Nothing To Say. Október sama ár kom út fyrsta breiðskífa þeirra, “Screaming Life” og þá var fyrrverandi Skin Yard trommari Matt Cameron kominn á trommur.
Eftir þeir gáfu út “Screaming Life” byrjuðu stærri plötufyrirtæki og þar af mest áberandi A&M að reyna fá þá á samning, þrátt fyrir að stórt plötufyrirtæki væri að bjóða tækifæri sem flestar hljómsveitir myndu umhugsunarlaust grípa, ákvöðu Soundgarden að þiggja peninga fyrir upptökum frá fyrirtækjunum en ekki skrifa undir neina samninga og halda sér indie. Jafnvel að platan þeirra “Screaming Life” var að seljast prýðilega héldu þeir samt í vinnunar sínar. Þegar þeir fóru að taka upp næstu plötu: “Ultramega OK” gáfu þeir hana út á “SST music” gamla plötufyrirtæki Black Flag. Platan náði það miklum vinsældum að þeir túruðu sinn fyrsta túr í kringum landið og þeir gátu Cornell og Thayill sagt upp störfum sínum; Cornell sem verkamaður og Thayill sem fangavörður, fengu loks þeir vinsældir sem þeir þurftu að þeirra mati til að skrifa undir við A&M. Árið 1989 fengu þeir sína fyrstu Grammy tilnefningu fyrir bestu Metal plötu ársins ásamt: The Real Thing og And Justice for all.
Fyrsta Plata Soundgardens hjá A&M; “Louder Then Love” (uppr. Louder Then Fuck) var dimmri, þyngri en nokkuð sem þeir eða jafnokar þeirra höfðu gert í mörg ár. Platan seldist í 160.000 eintökum allt land og kynnti þá fyrir nýjum hóp hlustanda. eftir þessa plötu hætti Yamamoto einnig til að halda áfram í skóla. Túruðu nú Soundgarden (með Jason Everman sem stand-in á bassa) ásamt Voivod og Faith No More í gegnum 1989 og byrjun 1990. En varð Cornell fyrir miklu áfalli þann 19 Mars 1990, þá lést herbergisfélagi og vinur hans Andrew Wood, söngvari Mother Love Bone, af Heróin ofneyslu.
Til að heiðra minningu vinar síns og til að syrgja hann setti Cornell side-projectið: “Temple Of The Dog” saman og samanstóð þetta band af:
Mike McCready (seinna meir Pearl Jam)
Stone Gossard (Fyrrv. Gítarleikari Mother Love Bone og seinna meir Pearl Jam)
Jeff Ament (Fyrrv. Bassaleikari Mother Love Bone og seinna meir Pearl Jam)
Matt Cameron (þáver. trommari Soundgarden og seinna meir trommari Pearl Jam)
Eddie Vedder (seinna meir Pearl Jam)
og Chris Cornell (þáver. söngvari Soundgarden og seinna meir Audioslave).
Gaf hljómsveitin út eina plötu sem bar hreinlega heitið “Temple Of The Dog”
Þegar Soundgarden komu saman aftur voru þeir komnir með nýjan bassaleikara:
Ben Shepard, og var line-uppið svona alveg að lokum Soundgarden. Hófu þeir nú upptökur á næstu plötu þeirra “Badmotorfinger” sem er að margra mati besta plata þeirra. Þegar “Badmotorfinger” var gefin út 8. október 1991 þá hafði senan fyrir tónlist breyst, Nirvana höfðu náð mainstream vinsældum með “Nevermind” og Pearl Jam með “Ten”.
Góð sala þessa platna vakti gífurlegan áhuga á þessari bylgju af Seattle rokki/Grunge-i og þar af fékk Soundgarden meiri athygli á landsvísu. En þrátt fyrir þessa góðu auglýsingu átti hvorki Nirvana, Alice in Chains eða Pearl Jam neitt inni hjá Soundgarden, “Badmotorfinger” var afrek og það væri í heimska að neita því. 8. Mars kom platan sem tryggði þeim vinsældir sem eftir er, þann dag kom “Superunknown” út þessi plata var í fyrsta sæti á ameríska billboard listanum. og á seldi 4 milljón eintök á 9 mánuðum.
Árið 1996 sneru þeir aftur með “Down on The Upside” sem reyndist því miður ekki vera næstum því eins góð og “Superunknown” að mati margra var það meðal annars að það var byrjuð að skapast spenna innan sveitarinnar.Túruðu þeir í gegnum 1996 og 1997 og svo á tónleikum á Honolulu 9. febrúar 1997 varð allt brjálað, Ben Shepard byrjaði að hrækja í átt að félugum sínumí sveitinni, gefa áhorfendum puttan ótt og títt og loks missti hann það algjörlega hann það, hann kastaði bassanum í átt að Matt Cameron, gaf áhorfendum puttan og stormaði af sviði hiklaust. Soundgarden höfðu spilað sína síðustu tónleika
Og loks 7 Apríl 1997 var dagurinn sem þeir slitu sveitinni.

Þetta Hafði Cornell að segja um slit þeirra: ”We kind of ended up being a band of fans and expections. We could deal with that stuff, but at some point we stopped dealing with it very well. And we knew it was time to stop”

Bandið hefur adrei útilokað re-union, en hinsvegar eru það mjög litlar líkur á að það gerist nokkurtíman. Soundgarden voru fyrstir að spila það og síðastir að meika það. Sú setning lýsir ferli þeirra mjög vel, þetta band er alveg stórkostlega rosalega gott og ég meina það, ég skrifaði þessa grein einungis fyrir Huga til að reyna e.t.v. vekja athygli á þeim.

Persónulega mæli ég með að þið drullist út skífuna eða valda eða whatever og kaupið:

Loud Love,
Badmotorfinger &
Superunknown

Takk fyrir mig,

*Heimildum safnað víðsvegar á netinu.