Ég var að lesa mjög góða grein um Deep Purple á þessari síðu eftir manneskju sem kallar sig Pixie. Þetta sparar altént flestum ferðina á bókasafnið eða í leit á netinu af litlum sögufróðleikum um Deep Purple. Ég vil þó bara bæta einu inn sem ég er ekki viss um að allir viti um. Það er sú staðreynd að við megum vera þakklátir fyrir það að made in japan skuli hafa verið gerð.

Á sjöunda áratugnum var ekki mikill áhugi fyrir plötum sem innihéldu live efni í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Þetta virtist þó vera eitthvað sem virkaði á markaðina í Japan. Plötufyrirtækið ákvað þá að nálgast Deep Purple með þá hugmynd að taka upp tónleikana og gefa þá út einungis í Japan. Deep Purple voru ekki allt of hrifnir af hugmyndinni og fengu að setja nokkur skilyrðu fyrir því að gefa út plötuna. Þessi skilyrðu voru eftirfarandi: 1: Að þeir fengu að nota sinn eigin engineer sem var góður vinur þeirra. 2: að Þeir fengu að ráða öllu varðandi framleiðsluna á plötunni og 3 að þeir myndu ráða því á endanum hvort að gefa ætti út plötuna. Plötufyrirtækið samþykkti þessi skilyrði og var ákveðið að taka upp fyrir plötuna í Japan á næsta túr. Þegar komið var til Japan átti að styðjast við upptökubíl sem Rolling stones áttu þar. Þegar engineer Deep Purple var búinn að skoða bílinn hafði hann vondar fréttir að færa Deep Purple. Upptökubíllinn var í hræðilegu ástandi, ekkert jafnvægi í upptökutækjunum og yfirhöfuð bara óviðunandi. Þetta þóttu ekki góðar fréttir að Deep Purple létu það samt sem áður ekki á sig fá þar sem þeir höfðu algjört yfirráð yfir upptöku plötunnar. Efnið sem var sett inn á plötuna kemur af þrem tónleikum í Japan þó svo að fleiri tónleikar hafi verið spilaðir þar. Þessir þrír tónleikar eru: Osaka 15 ágúst 1972, Osaka 16 ágúst 1972 og Tokyo 17 ágúst 1972. Hver og einn af þessum tónleikum eru frekar stuttir miðað við tónleika frá öðrum hljómsveitum á þessu tímabili og hlýtur ástæðan að vera sú að bandið varð að spila um morgunninn vegna einhverra reglna um tónleikahald í Japan á þessum tíma (það virðist þó ekki hafa haft áhrif á lengd tónleika Zeppelin frá Japan á þessum tíma). Engu að síður eru þetta allt frábærir tónleikar þar sem Richard Blackmore fer að kostum og er hægt að kaupa þessa alla þrjá tónleika í þriggja diska setti sem kallast deep purple live in Japan og hvet ég alla Purple aðdáendur að skella sér á gripinn.

Þegar Deep Purple kom svo loks aftur til Evrópu var afráðið að hlusta á upptökurnar. Það kom þeim því þægilega á óvart að heyra gæðin á upptökunni sem eru þau gæði sem þið heyrið þegar þið skellið made in Japan í geislaspilarann. Purple ákváðu því að gefa út plötuna og stuttu seinna var ákveðið að gefa út plötuna í Evrópu einnig en komu nokkrar flækjur þar vegna þess að Purple voru að fara að gefa út nýja plötu (man ekki hvaða plötu). Þessar flækjur voru leystar með því að bíða aðeins með að gefa út made in japan en síðar var hún svo gefin út.

Þetta var örugglega í stuttu máli sagt sagan af made in Japan.

Ein skemmtileg saga sem er getið þar er af einum tónleikanna sem var tekinn upp, ég held að það hafi verið Tokyo. Þar var Blackmore ekki ánægður með frammistöðu sína og ákvað því að brjóta gítarinn sinn eftir tónleikanna og henda pörtunum út í áhorfendaskarann. Á meðan tónleikunum stóð höfðu nokkrir litlir japanskir menn í hvítum fötum staðið vörð um sviðið. Þegar Blackmore var búinn að henda gítarnum hlupu þeir út í áhorfendaskarann og lömdu allt liðið í kássu og skiluðu Blackmore gítarpörtunum. Purple fannst þetta fyndið að sjálfsögðu en Blackmore var ekki skemmt og henti því hlutunum aftur og aftur þutu hvítu japönsku karatekempurnar í áhorfendaskarann. Þeir börðu alla og skiluðu aftur pörtunum. Það var ekki fyrr en eftir þriðja skiptið sem þeir skildu að þeir áttu ekki að sækja partanna.