Þessa grein vil ég skrifa vegna þess að ég hef verið að lesa um hvað persónum sem koma á þessa síðu finnst um the song remains the same, einu útgefnu tónleikar Zeppelin. Mér þykir það skemmtilegt að lesa hvað fólki finnst um þessa tónleika, það virðist vera á einu máli um að þetta séu frábærir tónleikar. Ég er hinsvegar að vissu leyti ósammála. Mér þykir það nefnilega leiðinlegt að vita til þess að flestir hérna á íslandi eiga líklegast aldrei eftir að heyra hvernig zeppelin hljómuðu upp á sitt besta live. Þessi diskur ber ekki vitni um bestu tónleika Zeppelin og er að mörgu leyti langt frá því að vera það. Ég mun því í þessari grein gera grein fyrir því hvað ber að leitast eftir og hvað ber að varast ef þú ert að leita að Zeppelin bootlegum (vona að ég megi skrifa þetta). Fyrst nokkkur stikkorð: (ég hef ekki hugmynd um hvað hún á eftir að verða löng)

soundboard upptaka: Tekið beint frá sounboardinu sem sér um að mixa tónlistina rétt fyrir tónleikana og miðla tónlistina til hátalaranna. Upptöku teknar af þessu eru oftast nær þær fullkomnustu, lítið sem ekkert heyrist í áhorfendaskaranum.

Audience upptaka: Einhver aðili stendur í þúfu og heldur á upptökutæki. Þessi tæki eru mismunandi góð og getur margt haft áhrif á gæði tónlistarinnar. Ef það eru einhver læti í áhorfendaskara mun það að öllum líkindum hafa áhrif á upptökuna. Margir safnarar safna samt sem áður frekar audience upptökum vegna þess að þeim finnst það ná anda tónleikana betur.

1968: þetta ár byrjarði Zeppelin á fyrstu tónleikaferðum sínum. Það hafa ekki fundist margir bootleggar af þessum tónleikum með Zeppelin sem voru bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að þeir voru ekki þekktir sem band. Jimmy Page var vissulega orðin mjög þekktur í Bretlandi á þessum tíma og einnig nokkuð þekktur í Bandaríkjunum. Tónleikar á þessu tímabili eru mér að öllu leyti óþekktir.

1969: Það hafa fundist margir tónleikar frá þessu ári og eru flestir þeirra frá tónleikaferðalagi Zeppelin um bandaríkin. Zeppelin fóru í þrjá tónleikatúra um bandaríkin á þessu ári. Skýrir það að mestu hvers vegna Zeppelin 2 var tekin upp á tónleikaferðalagi. Flestar upptökur frá þessu ári eru audience og eru þær oftast nær frekar lélegar. Það skín hinsvegar í gegn hversu hráir og skemmtilegir Zeppelin voru. Tónleikarnir á þessu tímabili voru einnig skemmtilegir vegna þess að þeir voru oftast í litlu húsnæði og þess vegna myndaðist stemning milli bandsins og áhorfenda sem hefur týnst í gegnum tíðina í múskíkinni. Soundboard upptökur frá þessu tímabili eru heldur ekki góðar miðað við soundboard upptökur frá seinni árum. Bassinn og trommurnar standa oft upp úr og er gítarinn og söngvarinn mikið í bakrunninum. Samt sem áður er skemmtilegt að hlusta á þetta og hversu hraður page gat verið, hann var annálaður fyrir að vera mjög hraður gítarleikari.

1970: Þetta er mjög gott ár fyrir þig ef þú ert að safna tónleikum með Zeppelin. Það fyrirfinnast margir góðir bootlegar frá þessu ári. Tónleikarnir eru einnig frábærir og hér fer fyrst að bera á milli djammi hjá Zeppelin varðandi lögin sín, langir tónleikar og löng lög. Frammistaðan er í 99% tilvika frábær. Hér tóku þeir einnig oft encore sem var mjög sjaldgæft hjá Zeppelin. Þar getur maður t.d. fundið á nokkrum tónleikum 4 mínútna langan bassasóló sem er í stuttu máli sagt frábær.

1971: Hér fer það einungis batnandi og er Jimmy Page að verða betri og betri live. það sýður bókstaflega af honum. Hann yfirspilar sólóana en virðist alltaf ná sér aftur niður á jörðina og getur maður ekki varist því að bros færist yfir mann. Bandið er sífellt að verða sterkari eining og er sérlega skemmtilegt að hlusta á whole lotta love sem varð oft allt að 40 minútna langt þar sem fór allt í einu að spila saman safn af gömul blús lögum og 60's rokkslögurum með Zeppelin blæ, sterku riffi og smá leik að trommum. Skyldueign verður að vera Osaka tónleikarnir sem urður yfir 3 og hálfur klukkutími að lengd. ( EF þú ert að safna bootlegum með einhverju bandi skaltu leita að tónleikum frá Japan).

1972: Þetta er besta ár Jimmy Page og eftir þetta ár fer honum því miður hallandi. Hér getur að finna 40 mínútna útgáfa af dazed and confused sem sumum finnst kannski fulllangt en það fer vel ofan í mig, þið verðið að dæma sjálf. JPJ og Bonzo eru orðnir svo samstilltir að það er ótrúlegt að hlusta á þá spila saman, samofnir í eitt.

1973: Hér fer Jimmy hallandi, hann er enn frábær en eiturlyfin voru farin að verða honum að falli. Hraðinn orðin mun minni og mikið af mistökum í sólóum. Þetta sést vel ef þú skoðar dvd myndina the song remains the same. Andinn á tónleikum frá þessu ári eru hinsvegar frábærir og var röddin hjá honum Robert Plant orðin mjög skemmtileg, hún fékk svona rough eiginleika á sig sem hentaði betur tónlistinni. Hér fer líka að örla á lögum frá houses of the holy og lengri útgáfu af no quarter. Nokkrir tónleikar frá þessu ári eru mjög lélegir þar sem jimmy page er svo dópaður að hann datt stundum á sviði.

#Eftir houses of the holy var Zeppelin fyrst og eina bandið sem seldi nokkurn tímann fleiri plötur en bítlarnir, þeir héldu reyndar þessu sæti ekki lengi. Þessi tíðindi komu tónlistarheiminum nokkuð á óvart þar sem talið var að rokkið væri í rénun, ný rokkbönd fengu ekki mikil tækifæri þar sem r and b var að tröllríða öllu. Bítlarnir höfðu verið svo mikið kúlturséreinkenni bretlands. Lands sem var að missa stórveldisstöðu sína hægt og bítandi en varði hana að vissu leyti með sýnilegum menningaryfirburðum. Bítlarnir voru að vissu leyti málsvarðar þess. Zeppelin var það ekki.

1974: Zeppelin tók sér frí og í millitíðinni tóku þeir upp physical graffiti sem er talin vera eitt af þungarrokka meistaraverkum allra tíma(uppáhalds platan mín) Þar ber kannski helst að minnast kashmir. Þeir gáfu þessa plötu út árið 1975 og var mikið af túrum í bígerð.

1975: Þeir byrja að túra til þess að ýta undir sölu á physical grafiti, 6 stúdíóplötu Zeppelin. Robert Plant lendir hinsvegar í hættulegu bílslysi sem gerir hann ógöngufæran. Hætt við öllu tónleikaferðalög. Tónleikarnir sem finnast á þessu ári eru með lengstu tónleikum sem hægt er að finna með Zeppelin. Að vissu leyti má segja að þetta sé meira fyrir safnarann en venjulegan aðdáenda. Jimmy Page er þokkalega góður en það sem stendur upp úr er JPJ sem fer að spila meira á píanó og er píanó sólóinn lengdur í no quarter þar sem hann spilar mjög flott djassspil. Samspilið milli hans og Bonhams er frábært og svo kemur auðvitað page inn í spilið og er hrein unun á hlusta á þetta.

1976: Þetta árið kom út presence, platan sem robert plant varð að sitja í stól vegna tímabundinnar fötlunar sinnar. Þetta hafði áhrif á upptökuna á plötuna og er þetta talin vera síðasta góða plata Zeppelin af þeim sem fíla Zeppelin. Það var ekkert túrað þetta árið á meðan Plant jafnaði sig. Þetta ár var einnig ákveðið að gefa loks út the song remains the same, helst vegna þess að glamúr rokkið var farið að gera vart við sig með Kiss. Í fyrstu var talið að myndin væri of sjálfsinnhverf til að virka á markaðinn. Þegar Kiss komu fram breyttu menn um skoðun. Þessi mynd var einnig hluti af vandanum sem Pönk hreyfingin taldi vera Zeppelin til ama.

1977: Loks árið 1977 fara Zeppelin að túra að einhverri alvöru. Hér voru komin 4 ári síðan þeir gátu klárað heilan túr og var því löngunin farin að gera vart við sig. Þú getur heyrt að með hverjum tónleikum fer Jimmy að verða betri og betri en samt sem áður með tilliti til gullára page (71,72) þá er þetta honum sums staðar til skammar. Það sem stendur upp úr hér er hins vegar JPJ sem oft á tíðum tók 20 til 30 mínútna sólókafla á píanó þar sem Bonham og Page skiptast á að spila með honum og einnig saman. JPJ er góður píanó leikari og spilaði bæði klassískt og djass samanbruðul. Það sem ber að varast er bootlegur sem heitir destroyer nema að þú viljir eiga tónleika þar sem Jimmy er virkilega illa dópaður og spilar ótrúlega illa.
Zeppelin tókst heldur ekki að klára þessa tónleikaferð vegna þess í miðjum túrnum fær Plant þær fréttir að sonur hans hefur skyndilega veikst og látist af völdum vírus sýkingu. Zeppelin hætta tónleikaferð sinni og Plant fer að syrgja son sinn.

1978: Ekkert túrað og blöðin farin að velta því fyrir sér hvort að Zeppelin væru að hætta.

1979: Zeppelin spiluðu bara nokkra tónleika á þessu tímabili og eru þeir bara miðlungs góðir. Zeppelin gáfu hinsvegar seint út á þessu ári plötuna in through the out door sem inniheldur t.d. lagið all my love sem plant samdi til minningar um son sinn.

1980: Zeppelin byrja loks aftur að túra af fullum krafti. Maður heyrir hvernig þeir verða betri og betri með hverju kvöldi og maður fyllist sælutilfinningu að heyra að þeir eru að verða eins og þeir voru á góðu árunum. Það kemur loks andi í bandið og þeir tilbúnnir að fara í stúdíó að taka upp plötu. Þessi áform ná hinsvegar ekki enda heldur því að Bonzo finnst látinn á heimili Page eftir síðbúnnar upptökur. Hann hafði drukknað í sinni eigin ælu. Zeppelin hættu saman nokkrum vikum seinna. Coda var síðan gefin út en hún var samansafn af óútgefnum lögum.

Tónleikar frá þessu ári eru örugglega bestu hljómgæði sem þú getur fundið á Zeppelin tónleikum. Það sem fer hinsvegar eflaust í taugarnar á flestum söfnurum er að hér voru Zeppelin að mestu leyti hættir að breyta lögum sínum, lengja þau eins mikið og þeir voru vanir. Maður veit aldrei hvað hefði gerst ef bandið hefði ekki lent í svona miklum hremingum eins og raunin varð eftir physical graffiti.

Besta valið frá þessu ári væri Bootleggur sem gengur undir nafninu conquer Europe frá fyrirtæki sem heitir empress valley. Þetta eru tónleikar frá 1980 í Zurich og eru þeir teknir beint af af mastertape frá tónleikunum sem var stolið frá heimili page á áttunda áratugnum.

Bootleggarar:
Í Japan eru til allmörg fyrirtæki sem safna bootleggum frá frægum gömlum böndum og gera eins góða vöru og hægt er úr því að gefa svo út takmörkuð eintök af bootleggnum. Stærstu bootleg böndin samkvæmt record collector, (mest metna bootleg blað í heimi, staðsett í bretlandi) eru 1: Zeppelin, 2: Bítlarnir, 3: Rolling stones, 4: Elvis. Þar af stendur Zeppelin langt frá restinni. Ástæðan fyrir þessu er að Zeppelin var band sem auglýsti sig að mestu með tónleikum sínum, þeir voru mikið á móti því að gefa út singles, sem þeir voru þó neyddir til að gera í bandaríkjunum en fyrsti singulinn sem kom út með Zeppelin í Evrópu var ekki fyrr en 1995. Tónlist þeirra hentaði heldur ekki útvarpinu því að böndin voru mikið í því að lengja lögin sín þegar þeir voru að spila live og þar sem BBC mátti ekki spila plötur í útvarpsþáttum sínum (af sömu ástæðu og plötufyrirtækin eru á móti napster) varð BBC að borga tónlistarmönnunum fé til að koma í stúdíó og taka nokkur´lög í einu live. Zeppelin gerðu ekki mikið af þessu en það finnast þó heilir tónleikar með Zeppelin frá BBC og eru gæðin á þessu alltaf góð eins og endranær með BBC upptökur.

Fyrirtækin í Japan eru flest mjög góð og senda frá sér vandaða framleiðslu í merktum umbúðum en kostnaðurinn við að kaupa svona bootlega er mikill þar sem einungis er gefið út í um 300 eða 250 eintökum miðað við fyrirtæki. Einungis ríkir safnarar hafa efni á því að standa í miklum kaupum.

Til þess að komast fram hjá bootlegurunum eru til serverar þar sem safnarar koma saman og skipta með sér bootlegum. Þar er eini gjaldmiðillinn tónleikar eða tómir diskar. þetta virkar þannig að ef þú átt bootleg sem tekur aðeins einn disk máttu aðeins biðja um bootleg sem er einn diskur. Ef einstaklingurinn sem vill fá bootleg frá sér á ekki tónleika sem þér vantar þá máttu ráða hvort að hann sendi þér tvo tóma diska í skiptum fyrir einn disk af tónlist. 2 fullir diskar=4 tómir diskar og svo koll af kolli.
Þú getur fundið marga svona staði fyrir flest bönd sem hafa getið af sér eitthvert orð fyrir live frammistöðu. Farið á Yahoo og leitið þar sem og á öðrum stöðum þar sem fyrir finnast discussion boards. Þið finnið eitthvað að endingu, ég gerði það. Gleðilega leit :)