Ég var á Borgarbókasafninu um daginn á tónlistardeildinni og þar rak ég augun í eitt af mínum uppáhaldstónskáldum-Frank Zappa,
þetta er ekki ein af allrafrægustu plötum hans,
heldur einnig ein furðulegasta. Já það er rétt hjá ykkur,
platan heitir- We´re Only In It For The Money! Þessi plata er jafn furðuleg og sæhestar í limbó, en jæja hugsum núna um plötuna.

Þessi plata leggur megináherslu á það hvað flower power sýgur,
þó að hún sé ein af aðalæðum þeirrar menningar(vegna þess að hún er stæling á Seargent Peppers Lonely Hearts Club Band einni frægustu plötum Bítlanna-kannski aldarinnar), T.a.m. er þar eitt lag sem heitir flower punk sem er algjör sýra en lög eins og
Harry-Youre A Beast, What´s The Ugliest Part Of Your Body, Concentration Moon toppa snilldina með létt/snargeggjuðum innskotum.

Zappa er þess virði að hlusta á þótt ykkur finnist hann ömurlegur.

Takk

PS- ef þið fílið þessa plötu kíkið á seinni verk hans m.a.Hot Rats.