Keane - Under The Iron Sea > Góð plata! Keane – Under The Iron Sea

Þessi hljómsveit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og loksins komu þeir með nýja plötu en hún heitir Under The Iron Sea. Hljómsveitin Keane var stofnuð fyrir sirkað tveim áratugum en gerði aldrei neina stóra hluti fyrr en árið 1999 þegar þeir fóru til stórborgarinnar London. Þeir hafa aðeins gefið út 2 plötur en smáskífurnar eru fleiri og þar get ég nefnt: Is This The Last Time, Everybody's Changing, Somewhere Only We Know en þetta er allt af fyrstu plötunni þeirra, Hopes And Fears.


En þessi nýja plata er aðeins rólegri en fyrsta platan en samt mjög góð. Þegar ég sagði aðeins þá meina ég aðeins því þetta er mjög góð “pepp öp” plata. Maður kemst í svo góðann fíling þegar maður er búinn að hlusta á nokkur lög af plötunni. Lögin er svo grípandi og eftir nokkur skipti þá ertu farinn að raula með lögunum.

Ég byrjaði til dæmis að skrifa þessa “grein” klukkan 02:00 og var helvíti þreyttur. Núna þegar ég er búinn að hlusta á 6 lög, þá langar mig bara út að skokka.

Tónlistin þeirra er mjög vönduð og ekki eyðileggur það að þeir eru mjög góðir að spila á sín hljóðfæri og röddin í söngvaranum er rosalega góð. Hann hefur ekki útlitið (eins og flestir bretar) en röddin mundi bræða hvaða kellingu sem er!

Keane hefur ekki verið að drukkna úr athygli síðustu ár en núna eru þeir komnir til að vera. Sum lögin af plötunni gætu þess vegna verið “brúðkaupslög” eða “vangalög” svona ýkt róleg en samt er þetta ekki einhver ástarlög þar sem annaðhvert orð er “I love you baby girl”

Önnur lög eru mjög fjörug, flott og grípandi og nokkur lög eigið þið oft eftir að heyra í sjónvarpinu (auglýsingum), skemmtistöðum eða wannabe hljómsveit að copy-a lagið eins og lagið Is It Any Wonder, sem er líka strax í dag orðið mjög þekkt og vinsælt.

Mín uppáhalds lög af plötunni Under The Iron Sea eru…

- Is It Any Wonder?

- Nothing In My Way

- Hamburg Song

- Crystal Ball

Þetta eru bara fjögur lög en eftir að hafa hlustað á plötuna núna tvisvar sinnum yfir þá finn ég ekkert lag sem mér líkar ekki við. Þetta er bara einhvernvegin með Keane að annaðhvort ertu að fíla þá í tætlur eða þá að þú “hatir” þá.

Mjög góð plata og með þessu áframhaldi verður þetta mjög vinsæl hljómsveit útum allan heim!

Þessi plata fær fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum hjá mér…