Pink Floyd: The story. Já ég ætla að tilkynna að þetta er mín fyrsta grein og gæti þessvegna verið pínu óskipulögð en ég bið um bara jákvæð skítköst. Takk fyrir.
Og ætla líka að benda á að ég stikla frekar á stóru.

Hljómsveitin Pink Floyd hefur verið ein áhrifamesta hljómsveit allra tíma og var ein af stofnendum proggsins svokallaðs (proggressive rock/ tilraunakennt rokk)

Hún á upptök sín í Cambridge, Englandi árið 1965
og skipaði þeim Syd Barrett, (Roger Keith Barrett)(fæddur 1946 2. janúar í Cambridge, gítar og söngur) Roger Waters, (fæddur 1944 9. september í Cambridge, bassi og söngur) Rick Wright, (fæddur 1945 28. júlí í London, hljómborð) og Nick Mason (fæddur 1945 27. janúar í Birmingham, trommur)
Upptök nafnsins koma frá tveimur blúsurum sem Barrett benti á. Það voru þeir Pinkey Anderson og Floyd Concuil. Þar kom nafnið Pink Floyd.

Seinna árið 1966 gáfu þeir út smáskífu sem innihélt lögin See Emily Play ogArnold Layne sem gefur dæmi um skrýtna texta Barretts en lagið er um mann sem hefur það áhugamál að stela kvennundirfötum af snúrum.

En árið 1967 gáfu þeir út sína fyrstu breiðskífu, The piper at the gates of dawn. Sú plata var nokkuð góð og inni hélt vinsæl dægurlög
og innihélt líka See Emily play smáskífuna sem var þá B hliðin.

Nú var kominn sá tími að Syd var farinn að missa vitið. Hann neitaði að spilaði á tónleikum og byrjaði oft á allt öðru lagi. Stundum stóð hann bara stjarfur á sviðinu. Þetta var liðsmönnum Pink Floyd til mikils ama en vildu samt ekki alveg reka hann.

Árið 1968 kom gítarleikarinn David Gilmour fram á sviðið frá Cambridge. Hann var einnig gamall vinur Syd's en þeir voru skólafélagar í listaháskólanum. Þeir fengu David til að vera með þeim ttil að styrkja gítarleik og tónleika hljómsveitarinnar en syd gæti enn samið og hjálpað með plötur. Skemmtilegt að minnast á að David kenndi Syd margt sem hann kunni á gítar og var hann sjálfur stórgóður gítarleikari.

Nú gekk það bara ekki að hafa Syd þar sem hann var orðinn alvarlega truflaður. Svo liðsmenn Pink Floyd ákváðu að reyna að útiloka Syd. Þeir gerðu það smám saman og á endanum var hann úr sögunni. Sjálfur reyndi Syd við sólóferil sem var ekki langlífur. Hann býr nú í íbúð móður sinnar eða systur (man ekki hvort) og lifir þar í rósemd frá aðdáendum og öllu því.

Þeir gáfu út plötur svo eins og Uma Guma (sem þýðir eiginlega samfarir) og aðrar plötur sem voru svosem fínar en ekkert svakalegar.

En árið 1973 gerðist undrið. Stórverkið Dark Side Of The Moon Kom út. Með þá David syngjandi líka eins og engil og var fullgildur meðlimur hljómsveitarinnar. Þessi plata er talin eitt mesta stórverk rokksögunar og sat á topp hundrað í Bandaríkjunum ekki minna en 14 ár! Það mætti segja að hvert einasta lag þessarar plötu var klassík og líklega þekkja flestir lög á borð við money og time. Þessi plata gerði þá heimsfræga út um allan heim.

Svo kom næst ´önnur stór plata, Wish you where here sem má segja að sé líka stór hluti proggsins eins og Dark Side Of The Moon. Hún innihélt klassík eins og stórverkið Shine on you Craxy diamond og Wish you where here. Plata þessi var aðallega tileinkuð Syd Barrett eins og má heyra í Shine on you Crazy diamond.

Remember when we were young,
You shine like the sun..
Shiiine on you craaazy diamond.

Næst kom enn eitt s´tórverkið en það var Animals.
Hún var þá að mestu um dýr. Innihélt hún lög eins og Sheep. Ég hef ekkert meira að segja um þessa plötu.

Nú var komið að því stórverki sem kallast The Wall. Oft er sagt að þetta sé stærsta plata þeirra en það er bara smekksmál.
Var þetta rokkópera sem seinna var gerð mynd eftir. Aðal boðskapurinn átti að vera hvað heimurinn væri skiptur og lokað af alla öðruvísi hópa eins og samkynhneigða og fólk annarar trúar.
En hún hélt líka marga stórsmelli eins og another brick in the wall og confortambly numb.

Þá var komið að því að málin tóku að flækjast. En áður en hlutir fóru úr böndunum kom platan Final Cut sem var einhverskonar framhald af the wall og var eginlega bara sólóplata Rogers

En nú var komið upp ósætti milli David og Rogers.
Svo að bandið splundraðist eða Roger hætti.

Hinir héldu þó aðeins áfram og kom út platan The Division Bell sem lenti í fyrsta sæti í Bretlandi. En þá fór Roger í mál við hina úr pink Floyd og sagði að Pink Floyd væri hætt og það væri bara búið. Man ekki hvernig málið endaði en Pink Floyd hætti alveg. En Roger og David gáfu út sólóplötur.

Þannig endaði Pink Floyd en eins og fólk hefur heyrt hefur Roger lagast og maður veit aldrei í hverju framtíðin fellst í.
Postartica check it!