1. Take A Bow
þetta lag er ágætis ræma, þetta er einhvern veginn ekta muse og eins og þeim er best að fara með lögin. Effectanir eru frábærir í því, þetta lag er einhvern veginn rafmagnslag, það eru flottir synthar í því, svipaður taktur og er í laginu ‘Bliss’ sem var á annarri breiðskífu muse (Origin Of Symmetry), enn lagið fær 7/5 í einkun hjá mér.

2. Starlight
'Starlight' er annað lagið og disknum, þetta er voðalega einfalt lag veit ekki hvernig maður ætti að lýsa svona lagi eins og ‘Starlight’ það er lag sem maður gæti haft á heilanum í langan tíma, byrjunin er flott, þetta er svolítið í muse stílnum. Það byrjar með flottum hljómborðstakti sem passar vel inn í lagið, enn lagið fær 9/5 í einkun hjá mér.

3. Supermassive Black Hole
Hehe mér brá gríðalega þegar ég heyrði þetta lag, hélt að ég hafi náð í vitlaust lag, enn nei nei þetta voru þeir félagar í muse í allt öðrum stíl enda voru þeir búnir að segja það að þetta lag yrði öðruvísi en önnur verk sem þeir hafa gert, þetta lag fær mann til að dansa, söngurinn er frábær, Matthew syngur voðalega skríngilega hann beitir röddinni sinni voðalega vel í þessu lagi textinn er furðulega og myndbandið er líka svolítið skondið, hann gæti verið að syngja í kvennakór. Lagið er þrátt fyrir það mjög gott og það fær 9/7 í einkun hjá mér.

4. Map Of The Problematique
Þetta er alveg endalaust gott lag, elska synthan í því, og gítarinn passar svo vel inn í, þetta er alveg ekta muse stíll, ég get bara ekki lýst því meira en frábært lag og vel effectað og lagið fer beint á topp10 hjá mér og í einkun fær það 10/10.

5. A Soldier's Poem
Þetta lag er furðulegt lag, svolítill muse stíll og gæti verið smá jazz í því enda mikill jazz í tromunum, þeir eru miklir jazz áðdáendur, en ég er ekki alveg hrifinn af þessu lagi, kannski þarf maður að venjast því almennilega þannig að það ég ætla að gefa því 6/5

6. Invincible
Þetta lag er skondið, það byrjar eins og her trommuleikur og gítarinn er flottur í byrjun líka, það byrjar rólega, svo í endinn fer það hærra og hærra, söngurinn passar ágætlega inn í og lagið er svona bæði og maður þarf að venjast því eins og önnur lög á disknum ég ætla að gefa því 7/8 í einkun.

7. Assassin
Þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði í live útgáfu, þetta er gríðalega flott lag og trommarinn Dominic Howar fílar sig gríðalega inn í þetta lag heyrist mér enda magnað, gæti minnt mann svolítið á ‘stockholm syndrome’ sem kom út árið 2003 á þriðju plötu muse ‘Absolution’, lagið er mjög líkt muse og maður myndi greinilega þekkja það í útvarpi að þetta væri eitthvað nýtt frá muse (enda röddinn þekkjanleg) lagið fær 10/10 í einkun fyrir frábæran muse stíl og vel rokkað lag.

8. Exo-Politics
Þetta er líka eitt af þeim fyrstu sem ég heyrðu af plötunni semsagt í live útgáfu, þetta er mjög flott lag og er líka mikið rokkað og mikill muse stíll í því, trommarinn lætur mikið á sér bera í þessu lagi eins og í ‘Assassin’, söngurinn passar greinilega vel inn í enda flottur texti lagið fær 9/7 í einkun

9. City Of Delusion
Þetta lag byrjar rólega með kassagítari og söngurinn kemur strax, svo fer það að vera rokkað, svo þegar fer að líða á lagið þá kemur flottur trombet sem passar mjög vel inn í lagið. Þetta er einhvern veginn strengja lag eða svona araba (hehe) veit ekki hvernig ég ætti að lýsa því sem tegund, mjög flott og það fær alveg 9/6 í einkun.

10. Hoodoo
Þetta er skondið lag, byrjar eins og kúreka lag og það heillar mig svolítið, svolítið ólíkt muse, enn það verður rokkað meira og meira eins og öll önnur lög með muse, flott fiðla eiginlega í endinn sem kemur þarna og passar gríðalega vel inn í. Ég ætla að gefa því 8/5 í einkun.

11. Knights Of Cydonia
Þetta er síðasta lagið á disknum og það byrjar rosalega vel, það byrjar með hestum að hlaupa og geimbyssu að skjóta, þetta er svolítið stríðslag mjög flott.
Söngurinn kemur ekki alveg strax, lagið er mjög fjörugt og söngurinn alveg magnaður inn í, þetta er svolítið kúreka lag eins og eitt annað lag á disknum, flottur endir á góðum disk þetta lag fær 9/9 í einkun.

Þessi diskur er frábær sem allir muse aðdáendur ættu að fíla. Muse hafa svolítið breytt stílnum sínum eins og má heyra í þessum disk og það hefur heppnast vel.

Diskurinn kemur út 3 Júlí á þessu ári, enn hann lak út á netið fyrir nokkrum dögum, þess vegna er ég að skrifa grein hérna um hann.

Í heilt fær diskurinn 10.

Meiri upplýsingar eru fáanlegar:
http://www.microcuts.net/
http://muse.mu/
http://en.wikipedia.org/wiki/Black_Holes_and_Revelations