Maus – Lof mér að falla að þínu eyra Maus – Lof mér að falla að þínu eyra
Þetta er eins og eiturlyf þú skilur.
4,5

Já ég sendi inn grein hérna einhvertímann um plötuna Í þessu sekúndubrot sem ég flýtt enn núna ætla ég að skrifa um plötuna Lof mér að falla að þínu eyra.

Platan inniheldur mjög mörg góð lög og má þar nefna síðasta ástin fyrir pólskiptin, 90. Kr perla, Poppaldin, Égímeilaþig, Ungfrú orðadrepir, Kristalnótt og Hreistur og Slím, Ryðgaður Ryðgaður Geymgengill svo eitthvað sé nefnt þó það sé ekkert slakt lag á plötunni sem er 10 laga. Þú heyrir kannski strax þegar þú hlustar á plötuna í fyrsta skipti í Rodger O'Donnell hljómborðaleikara Cure sem er heyiðursgestur plötunnar og spilar með þeim í nokkrum lögum á henni. Lena Viderö syngur líka í einu lagi á plötunni. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í öðru og Hróðbjartur róbert í því þriðja.


Textarnir á plötunni eins og á öllum plötum maus eru frábærir það vantar ekki uppá hugmyndaflugið þegar þeir eru samdir og í því tilviki má nefna lagið Síðasta Ástin Fyrir Pólskiptin sem ég held rosalega mikið uppá “hey farðu aftur heim með brostið hjarta og brotna standpínu” eins og Biggi heyrist vera að syngja. Ég man eftir því fyrir svona tveimur mánuðum eða svo þá dreymdi mig þetta lag eða Maus vera spila það á bakkanum í sundlauginni í Laugardalnum.


Ég hef alltaf verið mikill maus maður enn þegar ég heyrði í þessari plötu þá bara fór álitið mitt á þessari sveit úr svona 50% ef við getum kallað það í svona 500%. Hvað sem það er við þessa plötu þá er hún í einu orði sagt frábær. Ég sem maus fan ætla segja ykkur að ég þoldi maus einu sinni ekki og fannst Biggi ömurlegur söngvari enn nú í dag myndi ég bara hrista höfuðið ef einhver myndi reyna fá mig til að fá sömu afstöðu á maus og bigga eins og ég hafði fyrir nokkrum árum.



Enn að lokum: Frábær plata, mangaðir textar, svöl lög og hvað eina. 4,5 á línuna og ég er mjög sáttur eins og ávalt þegar Mausararnir eru að verki.

Takk fyrir mig og vonandi höfði gaman af þessari lesningu.
www.bit.ly/1ehIm17