Rolling Stones Verkefni EF ÞETTA ER JÚLIA KENNARI ÞÁ SETTI ÉG ÞETTA INN ÞANNIG ÉG STAL VERKEFNINU EKKI HÉÐAN ÉG SENDI ÞAÐ HINGAÐ INN

The Rolling Stones er bresk hljómsveit sem var stofnuð á sjötta áratugnum, hún varð fljótt fræg og varð næstfrægasta hljómsveit Breta á eftir Bítlunum.
Rolling Stones byrjuðu feril sinn á því að spila cover lög eftir listamenn eins og Chuck Berry en byrjuðu svo að semja sjálfir fljótt eftir að þeir byrjuðu að spila.
Þeir hafa oft verið bornir saman við Bítlana og þá er alltaf talað um hvað Bítlarnir séu fágaðir úr ríkum fjölskyldum og Rolling Stones ruddar úr fátækrahverfunum, en í raun voru það Bítlarnir sem voru úr fátækrahverfunum og Rolling Stones voru allir frá ríkum fjölskyldum og vel menntaðir. Mick Jagger er til dæmis með menntun í Hagfræði úr einum virtasta Hagfræði skóla Bretlands.
Núverandi meðlimir hljómsveitarinnar eru:
Mick Jagger sem syngur og spilar á gítar,
Keith Richards gítar og söngur,
Charlie Watts trommur,
Og Ron Wood gítar.


Upphaf Rolling Stones 1961-1967

Upprunalegu stofnendur og meðlimir The Rolling Stones voru Mick Jagger, Keith Richards sem voru gamlir bekkjarbræður, og Brian Jones, Þeir þrír voru stofnendur Rolling Stones en þegar þeir voru að byrja að spila bættust við píanóleikarinn Ian Stewart, Trommarinn Charlie Watts og Bassaleikarinn Dick Tailor. Hljómsveitin var skýrð Rolling stones í höfuðið á lagi eftir Muddy Water, og talið er að tvær aðrar hljómsveitir hafi kallað sig Rolling Stones áður en hún var stofnuð.

Fyrsta plata Stones var gefin út í apríl árið 1964 og hét The Rolling Stones (England's Newest Hitmakers),

Dóp og Dauði 1967-1971

Á þessu tímabili var hljómsveitin farin að fikta með eiturlyf og fannst cannabis heima hjá Keith árið 1967 og var hann kærður fyrir að leyfa cannabis neyslu á heimili sínu, og Jagger var kærður fyrir eign á Amfetamíni án lyfseðils. Keith var dæmdur í eins árs fangelsi en Jagger 4 mánuði, þeim var báðum sleppt gegn tryggingu.
Jones átti líka í vandræðum með dópið en það hafði gert hann mjög óáreiðanlegan og var hann látinn hætta í maí árið 1969, í staðinn fyrir hann kom ungur jazz leikari sem hét Mick Taylor. Aðeins tveimur mánuðum eftir að Jones hafði verið látinn fara fannst hann dáinn í sundlaug á heimili sínu, það er ennþá ráðgáta um hvernig hann dó en drukknun er þó líklegust.

Stuttu eftir dauða jones gáfu þeir út plötuna “let it bleed” og fóru svo á tónleikaferðalag til að kynna plötuna og ætluðu þeir endurgera Woodstock, en það fór allt til fjandans vegna lélegrar skipulagningar og öryggis sem klíkan Hells Angels sá um. Það voru uppþot á tónleikunum milli aðdáenda og gæslumanna, þar var ungur svartur maður sem var stunginn og laminn til dauða af öryggisvörðum, og var sagt að stones hafi verið að spila lagið “Sympathy For The Devil” á meðan hann var drepinn en það var lygi en í raun var það lagið “Under My Thumb”.
Þrátt fyrir allt stressið sem fylgdi þessu tímabili gáfu þeir út sum af þeirra þekktustu lögum þá eins og “Street Fighting Man” og “ Sympathy For The Devil” .

Morðið og dauði Jones hafði mikil áhrif á Keith Richards og jókst heróín neysla hans mjög eftir þetta og reyndi hann oft að fara í meðferð en fór alltaf í dópið aftur, hann meira að segja sofnaði eitt sinn á sviði á tónleikum árið 1976.

1972-1981

Á þessum árum var ekki mikið að gera hjá þeim til að byrja með þar sem Richard var í mjög slæmu ástandi vegna dópneyslu og svo var Jagger að gifta sig, þannig að samskipti Richards og Jaggers minnkuðu. En þeir hættu nú samt ekki að gefa út efni og gáfu út heilar 10 plötur og eina heimildar mynd sem bar nafnið “Cocksucker Blues” en hún var aldrei formlega gefin út.
Árið 1978 gáfu þeir svo út plötuna Some Girls sem var ein af fáum vel heppnuðum plötum í nokkur ár, og lögðu Jagger og Richard mikið í gerð hennar. Þar á eftir fylgdu plöturnar Emotional Rescue(1980) og Tattoo You(1981), þessar plötur voru að mestu settar saman úr ónotuðum lögum sem þeir áttu til en einnig voru þar lögin “Waiting on a Friend” og “Start me up” sem sýndu fram á að Richards var ekki alveg búinn að vera ennþá og voru mjög vinsæl.

1981-2006

Það var ekkert sem stóð upp úr á árunum 1980-2000, þeir héldu áfram að spila og gefa út plötur með reglulegu millibili, gáfu út einar 13 plötur sem urðu allar vinsælar og voru þessi ár svona frekar róleg.
Svo árið 2002 gáfu þeir út Safn plötuna Forty Licks Greatest Hits sem innihélt öll vinsælustu lög þeirra. Sama ár voru þeir í blaðinu Q sem ein að 50 hljómsveitum sem var sagt að allir þyrftu að sjá “Live” á ævi sinni.

Á ferli sínum hafa Rolling Stones gefið út 41 plötur og yfir 50 smáskífur spilað á tugum tónleika og eru þeir enn að í dag, er á tónleika ferðalagi núna sem hófst í ágúst 2005 og lýkur núna í ágúst á þessu ári.

verkefni í samfélagsfræði 9bekk