Placebo tónleikar Eftir að ég heyrði lagið My Sweet Prince af plötunni Without I´m nothing hefur Placebo verið ein af mínum uppáhaldshljómsveitum. Þegar þeir voru að túra Evrópu ákvað cosmogellan ég bara að skella mér. Næsta gigg sem ekki var uppselt á var í Osló þannig að ég pakkaði niður kraftgallanum og skellti mér til Norge.


Í þessari svaðilför sannaðist það, að þú ert það sem þú þykist vera. Ég mætti á staðinn með rosa mikinn varalit, þóttist vera merkileg, fór fram fyrir röðina (ýkt kúl), og fékk næstum því að fara upp á svið að taka myndir af stjörnunum mínum. Jei. Eftir tónleikana vafraði ég svo baksvið (örugg og ákveðin) þótt ég hafi ekki landað formlegu viðtali og drakk bjór í boði bandsins. Mér fannst ég ýkt hipp flipp og kúl gella þangað til þeir sáu myndavélina og hentu mér út!! Þeir buðu mér þó í eftirpartý sem þeir mættu náttúrulega ekkert í. Hmpf.

Tónleikarnir sjálfir. Á heimasíðu Placebo kemur fram hvaða lög þeir taka á þessari reisu og My Sweet Prince var ekki á listanum þannig að ég beið ekkert eftir því með öndina í hálsinum. Þess í stað naut ég hinna laganna þeim meira þegar þeir byrjuðu á Slave To The Wage og tóku svo Black-Eyed en í fyrstu fimm lögunum virkuðu þeir heldur þreyttir og búnir á því. Þeir settu ekkert sérstakt púður í lögin og fannst mér eins og ég væri að hlusta á diskinn í voða góðum græjum og skokkaði á barinn og fékk mér drykk. Þá byrjar lagið mitt (My Sweet Prince) og ég rýk í þvöguna og verð aðdáandi númer eitt á ný.

Allir….bókstaflega allir sungu með og þarna byrjuðu tónleikarnir af alvöru. Þetta var geeeðveikt. Á eftir þessari snilld tóku þeir Special K sem er líka ógeðslega flott og svo voru það bara eintómir hittarar sem fylgdu í kjölfarið. Ég kolféll fyrir Steve (Hewitt) sem er kynþokkafyllsti bassaleikari í heimi (sjá mynd). Hann söng með Brian (Molko) í Without You Im Nothing og gerði það drulluvel, kannski betur en Bowie meira að segja. Synd að hann skyldi vera hommi.

Eftir massíft uppklapp spiluðu þeir Taste in Men af nýju plötunni (Black Market Music), Nancy Boy af fyrstu plötunni sem ber nafn hljómsveitarinnar og svo var síðasta lagið Pure Morning af Without You Im Nothing (Æ munið þið…. a friend in need´s a friend indeed. A friend with weed is better). Krakkarnir í kringum mig bókstaflega trylltust þegar það byrjaði og húsið ætlaði að rifna. Vá, hvað var gaman!!

Hápunktarnir mínir á þessum súrrealísku tónleikum Placebo í Osló voru þegar þeir spiluðu My Sweet Prince (því það var svo óvænt), Special K og Without You Im Nothing (mmmm Steeeve) og þegar Brian kynnti lagið Narcoleptic.. “This one is for Elisabeth!” því deitið mitt (sem mig minnir að heiti Kyrre) hélt að það væri ég..auðvitað var ég ekkert að leiðrétta það. Þú ert nefnilega það sem þú þykist!!