Föstudaginn 28. apríl 2006 spilar hljómsveitin Ghost Mice frá Indiana í Bandaríkjunum tvenna tónleika á Íslandi. Hljómsveitin spilar órafmagnað þjóðlagapönk. Þegar þau spila á tónleikum spila þau alveg órafmagnað, án magnara og hljóðnema. Hljómsveitin samanstendur af tveimur manneskjum, Chris Clavin sem spilar á gítar og syngur og Hannah Jones sem spilar á fiðlu og syngur. Fólk sem hefur gaman af hljómsveitum á borð við Defiance, Ohio og Against Me! (eldra efnið) ætti að hafa gaman að þessu. Meðlimir hljómsveitarinnar voru áður í hljómsveitunum Operation: Cliff Clavin, The Devil Is Electric, The Sissies og Disarm.

17:00 12 Tónar
Frítt inn
+ Þórir ( http://www.myspace.com/mysummerasasalvationsoldier )

20:00 Kaffi Hljómalind
500 kr inn
+ The Deathmetal Supersquad ( http://myspace.com/thedeathmetalsupersquad )
+ The Foghorns ( http://www.myspace.com/thefoghorns )

Hljóðdæmi
Hang on kids
Boy meets girl
The Good Life