Reggí tónlist Reggí, raggí, reggei, raggei h, [g-/gj-] (e. reggae) (T) tónlistarstefna með rætur í rokki og tónlist frá Jamaica, upprunnin þar á meðaldjamaiskra innflytjenda á Englandi. Kraftmikil rafmögnuð tónlist, með léttri áherslu á fyrsta slag af fjórum (í takti), gagnstætt rokki. Önnur nöfn á reggí og þróunarstigum þess: “blue beat”, “ska”, “rock steady”. - Nátengd reggítónlist eru svonefnd rasta-trúarbrögð (Ras Tafari: Hailie Selassie keisari); í textunum reggílaga er oft lögð áhersla á réttindabaráttu blökkufólks og viðhorf hallkvæm íbúum þriðja heimsins, auðhyggja vesturlanda (Babýlon) tekin á beinið. – Reggítónlist verður vinsæl á vesturlöndum á síðari hluta áttunda áratugar og hefur haft drjúg áhrif á aðra rokktónlist, einkum –> nýbylgju og kallast þá stundum rokkreggí. Meðal flytjenda: Bob Marley and the Wailers, Toots and the Maytals; (rokkreggí) Police, Ruts.

Tekið upp úr bókinni “Orðabók um Slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál”
——
“Prince Buster eða Cecil Bustamente Campbell (f. 28. maí 1938) er tónlistarmaður frá Jamaíka og talinn með upphafsmönnum ska- og rocksteady-tónlistar. Hann hóf feril sinn sem plötusnúður með því að reka hljóðkerfi (n-k ferðadiskótek) í Kingston fyrir Coxsone Dodd og þróaði þar sína eigin útgáfu af bandarískri rytmablús-tónlist.

1960 framleiddi hann plötu fyrir Folkes Brothers (mento-hljómsveit) undir gælunafninu Prince Buster. Platan sló í gegn og brátt fór Prince Buster að framleiða lög bæði eftir sjálfan sig og aðra og lagði megináherslu á ska. Frá 1963 átti hann margar metsöluplötur á Jamaíka. Á sama tíma fór hann í tónleikaferðir um Bretland og varð fyrstur tónlistarmanna frá Jamaíku til að eiga smáskífu á metsölulista þar (smáskífan Al Capone).

Á 8. áratugnum vann hann fyrst og fremst við að framleiða efni eftir aðra tónlistarmenn. Reggí hafði þá tekið við af ska-tónlist sem vinsælasta tónlistarstefnan á Jamaíka og Prince Buster lét meðal annars aukahlutverk í kvikmyndinni The Harder They Come, sem átti þátt í að koma reggítónlist á kortið um allan heim. Undir lok áratugarins var hann kominn í alvarleg fjárhagsvandræði vegna misheppnaðra viðskiptaævintýra, en bjargaðist þegar önnur bylgja ska-tónlistar gekk yfir í Bretlandi, með hljómsveitum eins og Madness og The Specials, auk pönkhljómsveita eins og The Clash, sem áttu til að taka upp gömul lög eftir Prince Buster.”

Tekið af www.wikipedia.org
——
Hulduhljómsveitin Hjálmar var stofnuð árið 2004 í Keflavík og spilar reggítónlist með íslensku yfirbragði. Hún hefur sent frá sér tvær breiðskífur. Þegar unnið var að fyrri breiðskífunni var hún skipuð þeim Þorsteini Einarssyni,Guðmundi Kristni Jónssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Petter Winnberg og Sigurði Halldóri Guðmundssyni. Þegar kom að því að taka upp aðra breiðskífu sveitarinnar höfðu orðið nokkrar mannabreytingar. Svíarnir Nils Olof Törnqvist og Mikael Svensson hafa nú gengið til liðs við sveitina en Kristinn Snær Agnarsson virðist hafa kvatt sveitina í bili.
Þeirra fyrsta plata, Hljóðlega af stað var tekin upp í Geimsteini, en hún vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 sem besta rokkplata ársins.
Önnur plata sveitarinnar, Hjálmar, var hljóðrituð í félagsheimilinu á Flúðum dagana 15. til 19. ágúst 2005.

Einnig er þetta tekið af www.wikipedia.org