Saga

Hljómsveitin Against Me! frá bænum Gainesville í Floridafylki Bandríkja Norður Ameríku byrjaði árið 1997 með því að drengur að nafni Tom Gabel byrjaði að spila tónlist. Hann spilaði þá einn og hann spilaði órafmagnað þjóðlagapönk. Stöku sinnum fékk hann bassaleikara og trommara til að spila með sér á tónleikum.

Þá spiluðu með honum þeir Dustin Fridkin bassaleikari og Kevin Mahon trommari. Einnig fékk hann þá til að taka upp með sér fyrstu alvöru útgáfa hans. Það var sjö tommu platan Crime As Forgiven by sem kom út árið 2001 undir merkjum Plan-It-X Records. Sama ár kom einnig út EP plata sem var alveg órafmögnuð, kassagítar og bassi. Platan kom út undir hinu einstaklega frumlega heiti The Acoustic EP. Á henni voru lög sem áttu eftir að koma á Reinventing Axl Rose.

Dustin og Kevin hættu svo að spila með honum og hann fékk með sér Warren Oakes trommara og Andrew Seward bassaleikara. Einnig nýjan gítarleikara, James Bowman.

Fyrsta stóra útgáfa hljómsveitarinnar var Reinventing Axl Rose árið 2002. Platan var gefin út af No Idea Records. Sú plata hljómsveitarinnar var allt öðruvísi en allt hitt sem þeir höfðu gefið út, tónlistin var orðin talsvert pönkaðari og rafmagnsgítarinn gerði sitt. Þrátt fyrir rafmagnsgítarinn þá var ennþá kassagítarinn mikilvægur hluti laganna, það má jafnvel heyra írskan þjóðlagastíl í einhverjum laganna. Eftir Axl Rose gáfu þeir út þriggja laga smáskífuna The Disco Before Breakdown, einnig hjá No Idea Records.

Önnur stóra plata Against Me! var platan As the Eternal Cowboy árið 2003. Í þetta skiptið var það ekki No Idea sem gaf þá út, heldur Fat Wreck Chords sem bassaleikari og söngvari hljómsveitarinnar NOFX stofnaði. The Eternal Cowboy þótti talsvert frábrugðin öðru efni hljómsveitarinnar, talsvert rokkaðara. Á þessu tímabili urðu margir aðdáendur hljómsveitarinnar æfir yfir því að hljómsveitin færi yfir á þetta stóra plötuútgáfu. Fólk vildi einnig meina að þeir væru að snúast gegn fyrri viðmóti, GÞS (DIY) og andkapitalismi.

Þetta varð til þess að hljómsveitin tók það sem sérstakt málefni á næstu útgáfu sinni, í þetta skiptið DVD diskurinn We’re Never Going Home. Diskurinn inniheldur heimildamynd og tónleikaupptökur frá tónleikaferð þeirra. Í heimildarmyndinni má sjá það að hljómsveitinni er boðið plötusamninga upp á milljónir Bandaríkjadali sem þeir hafna.

Hljómsveitin tók upp disk með prufuupptökum á milli þessara útgáfna. Það gerðist svo óheppilega að þeim lak á netið þegar disknum var stolið af meðlim hljómsveitarinnar á tónleikum með hljómsveitinni Lucero. En lögin Miami, Holy Shit, Problems, How Low og Joy af nýjustu útgáfu þeirra voru upprunalega á þessum prufudisk. Hljómsveitin notaði einmitt þau nöfn sem þjófurinn gaf lögunum þegar hann lak þeim á netið.

Nýjasta útgáfa sveitarinnar, Searching For A Former Clarity kom út í september 2005. Platan komst í 114. sæti Billboard listans. Þeir gerðu mynband við lagið Don’t Lose Touch sem var meðal annars spilað á MTV.

Í desember 2005 skrifaði hljómsveitin undir samning við Sire Records, sem hefur gefið út hljómsveitir á borð við HIM, The Distillers og Echo and the bunnymen. Margir aðdáendur urðu reiðir við hljómsveitina, sem kenndi sig upprunalega við anarkisma. Næsta plata hljómsveitarinnar kemur út árið 2007 á Sire Records.


Útgáfur

Í fullri lengd
2002 - Reinventing Axl Rose, No Idea Records
2003 - The Eternal Cowboy, Fat Wreck Chords
2005 - Searching For Former Clarity

Demó:
1997 – Against Me! / Tom’s demo
1998 – Vivida Vis!

EP plötur:
2000 – Against Me! EP, Crasshole
2001 – Crime As Forgiven By Against Me! 7", Plan-It-X Records
2001 – The Acoustic EP, Sabot Prod
uctions
2002 – The Disco Before The Breakdown, No Idea Records

Smáskífur:
2004 - Cavalier Eternal 7“, No Idea Records
2005 – Sink, Florida, Sink 7”, No Idea Records
2005 – Don’t Lose Touch 12", Fat Wreck Chords

DVD diskar:
2004 – We’re Never Going Home, Fat Wreck Chords



Tóndæmi (af síðu hljómsveitarinnar og útgáfunnar)

Don't lose touch - af Searching For A Former Clarity
Problems- af Searching For A Former Clarity
Cliche Guevara - af The Eternal Cowboy
Pints of Guinness Makes You Strong - af Reinventing Axl Rose


Takk fyrir, stelið þessu ef þið viljið.