Daginn gott fólk nær og fjær. Langar á þessum annarlega sunnudegi að kafa djúpt í undirmeðvitund mína og renna yfir þær plötur í mínum uppáhalds kafla í Rokksögunni sem glætt hefur líf mitt tilgang & vizku, skemmtun & glundroða!!! Ég er að tala um þann kafla er kenndur er við The Psychedelic Sixties. Þær tíu plötur sem í gegnum tíðinna hafa haft ómæld áhrif á tónlistarlegavitsmunni mína sem og aðra! Í engri sérstakri röð kynni ég ….

Love - Forever Changes ~1967~
Þeir sem ekki hafa nælt sér í þetta meistarastykki þurfa að gera það í snatri. Hér er meistari Arthur Lee að kokka eitthvert mikilfenglegasta albúm allra tíma, 23 ára gamall en sá tónlistarlegur þröskuldur sem strákur hefur náð er í hæsta standart Mozart, Grieg, Wilson, Lennnon/McCartney jafnvel Bacharach. Skuggalegar ljóðalínur blandast klassík, Rock'N'Rolli, Jazz & “Psychedelic”
tónsmíðum sem ná 90.000 fetum! Tortryggni, Dauði, Paranoia, flashbacks og gaman gaman gera plötuna að verki sem hlustað verður a.m.k einu sinni á mannsævi! Absalút worth listening!!!! Alone Again Or, Red Telephone & Old Man vert hlustunar!!!


The Beatles - Revolver ~1966~
Tomorrow Never Knows segir allt sem segja má um þessa byltingakenndu skífu! Revolver er og mun vera sú plata sem hefur (kannski fyrir utan Dylan's Highway 61 Revisited) haft þessi gigantic áhrif á þróun Rokk-Popp -sins! Tvennt sem öðru fremur staðfestir það. Í fyrsta lagi sá suðupottur sem þeir voru staddir á þessum tímum. í öðru lagi að þeir hættu að “túra”. Fíkniefnaneysla þeirra í góðu eða illu leiddi að sér áður óþekkt hugarafkvæmi, en fyrst og fremst tónlistarleg geta, framúrstefna, forvitni, tilraunir, free spirit og metnaður að vera öðrum fremri. Plata sem á engan sinn líka! Einnig platan sem Harrison fer fyrst í alvöru að láta að sér kveða. Öll platan skal hlustuð í heild!

The Kinks - The Village Green Preservation Society ~1968~
Þessi plata kom sem stormsveipur í líf mitt fyrir ca. einu ári síðan. Sýndi mér áður óþekkta hlið af þeirri hljómsveit sem fylgt mér hefur lengst af öllum. Þar sem faðir minn hefur lengi verið Kings-ari þá var það Really Got Me & Waterloo Sunset sem náðu eyrum mínum snemma á lífsleiðinni. Plata þessi var á sýnum tíma stökk Kingsara í framúrstefnulega átt. Þurrkaðir út af öðrum samtímamönnum hlaut þessi plata ekki æru fyrr en Remastered platan kom út fyrir 2-3 árum. Hér fer Ray Davies & félagar með okkur aftur í aldir, skemmtilegar lýsingar og oft súreallískar lýsingar á Enskum fyrr öldum. Ein vanmetnasta plata allra tíma. Frábærar lagasíðar og að sjálfsögðu eru menn bullandi í orðaleikjum & tónaflóðum! Plata sem fær stóran +

Pink Floyd - Piper At The Gates Of Dawn ~1967~
Er hægt að ímynda sér hvernig Pink Floyd hefði hljómað ef Syd Barrett hefði notið eilítið lengur við…líklega ekki en það má ímynda sér og er þá tilvalið að skella þessari plötu á en maðurinn var þeirra helsta laga og textaskáld fyrstu ár hljómsveitarinnar. Mikill snillingur eins og bandið sjálft er að sjálfsögðu. Hér höfum við meistaraverk sem ennþá dag í dag er klassísk í hlustun og bregður upp mynd af “sýrumenningunni” eins og hún kom fyrir sjónir!

The Beach Boys - Pet Sounds ~1966~

Meistari Wilson tekur yfir og skapar plötu sem ekki bara er samin af honum heldur stjórnar hann upptökum, spilar og raddar nánast alla plötuna! Þetta er sú sem hafði hvað mest áhrif á þá samtíðartónlist sem Bítlarnir höfðu í burðarliðunum þ.a.s Revolver og Peppers efnið. Líklega sú plata sem teygði Popular tónlist, popptónlist út að jaðrinum! God Only Knows er eitt besta lag sem nokkru sinni hefur verið gert. Ekki má gleyma samstarfsmanni Brians á þessari plötu textaskáldinu Tony Asher!

Cream - Disraeli Gears ~1967~
Önnur plata tríósins frábæra. Hér er leikið við hvern sinn fingur og Clapton, Bruce & Baker í sínu besta. Lög á borð við Sunshine Of Your Love, Strange Brew & Tales Of Brave Ulysess eru rokkperlur el-e-ganz! Clapton er guð!!!


Janis Joplin & Big Brother & The Holding Company - Cheap Thrills ~1968~
Plata sem er svo “real” og “hrá” og rokkuð að manni verður um og ó. Ein besta afurð hippatímans. Frá byrjun til enda rokkar hún í hæðum sem aðrir í dag geta einungis látið sig dreyma um.

The Jimi Hendrix Experience - Axis: Bold As Love ~1967~
tilraunaeldhússpilamennska sem sýnir þó hversu fjölhæfur Jimi Hendrix var í raun og veru! Gæti þurft að renna þessari nokkrum sinnum!

The Rolling Stones - The Satanic Majesties Request ~1967~
Er nú ekki að ganga svo langt að segja að þessi plata sé það besta sem komið hefur frá Rollingunum en steypt í tíðaranda þess tímabils þá er hún frábær, Weird, ljóðræn, symphonyísk…ég meina lög á borð við She's A Rainbow & 2000 Lights Years From Home eru gullmolar. Ekki ósvipuð Magical Mystery Tour. Bera vott um skipulag í óskipulaginu. Það var þó fyrir þeim Stones-urum að snúa í ræturnar eins og kom á daginn!

The Beatles - Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band ~1967~
Það væri náttlega foolish að sleppa þessari plötu enda að mörgu leyti
setti hún standartinn fyrir svo margt sem þessi tíðarandi setti sig fyrir. Leyftrandi sköpunargleði, tækniútfærslur…ég meina! þessi plata er bara ekki spurning! Sú plata sem setti tóninn fyrir hippakynslóðinni og ekki talandi um blómabörnin, Sumarið '67 og allt það! Allt var gefið frjálst eftir það! Lagið A Day In A Life eitt og sér gæti gerir þessa plötu bestu plötu allra tíma! Klassísku útfærslur McCartneys & Martins eru breakthrough og trommuleikur Ringos og hugvitsemi Harrisons glæða plötuna ódauðlegt líf!

…Þær eru nokkrar aðrar steyptar gulli!!…


The Byrds - Fifth Dimension ~1966~


The Grateful Dead - Anthem Of The Sun ~1968~


The Doors - The Doors ~1967~


Jefferson Airplane - Surrealistic Pillow ~1967~


http://www.123.is/BMExpress/