Það var ýjað að mér í dag að reyna setja saman lista yfir 10 miður góð lög Bítlanna. Þar sem ég er nú svarinn Bítlaaðdáandi tók ég þessu sem ögrandi verkefni og eftir endurhlustun á allflestu efni sem liggja eftir Bítlanna er listinn eitthvað á þessri leið…..

10. Rocky Raccoon
John Lennon/Paul McCartney
The White Album
Recorded 15 ágúst 1968
Hvíta albúmið hefði verið Greatest Single Plata í stað að vera double. Hefði hiklaust grýt þessu í Manfred Mann eða Swingin´Blue Jeans eða jafnvel Brimkló!

9.Komm, Gib Mir Deine Hand
(a.k.a I Want To Hold Your Hand)
John Lennon/Paul McCartney
Nicholas/Hellmer
Past Masters Volume One
Recorded 29 Janúar 1964
Ekki það að ég hafi neitt sérstaklega á móti þýskri tungu þá hefði þetta flæmt mig útaf Café Mörk í Hamburg. Bara að halda sig við gömlu góðu enskuna!

8. Don't Pass Me By
Ringo Starr
The White Album
Okei, maðurinn þurfti að sjálfsögðu sitt moment en ég held að þetta sé frekar sona Halla & Ladda grín, meina ekkert er í takt, kannski ekki skrítið enda trommarinn taktvísi in lead vocals en sem sagt eitt lagið í viðbót sem hefði mátt droppa af Hvíta albúminu, simply and clear!

7. All Together Now
John Lennon /Paul McCartney
Yellow Submarine
Þetta lag er margt í anda kvikmyndarinnar, eða réttara sagt teiknimyndarinnar og sé ekki hvar þetta lag gæti mögulega getað endað á annari plötu. Tekið upp á 5 tímum þannig að hér var aldrei neitt meistaraverk á ferðinni (Yellow Submarine myndin er þó VARÚÐlífshættulega grilluð)!

6. Dig It
John Lennon/Paul McCartney/George Harrison/Ringo Starr
Let It Be
Steikt Session í meira lagi…sorry ég bara næ þessu ekki alveg!

5. Back In The USSR
John Lennon/Paul McCartney
The White Album
Þetta er ekki gott lag, sorry þið swingerar þarna úti en þessi post-beach boys slagari gat ekki hafa hljómað vel þarna á sléttum Rishikesh.Til að bæta gráu ofan á svart sagðist þó hinn ágæti maður Mike Love í Beach Boys hafa co-writað lagið með McCartney. Það hefur aldrei fengist staðfest.Who cares?

4. Piggies
George Harrsion
The White Album
Recorded 19, 20 Sept., 10 Okt
Sorry Mr. Harrisson, þó hann hafi heldur betur verið að minna á sig á þessum tímum sem frábær laga- og textasmiður þá hef ég lítinn sem engan húmor fyrir þessu lagi. Viðlagið er útí hött og ætla ég að þetta hafi alls ekki átt að vera svoleiðis. Hverjir annars syngja í viðlaginu! Hefði mátt droppa!

3. Revolution 9
John Lennon/Paul McCartney
The White Album
Recorded 30, 31 Maí, 4,6,10,11,20 21 júní, 16 september 1968
Skal ekki segja, jú ég er Lennon fan vegna hann trúði á það sem rétt var, réttsýnismaður semsagt en það er nákvæmlega ekkert í þessari tilraun sem bendir á annað en að sýran var honum kannski oft full hörð til að höndla, átti þetta að vera pólítískt, kynferðisleg. Ég hef bara ekki verið sona einhverfur síðan ég sá Ghostdigital hita upp fyrir Pixies! Lennon súr!

2. Yellow Submarine
John Lennon/Paul McCartney
Yellow Submarine
Recorded 26 May, 1 júní 1966
Það eru örugglega margir ósammála mér í þessu vali en staðreyndin er bara sú að Ringo er lásí söngvari og lag og textinn er sona í það barnalega þó jú hægt er að hafa gaman af en í litlum skömmtum. Hefði átt að vera Monkees lag eða eitthvað álíka dapurt. (minni reyndar á að lagið fellur afskaplega vel að myndinni sjálfri)

1. OB-LA-DI, OB-LA-DA
John Lennon/Paul McCartney
The White Album
Recorded 3,4,5,8,9,11,15 júlí 1968

Í fyrsta lagi hvernig í ósköpunum fóru þeir að því að taka alla þessa daga í hljóðritun á þessu versta lagi Bítlanna án nokkurs vafa. Hvað gekk á eiginlega? Mér hryllir bókstaflega við þessari gerilsneyddu poppskelfingu. Sorry! Enn eitt lagið sem hefði mátt víkja af Hvítu-plötunni. Þetta lag var þýtt yfir í stuðningsmannalag ÍA í knattspyrnu hér um árið svo ætli maður hafi ekki hreinlega fengið meira en nóg af því þá til æviloka!

En Bítlarnir eiga þrátt fyrir þennan örlitla útúrdúr alla mína lotningu og virðingu skilið fyrir þau ótalskipti sem þeir hafa dregið fram allt það mannlega sem býr í brjósti mér, von, trega, ást, væntingar, hatur, gleði & sorg.