The History of Wig Wam WIG WAM

Wig Wam samanstendur af söngvaranum Glam (Åge Sten Nilsen), Gítarleikaranum, Aðal lagasmiðnum og Bakraddasöngvaranum Teeny (Trond Holter), Bassaleikaranum og Bakraddasöngvaranum Flash (Bernt Jansen) og Trommaranum Sporty (Øystein Andersen).

Wig Wam varð til Noregsmegin við landamæri Noregs og Svíþjóðar í smábænum Halden árið 2001. Meðlimirnir höfðu áður náð vinsældum með öðrum hljómsveitum svo sem Dream Police (Teeny), Artch (Flash, Eiríkur Haukson var einmitt söngvari þar), Sha-Boom (Sporty og Teeny) og svo var Glam þekktur undir nafninu G’sten og keppti meðal annars undir því nafni í forkeppni Eurovision í Noregi árið 1998 með lagið “Always Will” og lenti í 3. sæti.

Þeir vöktu samt enga sérstaka athygli fyrstu árin en spiluðu nokkuð marga tónleika víða í Noregi og urðu nokkuð vinsælt “live” band.

Þeir ákváðu að taka þátt í forkeppni Noregs til Eurovision árið 2004 með lagið “Crazy Things” þar sjokkeruðu þeir íbúa Noregs með mikilli sviðsframkomu, glamúrískum klæðaburði og andlitsmálingu og lentu í 3. sæti, en þeim samt tókst ætlunarverk sitt koma, að sjálfum sér á framfæri.

Í kjölfarið gáfu þeir út sína fyrstu plötu “667…The Neighbour Of The Beast” í Noregi og Svíþjóð. Þar voru 12 frumsamin lög og svo 1 cover lag “I Turn To You” sem upphaflega var flutt af kryddpíuni Mel C og var hennar stærsti smellur á sínum tíma.

Í byrjun árs 2005 sendu þeir svo frá sér plötu númer 2 “Hard To Be A Rock N’Roller” sem inniheldur alveg sömu lög og voru á “667…The Nei…” en einnig er á þessum disk instrumental lagið “The Drop” og útvarpsútgáfa af titillaginu. Þessi plata kom út í allri Skandinavíu og var fín kynning fyrir næsta verkefni þeirra sem var…Eurovision 2005.

Þeir sendu inn lag í forkeppnina í Noregi, lagið “In My Dreams” sem þeir fluttu í forkeppnni og unnu og voru þess vegna komnir með miða til Kiev og þátttökuréttindi í Eurovision. “In My Dreams” varð risa smellur í Noregi og sat á toppinum á smáskífulistanum í Noregi í 19 vikur sem er árangur sem mjög fáir ná og ekkert Eurovisionlag norðmanna hefur náð þeim árangri .

Lagið náði einnig miklum vinsældum í Svíþjóð og hér á Íslandi. Svo í Mars sendu þeir frá sér sína 3. plötu “Hard To Be A Rock N’Roller…In Kiev” sem inniheldur líka efni af hinum diskunum plús nýja lagið “In My Dreams” og kom þessi plata út víða í Evrópu.

Wig Wam fóru síðan með allt sitt föruneyti til Kiev í Úkraínu til að taka þátt í Eurovision. Þeir æfðu þar í viku og svo á Fimtudegi var komið að því að keppa í Undanúrslitunuim og flugu þeir í gegn. Svo á Laugardagskvöldi var komið að AÐAL keppninni og mættu Wig Wam þar kokhraustir og fluttu lag sitt eins vel og þeir gátu og svo hófst stigagjöfin og fengu Wig Wam meðal annas 12 stig frá Danmörku, Finnlandi og Íslandi og enduðu í 9. sæti.

Eftir Eurovision hófst síðan þeira fyrsti stóri túr “Rock Schläger Tour” og teigði hann anga sína frá Noregi til Svíþjóðar, Finnlands, Íslands.

18. Nóvember 2005 kom síðan út 1. DVD diskurinn þeirra “Rock ‘N’ Roll Revolution 2005” sem inniheldur risatónleika með þeim þar sem þeir koma fram ásamt Eastfold Symphony Orchestra sem er 100 manna sinfóníusveit og eru þetta stærstu tónleikar í sögu Rokk tónleikahalds í Noregi. Og einnig heimildarmynd um “Rock Schläger Tour” og líka heimildarmynd um Eurovision för þeirra “Sirkus Wig Wam”, og 6 nýleg myndbönd og svo líka Mynda Gallery frá túrnum.

Eftir túrinn skelltu þeir sér í studio og tók upp fjórðu plötuna sína “Wig Wamania” sem inniheldur 12 ný frumsamin lög. “Wig Wamania” kom út síðan 15. mars 2006.
What if this ain't the end?