Sid Vicious Ég ætla að skrifa um bassaleikarann Sid Vicious sem er best þekktur sem bassaleikari Sex Pistols og fyrir að vera verulega brjálaður persónuleiki.

Sid Vicious aka. John Simon Ritchie fæddist í maí árið 1957 í London. Foreldrar hans hétu John og Anne Ritchie. Pabbi hans fór frá þeim þegar Sid var enn frekar ungur Þannig að hann man ekki mikið eftir honum. Mamma hans flutti þá með þau til eyjunar Ibiza og vann þar við að selja dóp.
Þegar Sid var cirka 8 ára þá giftist mamma hans aftur og flutti með hann aftur til Englands og þau bjuggu þá í Kent.
Þegar Sid var 17 ára þá var hann þegar á kafi í dópi og var farinn að sýna ofbeldisfullar hliðar til dæmis þegar hann kyrkti kött til dauða (sem hann sá samt eftir) og svo réðst hann á ellilífeyrisþega. Um það tímabil hitt hann þá fyrst John Lydon eða betur þekktur sem Johnny Rotten þegar þeir voru saman í skóla. Rotten var þá þegar í hljómsveitinni Sex Pistols en Sid var einn stærsti aðdáandi þeirra.
Fyrsta hljómsveitin sem hann var í var “The Flowers of Romance” en fyrirgefið mér það að ég veit ekki hvað hann spilaði á í henni… En með honum i henni voru Keith Levene (sem spilaði t.d. eitthvað með the Clash) og svo Jah Wooble en ég er ekki viss hver spilaði á hvað.
Seinna fór hann í hljómsveit sem hét “Siouxsie and the Banshees” og spilaði á trommur.
Árið 1977 þá tók hann svo við af Glen Matlock sem bassaleikari Sex Pistols. Sagt er að Sid hafi beðið Lemmy úr Motorhead að kenna sér að spila á bassa því hann sagðist ekki kunna neitt. Lemmy segir að Sid hafi verið hræðilegur og vonlaus nemandi.
Seinna á árinu hitti Sid Sex Pistols grúpíuna Nancy (fullt nafn “Nancy Laura Spungen”) og þau byrjuðu strax samband. Hún var djúpt sokkin í heróín og Sid sem sjálfur átti við smávegis dópvandamál að stríða dróst meira og meira útí heróínið og var orðin fíkill innan skamms. Þau voru rosalega ástfangin þó að sambandið hafi verið mjög ofbeldisfullt og það kom líka niður á Sex Pistols. Í janúar árið 1978 hættu Sex Pistols síðan þegar Johnny Rotten labbaði af sviðinu á tónleikum.
Sid reyndi þá eitthvað fyrir sér í sólóferil með Nancy sem umboðsmann en hann var stuttur. Parið var núna alveg gjörsamlega sokkið í heróínneyslu. Í október 1978 vaknaði Sid upp eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni og dáið eiturlyfjadauða og kom þá að Nancy dauðri á klóstinu með stungusár og það var blóð útum allt. Hann var handtekinn fyrir morðið þótt að hann sagðist ekki muna eftir neinu þetta kvöld en seinn sagði hann við blaðamann: I killed her cause I'm a dirty dog.. það eru til sagnir um að hann hafi verið saklaus en í rauninni hafi dópsali komið inn og drepið Nancy meðan Sid var í dáinu.
Hann var Bailaður út úr fangelsi af Virgin Records fyrir $50.000 og það var haldið stórt partý fyrir hann. Næsta morgun fannst hann dáinn eftir að hafa tekið allt of stóran skammt af heróini og talið er að hann hafi gert það viljandi því hann gat ekki lifað án sinnar elskulegu Nancy.

Sid Vicious var án efa helnettur maður sem kom verulega illa útúr lífinu… í lokinn ætla ég að setja ljóð sem hann skrifaði til Nancy áður en hann dó.

You were my little baby girl,
And I shared all your fears.
Such joy to hold you in my arms
and kiss away your tears.
But now you're gone, there's only pain
and nothing I can do.
And I don't want to live this life,
If I can't live for you.
To my beautiful baby girl.
Our love will never die…
Anarkismi mun ríkja!!