Langar þig í mixdisk? Þar sem það hafa verið eftirspurn eftir fleiri greinum með svokölluðum mixdiskum þá ákvað ég að gera einn slíkan. Langflest lögin flokkast sem prog-rokk og mörg sem post-rokk, sem er eiginlegur undirflokkur þeirrar stefnu. Það gæti þurft að hlusta á sum þeirra dágóðu sinnum áður en þau síast inn. Vonandi finna allir eitthvað nýtt við þeirra hæfi.

Samtals tími: 77:22
0. hljómsveit - lag | lengd [ár] plata

——–

1. Porcupine Tree - Deadwing | 09:46 [2005] Deadwing

Þrusugott lag af nýjasta diski Porcupine tree. Góður uptempo fílingur sem kemur manni í stuð, skiptist á að hljóma eins og Pink floyd og Opeth og jafnvel Ozric tentacles.


2. Mogwai - Hunted by a Freak | 04:15 [2003] Happy Songs For Happy People

Klárlega mitt uppáhalds lag með Mogwai. Ekki mjög flókið lag án söngs, nema maður kalli skrítnu hljóðin sem líkjast mannsrödd söng, en það er eitthvað við það og gefur gæsahúð í hvert skipti.


3. Ply Pan Am - Brûlez suivant, suivante ! | 04:26 [2004] N'ecoutez pas

Mjög svona happy og skemmtilegt lag. Sveitin er frá Montreal í Canada og hefur átt í samstarfi og einn meðlimurinn verið í hljómsveitinni Godspeed you black emperor! sem margir hljóta að kannast við, en líkist henni þó mjög takmarkað.


4. Camel - Nimrodel/The Procession/The White Rider | 09:17 [1974] Mirage

Elsta lagið í mixinu og er af disknum með mynd eins og á Camel sígarettunum, ef einhverjir hafa rekist á það. Mjög týpiskt lag fyrir þessa sveit. Það skiptist í þrjá hluta eins og nafnið bendir til sem eru misrólegir og þungir, sá seinasti er þó flottastur að mínu mati.


5. Do Make Say Think - Outer Inner & Secret | 10:13 [2003] Winter Hymn Country Hymn Secret Hymn

Þessi hljómsveit er frá Canada og tengist Godspeed eins og Fly pan am, en Do make say think er gefin út af sama fyrirtæki og Godspeed, og Fly pan am reyndar líka. Lagið byrjar frekar rólega en síðan kemur meiri spenna. Eins og flest frá DMST þá byggist lagið jafnt á melódíum og áferð, taktbreytingum og öðrum skemmtilegheitum. Síðustu mínúturnar eru sérstaklega flottar.


6. Riverside - Volte-Face | 08:40 [2005] Second Life Syndrome

Proggressive metall sem svipar mjög til Deadwing frá Porcupine tree í fyrstu en breytist síðan. Byggist mikið á gítarspili, “sólóum” eins og má vænta af metal, með austrænum blæ.


7. Slint - Washer | 08:50 [1994] Spiderland

Frekar rólegt og þunglyndislegt og þungt en æsist aðeins í seinni hlutanum. Nokkuð dæmigert Slint lag og ágætis djöfull. Spiderland er hátt á lista margra yfir svokallaðar eyðieyjuplötur.


8. Explosions In The Sky - Your Hand In Mine | 08:17 [2003] The Earth Is Not A Cold Dead Place

Gott helvíti af þeim ágæta diski Earth Is Not A Cold Dead Place. Byggist á melódíum spiluðum af gíturum sem bæta sífellt við sig og enda í “climaxi” eins og er algengt hjá post-rokk böndum. Líkist Godspeed mjög.


9. Van Der Graaf Generator - Nutter Alert | 06:11 [2005] Present

Gömul hljómsveit en nýr diskur. Present er fyrsti diskur þeirra í hátt í 30 ár. Hann er samt drullu góður og hefur Hamill og co VDGG ekkert farið aftur. Mjög flott lag með frábæru samspili saxafóns og hljómborðs.


10. A Silver Mt. Zion - 13 Angles Standing Guard 'Round the Side of Your Bed | 07:22 [2000] He Has Left Us Alone But Shafts of Light Sometimes Grace the Corners of Our Rooms

Enn önnur sveit frá Canada og er einskonar hliðarverkefni Godspeed, samt ekki. Þetta er drullu góð sveit og hefur gefið út 4 plötur síðan 2000. Lagið er ekki mjög týpískt ASMZ lag, frekar ólíkt öllu með þeim, en það er samt eitt það fallegasta. Ég fílaði það ekkert sérstaklega í fyrstu en núna fæ ég bara tár í augun við að hlusta á þennan andskota.

———

Endilega látið vita ef þið viljið að ég upphlaði þessu eða eitthvað.

Njótið vel.