AC/DC - Let There Be Rock “Let There Be Rock” er þriðji diskurinn sem meðlimir AC/DC gáfu út. Fyrri diskarnir hétu “High Voltage” og “Dirty Deeds Done Dirt Cheap”. “High Voltage” var reyndar blanda af tveimur diskum sem voru gefnir út í Ástralíu þegar AC/DC byrjuðu. “Let There Be Rock” er öðruvísi en hinir diskarnir tveir af því leitinu til að hann er hrárri, hraðari og harðari. Hann kom út árið 1977. Bon Scott hljómar frábærlega á þessum disk og þetta er besti diskurinn frá hans hálfu. Angus Young leggur meiri áherslu á sólóin en á hinum diskunum. Þessi diskur er mjög svipaður frá byrjun til enda. Það er ekki t.d. eitt þungt lag og svo kemur eitt rólegt. Hann er eiginlega alveg eins frá byrjun til enda en samt er hvert lag sérstakt. Þannig eru allir AC/DC diskarnir yfir höfuð. Jæja, þetta var svona stutt kynning en núna ætla að skrifa minn dóm á þessum disk.

Meðlimir AC/DC þegar þessi diskur var gefinn út.

Lead Guitar: Angus Young
Rhythm Guitar: Malcolm Young
Vocals: Bon Scott
Bass: Mark Evans
Drums: Phil Rudd

01. Go Down
Fyrsta lagið er að mínu mati lélegasta lagið á disknum. Kannski er það út af því að ég er búinn að hlusta svo oft á það. Ég veit það ekki en þetta er heldur ekkert vinsælt lag með AC/DC. Lagið er yfir 5 mínútur sem er kannski full-langt. Annars er þetta alveg fínt lag þó þetta sé lélegasta lagið á disknum. Það eru til margir diskar sem ná ekki að toppa þetta lag.
Einkunn: 7/10

02. Dog Eat Dog
Jæja. Moving on. Þetta er almennilegt lag. Bon er frábær í þessu lagi. Skemmtilegur og upplífgandi taktur. Ég fæ aldrei leið á þessu lagi. Angus stendur sig vel í þessu lagi líka og kemur með flott sóló. Þetta lag er rúmar 3 mínútur. Það er ekkert fleira sem mér dettur í hug að skrifa um þetta lag.
Einkunn: 9/10

03. Let There Be Rock
Þetta er þekktasta lagið á disknum ásamt “Whole Lotta Rosie”. Þetta er snilldar lag og eru þeir Angus og Bon ólýsanlega góðir í þessu lagi. Malcolm, Mark og Phil halda hröðum og góðum takti út allt lagið. Þetta lag er um 6 mínútur og mætti vera lengra þess vegna. Þegar þeir taka þetta lag á tónleikum lengja þeir það í um 20 mínútur með endalausum sólóum. Mér finnst þetta lag flottara live. Textinn í þessu lagi er góður. AC/DC hafa ekki verið góðir í að semja texta í gegnum tíðina. Sérstaklega ekki eftir að Bon dó og “Brian Johnson” kom í staðinn. AC/DC hafa fengið sitt skítkast út af lélegum textum.
Einkunn: 9,5/10

04. Bad Boy Boogie
Þá er komið að lagi nr. 4 og tekst þeim aftur frábærlega vel upp. Gítar “riffið” í þessu lagi er snilld. Bon er eins og alltaf frábær í þessu lagi. Það er svona blús fílingur í þessu lagi eins og er eiginlega á öllum disknum. Það er dálítið skrítið að blanda blús við svona rokk/metal disk. Ég hef aldrei heyrt það áður nema með AC/DC. Ef þið vitið um einhverja fleiri þannig hljómsveitir endilega deilið því með mér.
Einkunn: 8,5/10

05. Problem Child
Þetta er gott lag og allt það en ég veit ekki af hverju þeir settu það á þennan disk. Á áströlsku útgáfunni var lagið “Crabsody In Blue” þarna og passaði það miklu betur inn en þetta lag. Problem Child var reyndar líka á “Dirty Deeds Done Dirt Cheap”. Af hverju ættu þeir að setja sama lagið á 2 diska? Þetta lag passar eiginlega ekki inn í stílinn á þessum disk. Dirty Deeds… diskurinn kom reyndar miklu seinna út í USA. Ekki fyrr en árið 1981. Kannski að það tengist eitthvað ástæðunni en ef þið vitið hana, endilega segið mér hana því að ég er forvitinn. En já… Problem Child er eitt af betri lögunum á Dirty Deeds… disknum. Það er gaman að hlusta það og ég einhverveginn hressist við á að hlusta á það. Crabsody In Blue er líka fínt lag en er frekar einkennilegt. Það er mikill svona blús taktur í því. Ég veit ekki alveg hvort ég fíla hann eða ekki.
Einkunn (Problem Child): 8,7/10
Einkunn (Crabsody In Blue): 7,8/10

06. Overdose
Þetta lag byrjar dálítið funky en er samt fínt AC/DC lag. Mér finnst takturinn í þessu lagi góður og eru Malcolm, Mark og Phil að gera góða hluti hér. Þetta lag er samt í lengri kantinum og það hefði mátt stytta það smá. Það er yfir 6 mínútur. Þetta lag hefur aldrei náð neinum sérstökum vinsældum meðal aðdáenda AC/DC. Þetta er samt alveg fínt lag.
Einkunn: 8/10

07. Hell Ain’t A Bad Place To Be
Þetta lag er mjög oft tekið á tónleikum hjá AC/DC. Þetta er flott lag með gott gítarspil. Hérna er Bon að gera góða hluti eins og alltaf. Ég hef alltaf haft gaman af þessu lagi. Fín upphitun fyrir seinasta lagið sem ég kem að eftir smá stund. Ég er að hlusta á þetta lag núna þegar ég er að skrifa þetta. Þetta er svona meðal lag á disknum.
Einkunn: 8,5/10

08. Whole Lotta Rosie
Þetta er eitt af bestu lögunum sem AC/DC hafa gefið út. Allt smellur saman hérna. Angus hefur aldrei staðið sig betur en þegar hann samdi þetta lag. Það er víst einhver skemmtileg saga í kringum þetta lag. Þetta lag er um einhverja feita konu sem Bon þekkti víst. Bon er frábær í þessu lagi. Angus kemur með flottasta sóló sem hann hefur gert. Þetta er án vafa besta lagið á disknum. Frábært lokalag. Þetta er held ég alltaf tekið á tónleikum. Þegar þetta er tekið á tónleikum þá hrópa allir ANGUS í byrjuninni á laginu. Það skiptist á gítar og þetta hróp í smá tíma. Snilldar lag.
Einkunn: 10/10


Þar hafið þið það. Ef þið hafið áhuga á rokki eða bara tónlist yfir höfuð og hafið ekki heyrt þennan disk þá verðið þið að útvega hann núna. En svona til að loka þessu þá nördaðist ég til að reikna meðaleinkuninna á þessum disk og er hún 8,56.

Takk fyrir mig :)
“Life is what happens to you while you're busy making other plans” - John Lennon