jæja, mig langar aðeins að ræða um útvarp á íslandi…

það hefur komið fram hérna á hugi.is oftar en allur fjöldinn af hári á hausnum á mér hvað mörgum finnst radíó - x ekki vera góð útvarpstöð, og ég var eiginlega á þeirri skoðun líka heillengi, en síðan þegar ég byrjaði að vinna átti ég þess eiginlega engra kost völ en á stilla á radíóx í útvarpinu mínu, og ég byrjaði að hlusta… mér finnst radíóx vera að standa sig bara vel í þessu…

þið verðið að spá í það að örugglega svona 25-30% af íslendingum fíla rokk mest af öllum tónlistartegundum, og að rokk er svo ógeðslega viðbjóðslega stór hópur af músík, og því er erfitt að gera öllum til geðs… þannig að þeir eru t.d. með sérþætti á kvöldin, og síðan reyna þeir að spila sem flest, og síðan er líka alltaf hægt að hringja og biðja um óskalag…

en, auðvitað er hægt að gera gott betra, og ef radíóx ætti að vera eins og mér finnst, þá væri haft þannig tölvukerfi að það væri bara ekki hægt að spila sama lagið oftar en 2svar á sólarhring. og síðan væri flashback helgi um hverja helgi (flashback helgarnar eru snilld). og líka 1 klst. á eftir óskalagahádeginu væri þá flashback óskalaga tími… eða eitthva svoleiðis… síðan væri sérstök nefnd, skipuð fólki sem fílar þungarokk, new metal, grunge og bara margt, sem myndi ákveða hvaða lög og bönd fengju spilun…

og síðan finnst mér (PERSÓNULEGA) einnig að eftirfarandi bönd ættu að fara út :
travis, gorillaz(þótt að damon albarn sé algjör snillingur!!), sum41, limp bizkit, papa roach(forgangsefni), offspring, muse, cake, Stereophonics, 311, Ian Brown og fleiri og fleiri… en auðvitað ræð ég engu, en þetta er það sem mér finnst….

en að lokum verð ég að segja :
RadíóX - eina radíóið sem rokkar… þessu er ég sammála…, og þið hljótið að vera sammála líka þessu…

ps. Tvíhöfði á nú samt stærstann hlut í að halda radíóX uppi :)
Nirvana owna!