Eddie Vedder “You know what I realy need right now? I need to know what people want from me…They want you to be a leader, they want you to be a victim. They want your fucking soul…”

Komiði sæl og blessuð, í þessari grein mun ég fjalla um líf Eddie Vedder söngvara Pearl Jam :)


Eddie Vedder (Edward Louis Seversen III) fæddist þann 23 desember árið 1964 í Chicago. Foreldrar hans voru skilin áður en hann varð 2 ára og hann ólst upp með eftirnafn stjúpföður síns, Mueller, sem hann hélt að væri sinn alvöru faðir.


Hann fluttist með mömmu sinni, stjúpföður og þrem yngri hálf-bræðrum til San Diego. Einn daginn kom stelpa sem passaði hjá þeim með Who’s Next plötuna með The Who og Eddie hlustaði á hana allan daginn. Hann fór að hlusta á meira rokk og taldi foreldra sína á að gefa sér gítar í 12 ára afmælisgjöf. Þegar hann var á 15 ári skildu mamma hans og stjúp pabbi. Mamma hans og bræður fluttu aftur til Chicago en hann varð eftir hjá stjúpanum því hann vildi ekki skipta um skóla. Eddie átti í erfiðleikum með stjúpföður sinn og flutti að lokum aftur til Chicago og breytti ættarnafni sínu í Vedder.


Árið 1984 flutti hann aftur til San Diego með kærustunni sinni Beth Liebling. Hann tók upp demo-plötur heima hjá sér og vann við ýmiskonar störf t.d. á næturvakt á gasstöðinni í San Diego. Eftir ekki langan tíma í San Diego fór Eddie að syngja í bandinu Bad Radio. Eftir að hann hætti í þeirri hljómsveit lét vinur hans og fyrrum trommari Red Hot Chili Peppers, Jack Irons, hann hafa demo-plötu hjá hljómsveit í Seattle sem vantaði söngvara. Hann tók upp söng fyrir þrjú af lögunum sem urðu seinna lög Pearl Jam, Alive, Once og Footsteps. Eddie samdi lögin sem “mini-óperu” um mann sem er hræddur útaf dauða föður síns og vegna kynferðislegrar áreytni sem mamma hans lenti í (Alive). Maðurinn varð síðan fjöldamorðingi (Once) og er síðan handtekinn og tekinn af lífi (Footsteps). Þegar gítarleikarinn Stone Gossard og bassaleikarinn Jeff Amenti heyrðu upptökurnar buðu þeir Eddie að koma í prufur í Seattle. Eddie gekk í bandið og fékk hljómsveitin nafnið Pearl Jam.


Margir söngvarar hafa orðið fyrir áhrifum söngstýls Eddies Vedder sem dæmi má nefna söngvara Creed, Puddle of Mudd og Nickelback. Eddie giftist kærustu sinni til langs tíma, Beth Liebling árið 1994. Þau skildu síðan árið 2000. Hann er núna með Jill McCormick og eiga þau eina dóttur sem er fædd 2004. Hann er ennþá söngvari og textahöfundur Pearl Jam auk þess að spila stundum á gítar, “ukulele” trommur og harmonikku með Pearl. Fyrsta platan sem hann kom fram á var “tribute” plata hljómsveitarinnara Temple of the Dog þar sem hann söng bakraddir.


Auk þess að hafa spilað með Pearl Jam hefur hann spilað og sungið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Bad Religion, Fastbacks, Nei Finn, Jack Irons, Nusrat Fateh Ali Khan, Cat Power, R.E.M., Supersuckers, Mike Watt, Wellwater Comspiracy, The Who, Bruce Sprinsteen, Rolling Stones, Peter Frampton, U2 og Neil Young.


Takk fyrir.