Primus Ég skrifaði hér grein um uppáhalds hljómsveit mína PRIMUS !..

Hljómsveitin Primus var stofnuð árið 1984 og hefur verið fyrirmynd margra hljómsveita m.a Tool, KoRn og Limp Bizkit
hljómsveitin var stofnuð af söngvara/bassaleikara bandsins í bænum El Sobrente, Californíu og ein helsta fyrirmynd
hljómsveitarinnar var bandið The Residents.

Frá árunum 1984 - 1989 voru meðlimirnir þeir Jay Lane, Les Claypool og Todd Huth og hét þá hljómsveitin Primate og urðu þekktir fyrir
góða sviðsframkomu og spes tónlist, enn árið 1989 hætti gítarleikarinn Todd Huth og fékk dauðametalgítarleikarinn Larry LaLonde (fyrrum meðlimur bandsins Possesed)
og bættist svo trommuleikarinn Tim Alexander (fékk seinna viðurnefnið Herb) eftir að Jay Lane hætti.
Hljómsveitin tók svo upp sína fyrstu plötu um 1989-1990 (ekki alveg viss) og fékk platan nafnið “Suck on This” og var tekin upp á tveimur tónleikum þeirra á Berkley,
ekki áttu Primus nógann pening til að fjármagna plötuna þar til að Les fékk lán frá pabba sínum (sem seldi bílinn sinn til að geta lánað honum pening).

Seint árið 1989 fór Primus í stúdíóið til að taka upp sína fyrstu stúdíóplötu sem fékk nafnið Frizzle fry og var tekin upp í Different Fur Studios (sem er í eigu Caroline Records)
og kom platan út í Febrúar 1990, platan varð ekki vinsæl fyrr en á seinni árum þeirra og er sögð vera besta platan þeirra.
Þegar platan kom út fóru þeir á tónleikaferðalag með Janes Addiction og fengu mikla athygli frá Interscope records sem gerðu seinna samning við þá.
Árið 1991 kom út þriðja breiðskífa (ef Suck on this er tekin með) sem heitir Sailing the seas of cheese og eru tvo frægustu lög þeirra á þeirri plötu (Tommy th cat og Jerry was a race car driver)
platan seldist mjög vel og náði platinum sölu, og fór þá hljómsveitin á annann tour sinn með U2, Anthrax og Public Enemy.

Í apríl árið 1993 kom út platan Pork Soda (sem er uppáhaldsplatan mín með þeim) og var hún meira “dekkri” enn fyrri plötur þeirra og voru lögin meiripartinn um sjálfsmorð(bob), morð(my name is mud) og trú (mr. krinkle)
og túruðu primus svo með Rush (Geddy Lee er btw uppáhalds bassaleikari Les Claypool) og spiluðu þeir svo á Woodstock það ár og var vel tekið þar.
Ekkert gerðis meiripart árið 1994 hjá Primus og stofnaði þá Les Claypool svokallað “sideproject” sitt með Fyrirverandi meðlimum Primus þeim Jay Lane og Todd Huth og kallaðist það band Sausage (persónulega finnst mér það
ekkert spes band :S).. svo urðu Larry LaLonde og Tim orðnir leiðir á að drolla heima hjá sér að gera ekki neitt svo að Primus fór aftur í stúdíó í nóvember 1994 og tóku þar upp plötuna Tales from the punchbowl sem kom út í maí 1995.
Vinsælasta “single” þeirra Wyonas big brown beaver orðsakaði deilu milli bandsins og Wynona Ryder sem hélt að lagið fjallaði um hana og hélt hann David Pirner (söngvari Soul Asylum) hélt því fram að Les Claypoo væri hálfviti og skýrði
því eitt lag þeirra “Les Claypool's A Big Fucking Asshole” á einum tónleikum þeirra.

Árið 1996 þá hætti Tim Alexander í hljómsveitinni út af listrænum mismunum og fékk því hann Brian Mantia ( hann átti að vera í hljómsveitinni á undan Tim en gat það ekki því að hann braut fótinn á sér í slysi)
og gáfu því út plötuna Brown Album árið 1997.
Platan fékk hörmulega dóma meiripart út af lélegum gæðum og þá ákvað hljómsveitin að taka sér hlé.. Eins og þeir sem kannast við Les Claypool þá er hann svokallað “workaholic” og stofnaði hann 4 hljómsveitir
í hlénu.. (Highball with the Devil, Colonel Claypools fearless flying frog bridge, oysterhead og colonel claypools bucket of bearnie brains)

Árið 1999 komu Primus með svokallað “komebakk” meðð plötunni Antipop, platan er þyngta plata bandsins og sömdu/spiluðu margir á plötunni með þeim t.d James Hetfield, Tom Morello og Jim Martin.
Platan fékk frábæra dóma og gerðu þeir leirmyndband við lagið Laquerhead, myndbandið var bannað á MTV vegna notkun eiturlyfja í myndbandinu. Primus túruðu enn og aftur og spiluðu á Family Values hátíðinni og Ozzfest
árið 1999 enn svo árið 2001 gerðu þeir aftur hlé.
Árið 2003 kom út DVD/EP plata með primus að nafni Animals should not try to act like people og var þá original lineöpp primus komnir aftur saman s.s Les Claypool, Larry LaLonde og Tim Alexander og túruðu því í tvo mánuði
enn tóku skringilega örfáum sinnum lög af nýju EP plötunni ( tóku einu sinni My friend Fatz ) enn spiluðu frekar annaðhvort Frizzle Fry eða Sailing the seas of cheese í heild sinni á tónleikunum
og gáfu þeir út svo tónleika dvd diskinn ‘Hallucino-Genetics’ Live þar sem þeir taka Frizzle Fry í heild sinni.

og nú eru Primus að taka upp í stúdíói nýja plötu enn það er sammt óvitað hvenær hún kemur í verslannir.

WE ARE METALLICA - Les Claypool.