Red Hot Chili Peppers - Seinni hluti Jæja, komiði sæl, nú er komið að greininni um sögu Red Hot Chili Peppers frá árunum 1990 - 2006. Ég skrifaði grein um fyrri hlutan fyrir nokkrum dögum og kvet ég ykkur til að lesa hana líka :)





Red Hot Chili Peppers réði Rick Rubin til að taka upp fimmtu plötu þeirra félaga. Sú plata Blood Sugar Sex Magic, sem var tekinn upp ’91 og gefin út í september sama ár, átti eftir að veita bandinu heimsfrægð. Platan innihélt frábær lög eins og Give It Away (fyrsta lagið til að komast í 1 sæti vinsældarlista), Under The Bridge, Breaking The Girl og Suck My Kiss. Platan seldist í 7 milljón eintökum í Bandaríkjunum !. Blood Sugar Sex Magic hefur stundum verið köllum besta plata Red Hot Chili Peppers, frábær blanda af funki, metal, punki, hip-hopi, rokki og smá blús með, gerist ekki betri blanda en það.


Því miður fór frægðin illa í John Frusciante og hann átti erfitt með að höndla frægðina. Þetta átti í för með sér að samskipti hans við hina í bandinu varð verra og verra og endaði það með því að hann hætti í maí ’92 á miðjum BSSM túri en hann var farinn að taka mikið af gleðiefnum. Eftir að hafa prófað Arik Marshall og Jesse Tobies koma Dave Navarro inn í bandið.


Eina plata þeirra með Navarro, One Hot Minute var gefin út 1995 og fékk hún misgóða dóma, aðalega vegna samskiptaörðuleika hjá Navarro og hinna í bandinu. On Hot Minute einkennist að sjálfsögðu af funk/metal/jazzi en samt var aðeins meiri áhersla á harðan metal og á plötunni voru nokkur af lengstu lögum Red Hot Chili Peppers. Fyrir utan lélega dóma komu fram á plötunni smellurinn My Friends, Warped, Aeroplane og Coffie Shop sem eru allt góð lög. Snemma á árinu 1998 hætti svo Navarro því að hann ætlaði að einbeyta sér að sóló ferli sínum. On Hot Minute seldist ágætlega, eða í 4 milljónum eintaka. Þeir félegar í Red Hot Chili Peppers vilja í dag samt ekki líta á þessa plötu sem Red Hot Chili Peppers plötu heldur svona tilraun. Þeir unnu miklu meira í stúdíói en þeir höfðu gert áður og var vinnan við þessa plötu mjög mikil. Lögin voru flóknari og textarnir voru dýpri eða þeir lísa meira tilfinningum. Eftir að Navarro hætti, spilaði bandið aldrei lög af On Hot Minute nema kannski að stundum spilaði Flea lagið Pea. Ástæðan fyrir því var að lögin voru ekki í stíl John Frusciante.


Frusciante kom aftur í banidið 1998 eftir að hafa eytt tíma í afvötnun og gefa út tvær sóló plötur. Þessi glænýji (þá í anda) gítarleikar hjálpaði til með meistaraverkið Californication sem kom út ’99. Þessi frábæra plata átti þrjú lög í fyrsta sæti vinsældarlistana, þau eru Scar Tissue (vann Grammy verðlaun), Otherside og Californication auk laga eins Around the World, Road Trippin og Parallel Universe. Bandið fór á tónleikaferðalag í tvö ár og voru nokkrir af þeirra stærstu tónleikum haldnir þ.a.m í Moskvu fyrir 200.000 manns.


Sumir vildu segja að John Frusciante hafi bjargað Red Hot Chili Peppers og það hafi verið að honum að þakka að Red Hot Chili Peppers hafi gengið svo vel eftir að hann hafi komið aftur í bandið.


Eftir að hafa farið aftur í stúdío í nóvember 2001, gaf Red Hot Chili Peppers plötuna By The Way, sem að lét suma aðdáendur fá shock. Þessi plata er lang rólegasta og fallegasta plata þeirra félaga og inniheldur hún tvö “nr 1. lög” By The Way og Cant Stop. The Peppers fóru á tveggja ára tónleikaferðalag og gáfu út annan DVD disk, Live At The Slane Castle árið 2003 og tóku upp lög fyrir Greatest Hits plötuna. Árið 2004 gáfu þeir síðan sína fyrstu “live” plötu og er hún tekin upp á Hyde Park og heitir einfaldlega Live In Hyde Park.


Í augnablikinu er Red Hot Chili Peppers að vinna með Rick Rubin að nýrri plötu sem hefur verið gefið nafnið Stadium Arcadium, hún á að koma út 9 maí og er níunda plata þeirra félaga. Á plötunni verða 25 lög en 38 voru samin og á platan að verða öllu þyngri en sú fyrri. Búið er að comfirma að lögin 21st Century, Stadium Arcadium, Tell Me Baby, Ready Made, Desecration Smile, Animal Bar, Storm In A Tea Cup, Dani California, Charlie, Wet Sand, Snow, Slow Cheetah, C’mon Girl og Only 18. Bandið mun taka túr um heiminn eftir útgáfu Stadium Arcadium (við vonum að hún komu á klakann).


Red Hot Chili Peppers hafa selt yfir 40 milljónir platna um allan heim og er helmingurinn af því sala Blood Sugar Sex Magic
og Californication.