My Chemical Romance er hljómsveit samansett af 5 meðlimum, Gerard Way(söngur), Mikey Way(bassi), Frank Iero(gítar), Ray Toro(gítar) og Bob Bryar(trommur).
Þetta er frábær mainstreem punk-rock hljómsveit með dálitlum “twist”. Gagngrýnendur hafa sagt þá eins og nokkurnskonar blöndu af The Smiths, Morrissey og The Cure, Gerard Way hefur einnig sagt að Iron Maiden séu stór þáttur í að gera tónlistina þeirra eins og hún er.
Árið 2002 kom út frumraun hljómsveitarinnar, I Brougth You My Bullets, You Brougth Me Your Love og fékk hún mjög góða dóma og ég persónulega fannst hún mjög góð en á henni getur maður fundið frábær lög eins og Cubicles og Drowning Lessons sem eru bara frábær lög. Þessi plata gaf hljómsveitinni nægilega kynninningu þannig að aðdáendur voru á tánum eftir þeirri næstu.
Spennan var líka orðin mikið innan þessa litla aðdáenda hóps þegar að platan loksins kom út. Seinni hluta ársins 2004 kom síðan út platan Tree Cheers For Sweet Revenge sem sló í gegn og hefur selst í yfir milljón eintökum í Bandaríkjunum einum.

Tree Cheers For Sweet Revange var “produceruð” og mixuð af Howard Benson sem m.a. hefur mixað plötur fyrir hljómsveitir eins og Motorhead, POD og Hooberstank(veit að þeir passa kanski ekki inní en þeir eru frægir).
Í Ameríku hafa lög eins og Helena og The Ghost Of You náð háum sætum á vinsældarlistunum en því miður hafa þessar vinsældir ekki náð til Íslands. En sammt hefur maður einstaka sinnum séð myndbandið fyrir The Ghost Of You á Skjá Einum og heyrt lagið á X-inu. Persónulega finnst mér Cemetery Drive og I Never Tould You What I Do For A Living vera best, en hver myndar sér bara egin skoðun.