Saga Deep Purple: Part II Með tilkomu Gillans og Clovers í Deep Purple þá snarbreyttist tónlistin, félagarnir tveir smellpössuðu inn í hljómsveitina og virtust hafa sömu skoðanir á rokki og hinir meðlimirnir, það átti að vera hratt, hrátt og með góða melódíu. Þessi meðlimaskipan sveitarinnar hefur verið nefnd “Hin eina sanna Deep Purple”.

Fyrsta platan sem að hin “nýja” Deep Purple gaf út var hin kynngimagnaða Concerto For Group And Orchestra, sem var tónverk sem Jon Lord samdi með Konunglegu Fílharmóníusveitina spilandi undir.

Tónverkið innihélt 3 lög:
First movement: moderato allegro,
Second movement: andante (Texti eftir Ian Gillan)
Third movement: vivace presto

Fjórða stúdíóplata sveitarinnar og fyrsta platan með Gillan og Clover kom út í júní 1970, tæpu ári eftir að þeir höfðu gengið í hljómsveitina. Breytingin var gífurleg, nýju meðlimirnir höfðu svo sannarlega sett sín einkenni á sveitina og samstarfið í hljómsveitinni virtist blómstra.

Platan hét Deep Purple in Rock og átti eftir að gera Deep Purple að einni af súpergrúppum áttunda áratugarins.


Deep Purple in Rock.

1. Speed king (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 5.51
2. Bloodsucker (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 4.08
3. Child in time (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 10.16
4. Flight of the rat (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 7.53
5. Into the fire (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 3.29
6. Living wreck (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 4.30
7. Hard lovin' man (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 7.10

Eins og sést á þessum lista þá sömdu þeir öll lögin saman og enginn einn var einvaldur í lagasmíðunum, og þetta kom fram í gæðum plötunnar, þessi plata olli straumhvörfum í heimi rokksins og ég hugsa að það sé hægt að halda því fram að þessi plata ásamt Led Zeppelin II og debut plötu Black Sabbath, sem komu út sama ár, hafi lagt tóninn að því sem er þekkt í dag sem Heavy-metal.

Lögin eru að sjálfsögðu hvert öðru betri og byrjar platan á laginu Speed king, þar sem Ian Paice og Ritchie Blackmore skiptast á að halda keyrslunni í botni, Child in time róar svo hlustandann niður með rólegri byrjun og Ian Gillan fer á hæsta c-ið í hápunkti lagsins, milli þess sem Ritchie Blackmore brillar á gítarstrengjunum.

Þeir fylgdu vinsældum In Rock eftir með smáskífu sem innihélt lögin Black Knight og Living Wreck, hið fyrrnefnda varð gríðarlega vinsælt og rauk beint í annað sætið á Breska vinsældarlistanum.

Hljómsveitin fylgdi plötunum eftir með stífu tónleikaferðalagi og tæpu ári seinna voru þeir tilbúnir að setjast aftur inn í stúdíó og taka upp aðra plötu. Sú fékk heitið Fireball, og á henni var ekkert slappað af á keyrslunni en lagasmíðarnar voru kannski ekki jafn útpældar og á In Rock.
Fireball átti sína góðu spretti, lög eins og Fireball og Strange kind of Woman stóðu fyrir sínu og platan fór beint í toppsæti vinsældarlista beggja meginn við Atlantshafið. Eins og á fyrri plötunni þá voru allir meðlimir sveitarinnar skrifaðir fyrir öllum lögunum.

Í desember tóku þeir svo upp plötuna Machine Head í ferðastúdíói The Rolling Stones á einungis tveimur vikum, eins og heyrist í texta Smoke on the Water. Sagan á bakvið textann í Smoke on the Water er efni í heila svona grein, þannig að ég rek það ekkert hér (minnir að mAlkAv hafi verið búinn að því meira að segja).

Platan Machine Head kom svo út í mars árið 1972 og var fyrsta platan sem hljómsveitin gaf út frá sínu eigin plötufyrirtæki, Purple. Platan varð gríðarlega vinsæl og náði að toppa alla stærstu vinsældarlistana.

Það hafði verið smá hik í meðlimum hljómsveitarinnar með að setja Smoke on the Water á plötuna sökum þess að þeir voru hræddir um að nafnsins vegna yrði það flokkað sem einhver lofsöngur um marijúana (Þó svo að textinn fjalli engann veginn um eiturlyf). Til að byrja með þá voru þeir ekkert að syngja Smoke on the Water á tónleikum, og fyrsta lagið af plötunni sem gefið var út sem smáskífa var Never Before.


Machine Head

1. Highway star (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 6.05
2. Maybe I'm a Leo (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 4.51
The quadrophonic release [see above] has a different guitar solo on this track.
3. Pictures of home (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 5.03
4. Never before (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 3.56
5. Smoke on the water (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 5.40
6. Lazy (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 7.19
7. Space truckin' (Blackmore/Gillan/Glover/Lord/Paice) 4.31

Eftir að platan kom út þá óx Smoke on the Water í vinsældum og hefur alla tíð síðan verið það lag sem kemur fyrst upp í hugann þegar einhver nefnir Deep Purple.

Í águstmánuði sama ár gáfu þeir út tónleikaplötu sem var tekin upp á tónleikum í Japan, platan fékk hið einfalda og hnyttna nafn Made in Japan. Þessi plata náði að fanga kraftinn og stemmninguna í Deep Purple á tónleikum og er enn þann dag í dag talin ein af þeim bestu tónleikaplötum sem gefnar hafa verið út.

Platan Who Do We Think We Are var einnig tekin upp í ferðastúdíói The Rolling Stones og var pródúseruð af Deep Purple, byrjunarlag plötunar Woman From Tokyo stendur upp úr á plötunni þó svo að platan í heild sé alveg fín.

Viðstöðulaus tónleikaferðalög í fjögur ár höfðu tekið sinn toll af hljómsveitarmeðlimum og eftir tónleikaferðalag þeirra í kringum Machine Head þá var samstarfið innan hljómsveitarinnar orðið frekar stirrt og þá einna helst milli Ritchie Blackmore og Ian Gillan, eftir að hafa gefið út sína fjórðu stúdíóplötu með hljómsveitinni, Who Do We Think We Are, þá yfirgáfu Gillan og Clover hljómsveitina

Þrátt fyrir leiðinlegan endi á þessari vel heppnuðu meðlimaskipan þá voru Deep Purple ekkert á leiðinni að hætta og inn í hljómsveitina komu David Coverdale, söngvari og Glenn Hughes, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Trapeze.

Fylgist með í næstu viku, því þá kemur Part III !

Kveðja, Pixie.