Í þessari grein ætla ég að fjalla um nýjustu plötu Stinad, sem að ber nafnið “Break the Cycle”.

Ég pantði þessa nýju plötu á netinu fyir um mánuði síðan. Ekki hef ég enn séð hana í skífunni sem að mér þykir skrítið. Margir vilja halda því fram að Staind sé á vissan hátt ofmetin hljómsveit, þetta segja þeir sem að dæma hljómsveitina út frá lögunum “Its been awhile” og “Outside”. Áður en fólk heldur þesu fram ætti að að hlusta á alla plötuna break the cycle.

Break the cycle, er þriðja plata Staind. PLatan inniheldur 13 lög, og af þeim eru lög eins og “Its been awhile” og “Outside”. Á disknum er upprunalega útgáfan af laginu Outside, ekki utgáfan þar sem að Aaron Lewis (söngvari svetarinnar) er einn með gítar og Fred Durst. Útgáfan á plötunni er spiluð af allri hljomsveitinni og þýkir mér sú útgáfa miklu betri.

Lögin eru:

1. Open Your Eyes
2. Pressure
3. Fade
4. It's Been Awhile
5. Change
6. Can't Believe
7. Epiphany
8. Suffer
9. Safe Place
10. For You
11. Outside
12. Waste
13. Take It

Mér finnst öll þessi lög verulega góð og það besta við þau er það að textarnir við þau öll þíða eitthvað. Í hverju lagi er verið að senda ut einhver skilaboð á almennig, og í mörgum tilfellum er verið að deila á þjóðfélag okkar í dag. Aaron Lewis nær einnig að blanda erfiðri æsku sinni inn í textana sína. Dæmi um það er að finna í laginu “Its been awhile” ef að fólk hlustar á textana.

Fyrir mér er þetta besta plata sumarsins, á því liggur engin vafi, og ég get lofað ykkur því að þetta er ekkert líkt skítarokkinu sem að hljómsveitir eins og Limp Bizkit eru að spila. Staind og LImp Bizkit eru tvær gjörólíkar hljómsveitir. Þessi hljómsveit er alvöru. Ekki svona gerfirokk og hálfvitaskapur.

Einnig þykja mér lögin “its been awhile” og “Outside” sem að við höfum öll svo oft heirt í útvarpinu gefa ranga mynd að hljómsveitinni. þó svo að mér finnist þessi tvö lög reyndar afskaplega góð þá erú þetta eiginlega einu tvö lögin á plötunni sem að eru ekki hörð. Diskurinn er í heildinni mjög þungur og harður og myndi þetta falla undir þungarokk.

Ef að ég ætti að gefa plötunni einkunn á skalanum 10, þá fær hún hjá mér 9. Þessvegna bið ég fólk að dæma þessa hljómsveit ekki út frá því að það heirir í útvarpinu, heldur að hlusta á nýjustu plötuna þeirra því að hún er hrikalega flott og mögnuð.

BLess,
Bibabo

P.S Ég mæli þeð því að fæolk panti sér diska á til dmis www.cdnow.com Það er svo miklu ódyrara…