Saga Deep Purple: Part I Jæja, þá geri ég aðra tilraun til þess að senda inn sögu Deep Purple, hún kemur inn í nokkrum pörtum þar sem saga þessarar hljómsveitar teygjist frá seinni hluta sjöunda áratugarins til dagsins í dag, já fyrir ykkur sem ekki vissuð af því þá er Deep Purple enn í fullu fjöri að halda tónleika.
Það er mikið búið að stokka upp í hljómsveitinni frá upprunalegu hljómsveitarmeðlimunum en ef eitthvað er þá rokka þeir meira núna heldur en nokkru sinni áður.


Það var í ársbyrjun 1968 sem að fyrrverandi trommuleikari The Searchers, Chris Curtis, ákvað að stofna hljómsveit. Hann ákvað að nafn hljómsveitarinnar yrði Roundabout, þeir sem að voru fyrstir til að starfa með honum í þessari nýfæddu hljómsveit voru: Jon Lord, hljómborðsleikari, Nick Simper, bassaleikari/söngvari og hinn stórgóði gítarleikari Ritchie Blackmore.

Innan nokkurra daga þá gafst Curtis upp á sköpunarverki sínu og yfirgaf hljómsveitina til að snúa sér að öðrum verkefnum. Þá var fenginn Bobby einn Woodman til þess að fylla upp í skarð hans og einnig var fengið inn nýjan bassaleikara, Dave Curtis, svo að Simper gæti einbeitt sér að söngnum.
Það leið ekki á löngu þar til þeir yfirgáfu hljómsveitina, og þá voru fengnir tveir fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Maze, þeir Ian Paice trommari og Rod Evans söngvari, Simper snéri sér aftur að bassanum og þá voru þeir komnir með fullskipaða hljómsveit.

Rod Evans: Söngvari
Ritchie Blackmore: Gítarleikari
Ian Paice: Trommari
Nick Simper: Bassaleikari
Jon Lord: Hljómborðsleikari

Þeir tóku stutt tónleikaferðalag um Skandinavíu undir nafninu Roundabout og eftir vel heppnaða tónleika í kóngsins Köben þá ákváðu þeir að breyta nafni hljómsveitarinnar, þar sem þeir höfðu aldrei haft neitt með það að segja og þeim líkaði það aldrei neitt sérstaklega vel.

Ritchie Blackmore kom með uppástungu að nafni, sem var úr gamalli vöggu vísu sem að var víst í uppáhald hjá ömmu hans (Svona eru nú rokkararnir mjúkir inn við beinið) og hét Deep Purple.

Deep Purple:

“When the deep purple falls over sleepy garden walls and the stars begin to flicker in the sky through the mist of a memory you wander back to me breathing my name with a sigh. In the still of the night once again I hold you tight. Tho' you're gone your love lives on when moonlight beams and as long as my heart will beat, lover, we'll always meet here in my deep purple dreams.”

Nick Simper og Ritchie Blackmore sögðu svo seinna í blaðaviðtali að hljómsveitin héti Deep Purple.

Hljómsveitin var nú fullmótuð og eftir vel heppnað tónleikaferðalag ákváðu þeir að fara í stúdíó
og taka upp plötu.
Platan, sem ber nafnið Shades of Deep Purple, var tekin upp í maí-mánuði í Pye-stúdíóinu í London og innihélt þónokkur cover-lög, cover-lög sem sumir hefðu aldrei þorað að hrófla við, t.d. Help eftir Bítlana og Hey Joe eftir Jimi Hendrix.
En cover lagið sem varð vinsælast af þessari plötu var lagið Hush sem upprunalega var eftir Joe South, það varð jafnframt fyrsta smáskífan af plötunni Shades of Deep Purple.

Upprunalega platan innihélt átta lög og gerði Deep Purple heimsfræga á einu sumri, platan sjálf kom út í byrjun september 1968.

1. And the address (Blackmore/Lord) 4.32
2. Hush (Joe South) 4.21
3. One more rainy day (Lord/Evans) 3.15
4. Medley 7.16
Prelude: happiness (Lord/Evans/Simper/Blackmore/Paice)
I'm so glad (Skip James)
The US sleeve notes split the medley into two tracks.
5. Mandrake root (Blackmore/Evans/Lord) 6.02
6. Help (Lennon/McCartney) 5.54
7. Love help me (Blackmore/Evans) 3.44
8. Hey Joe (Deep Purple) 7.21


Hljómsveitin fylgdi Shades of Deep Purple fljótlega eftir með annarri plötu sinni, The Book of Taliesyn, í desember 1968.

Þessi plata hringir kannski ekki bjöllum hjá fólki, því að seinna áttu Deep Purple eftir að gjörbreyta rokkinu með plötum eins og Machinehead og Deep Purple in Rock, þannig að þessi plata kannski stendur í skugganum af þeim, en þessi plata hefur verið lofuð sem ein af betri progressive-rokk plötum allra tíma.

Þegar fór að líða á árið 1969 þá var farin að myndast togstreita innan hljómsveitarinnar, söngvari og textahöfundur hljómsveitarinnar, Rod Evans, var að mati félaga sinna of fastur í gamla Psychadelic-rokkinu og ástarupphafningunni, textarnir fjölluðu um ástir og alheimsfrið þegar rokkheimurinn var farinn að breytast og kallaði á hrárri texta og harðari tónlist.

Þeir gáfu út sína þriðju plötu, sem hét einfaldlega Deep Purple, í júní 1969 þegar frumraun Led Zeppelin hafði breytt hugsunarhætti fólks á progressive-rokki, þetta hafði auðvitað mikil áhrif á velgengni plötunnar og eftir að hún hafði verið gefin út þá yfirgáfu Rod Evans og Nick Simper hljómsveitina.

Í júlí 1969 komu til liðs við sveitina þeir Ian Gillan, söngvari og Roger Clover, bassaleikari úr Popp-hljómsveitinni Episode Six, þetta markaði tímamót fyrir hljómsveitina því ótrúlegur raddstyrkur Ians Gillan átti eftir að lyfta þeim í hóp vinsælustu hljómsveita 8.áratugarins og í hóp eftirminnilegustu hljómsveita sögunnar….

- Pixie