Ég er að fara á tvenna tónleika í nóvember. Á sunnudaginn 20 nóv fer ég á The White Stripes og viku seinna 27 nóv fer ég á Sigur Rós.
Þegar ég er að tala um hvað mig hlakki til að fara á Sigur Rós þá eru allir að segja mér “passaðu að sofna ekki” og gefa svo vini sínum hi five og hlæja lengi. Þetta fólk er allveg greinilega ekki búið að hlusta á Sigur Rós. Nýji diskurinn, Takk… er besti diskurinn sem ég hef hlustað á og það á ekki bara við hjá Sigur Rós. Að mínu mati er Sigur Rós lang besta íslenska hljómsveitin og það kæmi mér ekki á óvart ef hún verði frægari og þekktari í evrópu og jafnvel í öllum heiminum.
Þeir hafa skýrt alla diskana og öll lögin sín með íslenskum nöfnum (fyrir utan diskinn ( ) sem hét ekki neitt og lögin voru nafnlaus).

Fyrst kom:
von
ágætis byrjun
( )
Takk…


Ég held að Takk… hafi meira að segja komist í annað sæti á Amazon.com á eftir Paul McCartney og það er merkilegt.
Sigur Rós er meira að segja flokkað undir Rokk… Alternative Rokk (held ég)
Ég held að þetta verði ótrúlega flottir og skemmtilegir tónleikar hjá þeim.
Að mínu mati eiga Íslendingar að vera stoltir að svona góð hljómsveit komi frá íslandi
Tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll og hljómsveitin Amina hitar upp. Ég skora á alla að næla sér í ágætis byrjun eða takk… (sem eru bestu diskarnir að mín mati) og hlusta fyrst og dæma svo.

Takk fyrir mig!