Ég held að ég hafi verið að horfa á bara lélegustu “tónleika” með KISS sem ég hef séð.

Bróðir minn gaf mér KISS LIVE In Las Vegas, 1999 í afmælisgjöf um daginn.. og ég skelli disknum í tækið og byrja að horfa, og það var hægt að velja Multi-Cam, þannig að maður gat séð alla meðlimi hljómsveitarinnar splittað niður í 4 glugga. Svo tek ég eftir því hvað trommarinn er voðalega dauður þegar hann spilar á trommusettið og ég fer að sjá þegar hann spilar kannski á crash cymbalinn á vídeóinu þá er kannski ALLT annað á upptökunni, og þannig komst ég að því að þeir mime'uðu/léku tónleikana.

T.d í “God of Thunder” var Gene Simmons (bassaleikarinn) að syngja versið sem kom á eftir sólóinu í laginu.. og hann spilaði með einni hendi á bassann og hina uppi í loftinu, og ef maður hlustar nógu vel heyrist þegar hann spilar main riffið á bassann sem er ekki fræðilegur möguleiki að gera með einni hendi.

2. Dæmi. Var líka í “God of Thunder” þegar trommuleikarinn sást spila main taktinn í laginu, en þegar maður hlustar á lagið heyrist bara brake og eitthvað allt annað shit sem að hann var ekkert að gera.

Þannig að það má segja að ég hafi verið fyrir feitum vonbrigðum þarna, ekki hefði mér dottið í hug að sjálfir KISS myndu fara að þykjast bara eitthvað á tónleikum x(.

-Takk fyrir mig
Helgi Kristjánsson