Það er rétt!! System of a down eru alveg að leggja lokahönd á diskinn sinn og ég var rétt í þessu að kíkja á heimasíðuna þeirra þar sem þeir eru með link á BRAND SPANKING NEW lag beint af disknum. Þetta er studio útgáfa í góðum gæðum, ekkert Live rusl. Það er hægt að downloada því í svo mörgum útgáfum (fyrir mismunandi speed) Þannig ég mæli með að þið farið bara á <a href="http://www.systemofadown.com“>heimasíðu</a> SOAD og veljið rétta bandvídd.

Persónulega finnst mér lagið lofa góðu, hef bara hlustað á þetta einu sinni (er að reyna að finna það í mp3 útgáfu) en það hljómaði vel. Það er ekki eins og gamli diskurinn enda voru þeir búnir að segja að þeir ætluðu að reyna að gera ólíka plötu, ekki eins pólitíska t.d. Ef þið viljið nálgast fleiri lög af disknum þá er líka á heimasíðu soad soldið sem heitir ”System Video #1“ þar sem þeir hafa tekið upp video af þeim í studio og í bakgrunn heyrum við lag af nýja disknum (geri ég ráð fyrir). Einnig getiði reynt að finna á einhverjum miðli Live útgáfu af ”Chicken stew“ eða ”Chick'n'stew“ (mismunandi hvað það heitir). Til gamans má geta að Chick'n'stew fjallar um uppáhalds íþróttaþuli þeirra (minna pólitískt indeed). Einnig hef ég frétt að þeir verða með lag um bílinn hans David Hasselhoff (Kit).

Diskurinn á að koma út í ágúst ef mér skjátlast ekki og ætla ég að brúka kredit kortið mitt til að pre-ordera hann. Þeir lofa harðari disk ein seinast og hvetja aðra rokkara sem hafa verið að mýkja sig niður til að ná til stærri hóps að herða sig og hætta þessum aumingjaskap.

”Free thinkers are dangerous"
-Serj Tankian.