ákveðið hefur verið að halda eigi tónleika í byrjun septembers sem munu bera nafnið
“Rokk gegn Rasisma” og þeir tónleikar eru visst átak gegn rasisma
á íslandi sem mér finnst vera prýðis góð hugmynd.
tónleikarnir munu annaðhvort verða haldnir á gauknum eða á kakóbarnum Geysi(hitt húsið), og munu þar stíga á svið hljómsveitirnar: Fræbblarnir(pönk), Noise(gruggrokk)
og Coral(gruggrokk) og kanski popprokk sveitin halím, ásamt öðrum
góðum hljómsveitum.
ég vildi nú helst fá að heyra ykkar álit á þessu öllu saman,
ég er allavega á þeirri skoðun að rasismi sé rugl og vonandi er
einhver hér á sömu skoðun og ég.
þetta er allavega mjög gott átak gegn rasisma og allir endilega að mæta:)