JET BLACK JOE Ég var að dusta rykið af gömlu Jet Black Joe-plötunum mínum og skellti þeim á fóninn og varð bara töluvert komið á óvart! Þessar plötur hafa bara elst drullu vel.
Ég man að mér fannst þeir frekar hallærislegir í lok ferilsins þegar þeir voru enn að gera hippa-rokk þegar það var einhvern veginn orðið alveg gamalt.
En núna í “retrospect” sér maður að þetta var alveg skotheld grúppa. Rósinkransinn frábær frontur og enn betri söngvari, Gunnar Bjarni mjög góður lagasmiður og síðan massívt gengi ábak við þá tvo. Ekki skemmdi heldur fyrir að hafa Eyþór Arnalds og Palla Borg bakvið mixerborðið. Algjör Eðalblanda.

Eftir þessa enduruppgötvun mína á Jetturunum þá set ég þá beint í hóp með Trúbrot sem bestu hljómsveitir Íslands fyrr og síðar.
Sammála eður ei ?

Ég skil bara ekki af hverju þeir meikuðu það ekki. Maður heyrði auðvitað fullt af einhverjum kjaftasögum um ástæðuna; eiturlyf, frelsanir og eitthvað í þeim dúrnum.
Þú kannski þekkir söguna bakvið endalok hljómsveitarinnar?