John Frusciante / Curtains og Shadows Collide with People John Frusciante er einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum. Hann er kannski betur þekktur sem gítarleikarinn í Red Hot Chili Peppers, þeirri afbragðssveit, en færri vita hinsvegar hversu frábær hann er einn og án hljómsveitar sinnar. Ég held mun meira upp á hann sem sóló listamann en Red Hot Chili Peppers drengi saman, aðallega vegna þess að mér finnst John vera með miklu betri rödd en Anthony, söngvari Red Hot Chili Peppers og lögin sem að hann semur alveg sjálfur bara mun skemmtilegri en það sem RHCP hafa gert í gegnum árin þó að það séu auðvitað líka gæðatónsmíðar, sérstaklega þá “Blood Sugar Sex Magic.”

Hann átti í töluverðum vandræðum með heróínfíkn sína og var alveg í ruglinu árin 2002-2003. Síðan tók hann sig saman í andlitinu og byrjaði að einbeita sér að tónlistinni að fullu aftur. Þá meina ég að fullu. Á árinu 2004 og snemma 2005 gaf hann út 7 diska. Hreint út sagt ótrúlegt. Ég hef nú reyndar bara heyrt tvo af þessum diskum en það stendur til bóta.

Sá fyrri er “Curtains”sem að kom út snemma á þessu ári. Hann er mikið bara róleg og falleg kassagítarlög, oft með skemmtilegum píanóköflum og sungin með hans sérstöku skæru rödd. Mér finnst ekkert lag standa upp úr á þessari plötu, þau eru öll mjög jöfn og platan rennur auðveldlega í gegn og söngurinn, textarnir og gítarleikurinn fær að njóta sín.

Góður diskur - ***+/*****


Hinn diskurinn er meistaraverkið “Shadows Collide With People.”. Þessi plata kom út í Febrúar 2004 og er sú þekktasta og vandaðasta í þessari runu hans - Eða svo er sagt, ég hef ekki heyrt allar hinar. En ef að þær jafnast eitthvað á við þessa þá verð ég glaðasti maður í heimi. Af því að þetta er snilld og ekkert annað. Meira um rafhljóðfæri og hraðara tempó á þessum disk.

-Gítarleikurinn er snilld
-Bassaleikurinn er snilld
-Trommuleikurinn er snilld
-Effectarnir eru snilld
-Söngurinn er snilld x10
-Textarnir eru snilld

Auðveldast að segja þetta bara svona, af því að ég held ekki vatni yfir þessum disk. Sérstaklega þykja mér lögin Water, Everyperson, Second Walk, Song To Sing When I'm Lonely og This Cold mögnuð. Samt eiginlega bara öll mögnuð.

Geðveikur diskur - *****/*****


Það sem er að frétta af John núna er að hann er í stúdíói með félögum sínum í RHCP og munu þeir senda frá sér disk í lok árs sem að ég get ekki beðið eftir að heyra.

Annars bara skora ég á ykkur hugara að smella ykkur í næstu plötubúð eða á einhvern DC hub og næla ykkur í eitthvað með manninum. Þetta er eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara.