Jimi Hendrix James Marshall Hendrix (1942 1970)

James Marshall Hendrix betur þekktur sem Jimi Hendrix fæddist þann 27.nóvember árið 1942 í Seattle í Bandaríkjunum. Hann ólst upp við mikla fátækt og átti stranga og erfiða barnæsku. Í kringum miðjan sjötta áratuginn var hann byrjaður að spila á gítar með böndum á borð við Little Richard, the Isley brothers og King Curtis sem “backup” gítarleikari. En þessar stóru stjörnur kunnu einfaldlega ekki að meta spilamennskuna hans og sýndarmennskuna sem hann var með á sviði, og var strax skipt út þar sem hann einfaldlega tók alla athyglina frá þeim. Eina rökrétta í þessu máli var að fara og finna sér sitt eigið band sem forsprakki hljómsveitarinnar sem og hann gerði um miðjan sjötta áratuginn í New York þar sem hann spilaði með fjöldan öllum af mismunandi tónlistarmönnum á litlum klúbbum.

Chas Chandler bassaleikari The Animals kom svo auga á Hendrix er hann var að spila á lítilli búllu í New York. The Animals voru á þessum tímu um þann mund að fara togast í sundur og var Chas Chandler tilbúinn til þess að vinda sér í hlutverk umboðsmannsins með Jimi Hendrix í huga allan tímann. Hann sannfærði Hendrix í að flytja til London og taka upp sem sólólistamaður. Þar var band byggt í kringum Hendrix þ.e.a.s. Mitch Mitchell á trommur og Noel Redding á bassa, þetta band fékk síðan viðurnefnið “the Jimi Hendrix experience”.

Tríóið náði stjörnufrægð á ótrúlegum hraða og með lög á borð við Hey Joe, Purple Haze og The Wind cries Mary sem Hendrix samdi um skilnað sinn við kærustu sína náðu öll á topp 10 listann í Bretlandi árið 1967. Þessi lög voru einnig flutt á þeirra fyrstu stúdíó plötu “Are you experienced”, þessi plata er sannkallað meistaraverk og allir áhugamenn rokksins ættu að eigna sér þessa plötu í safnið sitt. Þessi plata sló svo sannarlega í gegn í Bandaríkjunum eftir tónleika hans í Monterey Pop Festival í Júní 1967. Á plötunni Are you experienced má heyra áhrif frá mönnum á borð við Bob Dylan og breskum frumkvöðlum á borð við Jeff Beck, Pete Townshend og Eric Clapton.

Það sem greip athygli flestra var ótrúleg hæfni hans á gítar og hraði hans upp og niður hálsinn, gítarleikur hans byggðist einnig mikið á notkun við wah wah pedal og ótrúlegt fuzz feedback sound. Á þessum tíma hafði enginn kynnst þess konar gítarleik og vilja margir meina að Jimi Hendrix hafi verið einn af frumkvöðlum rokksins sem ég sjálfur get tekið sterklega undir og hafa margir tónlistarmenn orðið fyrir áhrifum frá þessum merka gítarleikara. Hendrix kunni sér mjög vel við blúsinn og hafði hann svo sannarlega gítarhæfileikana í það og hafði hann einnig mjög ástríðufulla og viðfelldna rödd (þó svo að gróf kverka rödd hans hafi ekki verið nærri jafn góð og kunnátta hans á hljóðfærið).

Þótt ótrúlegt megi virðast gerði Hendrix einungis þrjár full skipulagðar stúdíóplötur á hans æviskeiði. Ásamt Are you Experienced? gaf hann einnig út plöturnar Axis: Bold as love og Electric Ladyland en þessar plötur voru mun sundurlausari og tilraunakenndari heldur en fyrsta plata Hendrix. Seinustu tvö ár á lífsskeiði Hendrix einkenndust, af mikilli spilamennsku, miklum gróða og kvennastússi.


Hann yfirgaf “the Jimi Hendrix experience” árið 1969 og stofnaði band með trommaranum Buddy Miles og bassaleikaranum Billy Cox og fékk bandið viðurnefnið “the band of gypsies”. Þeir voru með lokaatriði á Woodstock er Hendrix flutti bandaríska þjóðsönginn eftirminnilega á gítarinn. The band of gypsies náði einhvernveginn aldrei sama “standard” og The Jimi Hendrix Experience þó hann hafi tekið upp frekar óstöðuga live plötu með þeim.

Snemma árið 1970 komu meðlimir The Jimi Hendrix Experience aftur saman en það entist þó ekki lengi og splundraðist bandið í annað sinn eftir mjög stuttan tíma. Hendrix var þó að semja sitt eigið efni á þessum tíma og átti ný plata eftir að lýta dagsins ljós.
Þó er mjög erfitt að aðskilja sannleikann og staðreyndir í lífi Hendrix frá orðrómum og tilgátum. Allir sem þekktu hann vel eða fullyrtu að þeir hefðu þekkt hann vel ættu að hafa mismunandi sögu heldur en ég er að upplýsa hérna.

Fjölmiðlar hafa greint mikið frá því að hann hafi ætlað sér að fara útí djass, að hann hafi ætlað mun dýpra í blúsinn, að hann hafi ætlað að halda áfram því sem hann var að gera eða jafnvel að hann hafi verið of ruglaður til að vita hvað hann sjálfur vildi gera! Sama ringulreið heldur áfram um dauðdaga hans. Sögur af lokadögum Hendrix af hans nánustu kunningjum á þeim tíma eru að hann hafi verið að vinna stíft að nýrri plötu sem átti að bera titilinn “First day of the New Rising Sun” er hann dó í London 18. september árið 1970 eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum, einnig heyrði ég að hann hafi druknað úr sinni eigin ælu lýkt og menn á borð við John Bonham (trommari Led Zeppelin) og Bon Scott (söngvari Ac/Dc) gerðu.
Hann samdi mikið af efni sem aldrei hafði verið gefið út og hefur verið mikill ágreiningur yfir þessum upptökum undanfarin 30 ár. Alan Douglas tók svo öll völd yfir þessu með stúdíóupptökurnar og “overdubbaði” mikið af þessum lögum sem þó mörgum Hendrix aðdáendum fannst vera eyðilegging á tónlist hans og seinna meir árið 1995 runnu öll réttindi á lögum Hendrix til Al Hendrix sem var faðir Jimi og held ég að þau sé best geymd þar svo ég segi sjálfur frá !

Hér með hef ég lokið minni grein um þennan merka snilling ! Ég kann að meta allar leiðréttingar og ábendingar en skítköstum megiði sleppa !