Föstudaginn 19 Ágúst munu kapparnir í Hljómsveitinni The Rites (New Jersey, USA) trylla líðinn í Kaffi Hljómalind kl 18:30. Það kostar litlar 600 krónur inn. Innvortis, big kahuna munu deila sviðinu með The Rites. Einnig verða sérstakir gestir á þessum tónleikum..hver veit nema thurston moore líti við??

The Rites
Innvortis
Big Kahuna
Sérstakir gestir

600 kr inn


*****Stórkostleg uppákoma sem enginn má láta fram hjá sér fara! Þetta er the show.

****Þar sem að er svo ódýrt inn, þá viljum við hvetja fólk til að íhuga að koma með smá auka skylding á tónleikana því hljómsveitin mun hafa með sér boli og annað slíkt og síðast en ekki farkings síst, sérstakar útgáfur af plötum sínum sem eru aðeins gefnar út í takmörkuðu upplagi. Mjög eigulegt allt saman. Gott fyrir þá líka.

*** Nýjasta afurð þeirra drengja, WISH YOU KNEWER KNEW er fáanleg hjá mér, gegn asnalega lágu gjaldi sem er hressandi. Tilvalið til upphitunar. Tónlist til að búa til óvini við.

Let's party, assholes!!
p.s. Hjálpið okkur að láta fiskisöguna berast til allra. Það væri frábært. Bráðlega mun svo auglýsingin verða fáanleg á netinu til útprentunar.
Þúsund þakkir!

Hægt er að nálgast hljóðdæmi með THE RITES hér http://www.myspace.com/therites