Hot Damn! - The big'n Nasty Groove 'O Mutha Hot Damn!
The big’n Nasty Groove ‘O Mutha


Þetta er hljómsveit sem skipar þeim Smára Jósepsson (Tarfurinn) sem var í Quarashi og Jens Ólafsson (Jenni í Brain Police) Smári á gítar og Jenni að syngja. Þannig liggur í því að ég var að koma frá tónleikum með þeim(Þegar greinin var skrifuð) sem var helvíti gaman á og keypti ég þar diskinn þeirra á skitinn 1000 kall. En það var alveg magnað að sjá þá Live. En jæja ég er búinn að koma line-upinu á hreint svo ég byrja þá bara á lögunum.


1. Hot Damn, That woman is a man (4:22)

Þetta lag er sönn saga um vin þeirra í Grundarfirði sem fékk sér hóru í Amsterdam og sá sjaldséðni hlutur gerðist var að hóran var maður!

Alveg æðislegt lag og flottur gítar og söngurinn hjá Jenna rosalegur. Verðið að hlusta á þetta lag svo þið skiljið hvað ég er að tala um. Held það sé að finna á www.Rokk.is æðislegt lag.

Gef því 4 stjörnur af 5

2. Butt Bumpin’ Boogie (4:04)

Þetta lag er um frægan dans sem að Jenni dansaði alltaf þegar hann var að spila handbolta með Þór AK.

Mjög fínt lag og kemur manni í stuð. Svo er auðvitað geðveikur gítar hjá Smára.

Gef því 3 ½ stjörnu af 5

3. Tag Along (5:50)

Þetta er sönn saga um vin þeirra sem átti erfitt vegna þess að enginn trúði honum.

Æðislega flottur gítar og Texti og líka týpískur söngur hjá Jenna. Svo má til gamans geta að bubbi spilar á Munnhörpu í disksútgáfunni en hann Bubbi gat ekki komist svo að þeir stoppuðu við á Bensínstöðinni í Stykkishólmi(heimabær minn) og keyptu þar munnhörpu og Jenni spilaði bara munnhörpu sólóið! Og gerði það bara vel.

Gef því 4 ½ stjörnu af 5

4. I got you (4:30)

Þetta lag er um Gyðjuna sem við allir dreymum um.

Þetta er bara fallegt lag og rosalega vel sungið. Hef ekkert meira að segja um þetta lag.

Gef því 4 stjörnur af 5

5. Mustache Sally (5:26)

Vinkona þeirra sem heitir Sally var alltaf með litla mottu á efri vörunni(yfirvaraskegg) og var alltaf að leita af mönnum sem fíluðu svoleiðis stelpur.

Rosalega flott lag með fyndnum texta.

Gef því 3 stjörnur af 5.

6. Who needs a drummer? (4:28)

Þeir hittu einu sinni mann sem var alltaf með skæting við alla trommara sem hann hitti. Þeir vissu ekki fyrr en seinna að hann var einu sinni Cockblockaður af Mitch Mitchell trommarinn í Jimi hendrix experience. Og fyrrverandi kona hans heldur ennþá sambandi við Mitch síðast þegar þeir vissu.

Þetta er svona ok lag með smá mute-uðum söng. Þannig að Jenni fær ekki að njóta sín eins vel.

Gef því 3 ½ stjörnu af 5

7. Rokk piss (3:51)

Þetta lag er svona leiðbeiningar um hvernig á að Rokkpissa. Það er mikið um að menn segjast vera rokkarar en kunna ekki að rokkpissa.

Þetta er alveg geðveikur gítar í þessu lagi og þessi texti er ÆÐISLEGUR!! Bara fyndinn texti. Og ég má til að koma einu á framfæri: Það eru trommur í þessu lagi!

Gef því 4 ½ stjörnu af 5

8. Almost Over (5:11)

Jesús Kristur hefur einu sinni komið fram í draumi hjá öðrum þeirra og hann leit út eins og Ted Nugent.

Rosalegt lag og bara skemmtilegt

Gef því 3 stjörnur af 5

9. Together as one (17:21)

Þetta er ekki villa þetta með 17 mínúturnar. En þetta lag er í minningu af Fróða Finnson (Þetta er sönn saga).

Mjög fallegt og grípandi lag. En það er þögn í smá stund og svo kemur Almost Over aftur(Held demo-ið af því lagi).

Gef því 4 stjörnur af 5


Þessi diskur er bara skemmtilegur og kostar skít á priki. Sá nú að frændi minn í Rvk átti þennan disk. Mæli með að hver og einn maður hér fari og reyni að finna þennan disk sem fyrst.

Takk fyrir mig,
Kv. Grjóni