Zack de la Rocha - Söngvari RATM Zacarias Manuel de la Rocha fæddist í Long Beach, Kaliforníu, þann tólfta janúar 1970. Foreldrar hans voru Beto og Olivia. Þegar Zack var rétt orðinn eins árs, skildu foreldrar hans vegna mismunandi trúarskoðana. Olivia flutti frá Beto á heimavist Háskóla Kaliforníu í Irvine til að læra undir háskólagráðuna sína í mannfræði. Beto var vel þekktur mexíkanskur listamaður og stofnunarmeðlimur politíska listahópsins “Los Four”, sem voru aðallega þekktir fyrir vinnu sína á mexíkönskum veggmyndum, sem innihéldu alltaf slagorð þeirra neðst á málverkum þeirra “Chicano art existe!” eða “Hérna erum við!”.

Á áttunda áratugnum var Irvine vaxandi úthverfi í Orange County, u.þ.b. 20 mílur suður af Los Angeles, sem var ekki með mikið af mismunandi kynþáttum og menningu á þessum tíma. Það var á þeim tíma sem Zack var að byrja í grunnskóla að hann hitti Tim Commerford fyrst (sem seinna varð bassaleikari RATM), sagan segir að þeir hafi fyrst orðið vinir þegar Tim kenndi Zack að stela mat úr keffiteríunni.

Árið 1983 fékk Beto, faðir Zack, taugaáfall sem leiddi til þess að hann varð ofsatrúarmaður. Ströng biblíukennsla varð hversdagslegur hluti af lífi Beto. Frá boðorðum Beto de la Rocathe, “Þú skalt ekki gera útskurðarmyndir”. Beto túlkaði þetta að hann ætti að hætta að mála. Stuttu eftir þetta hætti hann í hópnum sem hann átti þátt í að stofna, “Los Four”. Heima varð Beto einnig heltekinn af trúnni og þegar Zack heimsótti hann um helgar, neyddi Beto hann til að biðja með sér nokkra klukkutíma á dag. Saman sátu þeir í herbergi með gluggatjöldin dregin fyrir og læsta hurð í niðamyrkri og þögn og báðu. Zack fékk að borða á föstudegi og ekki aftur fyrren á mánudegi þegar hann kom aftur til móður sinnar. Einnig þegar hann var þar neyddi Beto hann til að eyðileggja málverk og veggmyndir sem höfðu hjálpað til við að skapa mexíkanskt kennimark hans. Að lokum strauk Zack frá Beto og bjó hjá móður sinni í Irvine til frambúðar. Persónuleikakreppa Zack hélt áfram út framhaldsskólann. Sem hálfur mexíkani og hálfur bandaríkjamaður var hann lagður í einelti af bekkjarfélögum sínum og kennurum. Íþróttakennari Zack kom oft með fávís og kynþáttafordóma athugasemdir til að hrista upp í honum og sagði að það myndi fá hann til að leggja harðar að sér í tímum. Zack rifjaði upp eitt skipti “Ég man eftir því að sitja þar, við það að springa af reiði. Þegar ég fattaði að ég var ekki einn af þessu fólki. Þau voru ekki vinir mínir. Og ég man eftir að hafa byrgt það inni, hversu hljóðlátur ég var. Ég man að ég var of hræddur til að segja eitthvað.” Skoðanir Zack breyttust fljótt þann tíma sem hann var í skólanum í Irvine, “Ég sagði við sjálfan mig að ég myndi aldrei aftur vera hljóðlátur. Ég myndi aldrei leyfa mér að bregðast ekki við í svona aðstæðum, í hvaða formi sem er, hvar sem er.”.

Mikla magnið af dapurleikanum á uppvaxtarárum Zack leiddi til tímabils sem einkenndist af mikilli eiturlyfjanotkun og uppreisnargirni. Hann hlustaði mikið á “Sex Pistols” og “Bad Religion” og ákvað þá að byrja að æfa á gítar. Það var á þeim tíma sem Zack náði að plata Tim í að ganga til liðs við hann í tónlistarkennslunni svo hann hefði einhvern félagsskap þar. Þegar hann varð eldri hlustaði hann mikið á hljómsveitirnar “Minor Threat”, “Bad Drains” og “Teen idles” sem hvöttu hann til að stofna sína fyrstu hljómsveit, “Hardstance”. Zack var aðalgítarleikari hljómsveitarinnar og söngvari.

Í ágúst 1988 stofnaði Zack “Inside Out”, hljómsveit sem hann hætti að spila á gítar fyrir til að syngja. Hann skrifaði nokkra texta og stofnaði svo “Inside Out” ásamt nokkrum af meðlimum “Hardstance”. Eftir að hafa spilað á nokkrum pöbbum ákvað Zack að setja hljómsveitina á bið vegna lítilla viðbragða fólks. Næsta ár varð hljómsveitin svo virk aftur, með nýjan gítarleikara. Eitt af hörðustu lögum þeirra “No Spiritual Surrender”, fékk jákvæð viðbrögð frá harðkjarna rokk bransanum eftir fyrstu tónleika þeirra á stað sem kallaðist “Spanky's Cafe”. Hljómsveitin varð vinsæl á pöbbum í Huntington og Irvine. Snemma árið 1990 tóku þeir upp 6 lög sem gefin voru út af Revelation Records. Næsta ár sendu þeir frá sér diskinn “No Spiritual Surrender”. Þeir fóru á tónleikaferðalag um Vesturströn Bandaríkjanna og svo tónleikaferðalag um gervöll Bandaríkin ásamt tveim öðrum hljómsveitum, “Shelter” og “Quicksand”.

Í enda Júní 1990, rétt áður en að tónleikar áttu að byrja í Chicago talaði Victor DiCara við Zack og sagði honum að hann ætlaði að hætta í hljómsveitinni til að verða Hindúa Munkur, sem var lygi þar sem hann hætti til að spila á gítar fyrir hljómsveitina “Shelter”. Zack og bassaleikarinn Mark Hayworth reyndu í örvæntingu að halda hljómsveitinni á lífi, en samt sem áður hætti hljómsveitin í apríl 1991.

Mexíkönsk arfleið Zack hafði látið hann standa útúr hópnum alla barnæsku hans. Hann vorkenndi fátæku Mexíkönunum sem lifðu um allt landið, þar sem hann hafði verið minntur á sársauka þeirra og félagslegrar útskúfunar alla sína ævi. Yfir táningsárin hafði uppreisnargirnin verið að vaxa innra með honum. Og loks er hann varð tuttugu og eins gat hann loksins tjáð hana. Hann fór að tengja sig við aðra útskúfaða kynþætti, svo sem svarta samfélagið í New York. Hann fékk áhuga á hip hop hljómsveitum eins og “Public Enemy”, Run-DMC og KRS-One. Zack uppgötvaði að öflug skilaboð þyrftu ekki að vera öskruð til að hafa áhrif. Hann byrjaði að rappa í ýmsum klúbbum á svæðinu og semja texta.

Eitt kvöldið er Zack var búinn að rappa í klúbbi einum, kom til hans maður að nafni Tom Morello. Hljóðkerfið á staðnum sem Zack var að rappa var svo slæmt að Tom heyrði ekki almennilega hvað Zack var að rappa um en vildi vita afhverju hann var svona reiður. Tom skoðaði textabók Zack og ákvað að hringja í vin sinn Brad Wilk í þeim tilgangi að stofna hljómsveit ásamt Zack. Í þeim fyrirætlunum að gera tilraunir með að blanda saman rokki og rappi ákvað Zack að hringja í gamla vin sinn Tim Commerford. Á þeim tíma var Tim mikið að hlusta á rapphljómsveitir eins og Cypress Hill og N.W.A, hann var fullkominn fyrir stöðuna í nýju hljómsveitinni. Milli október og nóvember 1991 stofnuðu þeir fjórir svo hljómsveitina “Rage Against The Machine”…

Heimildir: www.zdlr.net