Ég ætlaði í fyrstu að skrifa grein umn Bítlanna en áttaði mig svo á því ég get ekki sagt neitt um Bítlanna sem ekki hefur verið sagt margoft áður þannig að ég ákvað að skrifa um það næst besta í staðinn eða The Rolling stones, þeir virðast ekki njóta mikilla vinsælda meðal hugara og hafa reyndar varla verið nefndir á nafn, en þar sem þetta er nú rokk áhugamál eru “Rollingarnir” óneytanlega ómissandi en ég nenni ekki að skrifa sögu þeirra heldur bara svona týpiska GREIN.

Hvað get ég sagt um þessa gaura, þeir sköpuðu glænýjan stíl, höfðu áhrif á þúsundir hljómsveita og bla bla bla en aðalmálið er að þeir gerðu helling af frábærri tónlist og það tekur enginn frá þeim.
Tveir af meðlimum sveitarinnar eru orðnir goðsagnir, það eru auðvitað Jagger og Richard. Það þekkja nú sennilega allir Mick Jagger, hann er andlit hljómsveitarinnar út á við. Mick hefur kannski ekki mestu raddbreidd sem fyrirfinnst en hann er frábær söngvari, með sterka og örugga rödd sem því miður hefur hrakað örlítið með árunum en á fyrstu árum Stones var Mick söngvari sem átti fáa jafnoka, ekki einu sinni John Lennon var svona góður jafn snemma á ferlinum þó hann hafi orðið betri seinna. Mick var samt aldrei aðalmaðurinn á bak við Stones heldur Keith Richard en fáir hafa komið með jafn mörg FRUMLEG gítarriff og hann Keith, reyndar er það aðeins Peter Townshend(The Who) sem mætti telja betri en það má bæta Tony Iommi(Black sabbath) þarna inn líka og kannski Johnny Ramone(Ramones) sem jafnokum.
Mick og Richard eða eins og þeir voru kallaðir seinna “Glimmer twins” eru óneytanlega mennirnir sem héldu Stones uppi en það má ekki gleyma hinum meðlimum hennar eins og trommaranum Charlie Watts sem leit út fyrir að vera fertugur þegar hann var rétt tvítugur, Charlie er ekki besti trommuleikarinn í heiminum eins og Stones aðdáendur segja en hann hafði það frammyfir aðra trommara eins og Ringo (sem hann var oft borin saman við) að hann var raunverulega jazz-trommari svo hann hafði svolítið “classy” stíl sem venjulegir rokk trommarar höfðu ekki en það eru engu að síður til fullt af trommurum sem slá Charlie gamla við.
Brian Jones er líka frægur, þá helst fyrir að hafa drukknað í sundlaug og að hafa ýtt Stones út í tilraunamennsku sem ekki allir eru sáttir við, en þegar hann drukknaði kom Mick Taylor inn í staðinn, hann var frábær gítarleikari og small inn í Stones og átti þátt í mörgu bestu plötum Stones og þegar hann hætti fyllti Ron Wood í skarðið, Ron er ágjætur en ekki eins góður og Mick svo það vantar alltaf eitthvað og hann virðist ekki passa inn í Stones hljóminn.
Ég má ekki gleyma bassaleikaranum Bill Wyman sem vann sitt verk með sóma en ákvað svo skyndilega 1993 að hætta og byrja sólóferil.

En það er tónlistin sem skiptir máli og þar græða Stones mest, þeir höfðu formúlu og hún virkaði… nei, hvað er ég að segja, formúlu? Það er oft að ég heyri um þessa blessuðu Stones formúlu en eftir því sem ég best veit er þessi formúla einskonar blúsað rokk eins og “Brown sugar” og “Honky tonk women”, eru einhverjir sammála þessu, höfðu Stones bara formúlu sem virkaði? Ef við förum aðeins út í þetta þá byrjuðu Stones sem R´n´B hljómsveit undir miklum Chuck Berry áhrifum og þróuðust þaðan yfir í sýrurokk og þaðan í poppið, varla er það formúla er það? Þessi svokallaða formúla byrjar víst með “Beggars banquet”, en hvað um seinni ár Stones þegar þeir reyndu við reggí, pönk, diskó, raftónlist og jafnvel grugg, er það formúla? Formúlan er þá víst einskorðuð við ákveðið tímabil (68-72) en þetta eru einmitt besti tími Stones og það kemur formúlum ekkert við. Er “Exile on main street” formúla? Nei ekki nálægt því, á henni er rokk, popp, blús, soul, gospel og kántrí.
Rolling Stones hafa örugglega ekkert meiri formúlu en hver önnur hljómsveit en þeir hinsvegar SKÖPUÐU formúlur fyrir seinni tíma hljómsveitir og ef það er neikvætt þá verð ég ekki eldri.

Þeirra bestu plötur eru lífsnauðsynlegur hluti í ÖLL sómasamleg plötusöfn og standa í dag sem eitt það fullkomnasta sem rokktónlistin hefur haft upp á að bjóða.

Þetta eru þær Stones plötur sem ég á og álit mitt á þeim

The Rolling stones *****
12*5 ****
Now *****
December´s children ***1/2
Out of our heads ****
Aftermath *****
Between the buttons ****1/2
Their satanic majesties request ***
Flowers ***
Beggars banquet *****
Let it bleed *****
Get yer ya-ya´s out! ***1/2
Sticky fingers *****
Exile on main street *****
Black and blue ***
Some girls ****
Tattoo you ***
Hot rocks ****