Jæja, rokklingar!

Þá er biðin á enda. The Cult hafa sent frá sér nýja breiðskífu sem er komin í búðir hér á landi. Skífan ber heitið Beyond Good & Evil og er besta plata The Cult síðan Sonic Temple kom út fyrir um 15 árum. Þeir Ian Astbury og Billy Duffy sýna hér að þeir hafa engu gleymt þó að bandið hafi lagt upp laupana árið 1995 eftir áfallið sem fylgdi slöku gengi plötunnar The Cult sem kom út 1994. Eftir það hafa þeir félagar verið að sólóast útum allan bæ, en komust að því að þeir virka best saman. Þeir fengu til liðs við sig Matt Sorum, sem hætti í bandinu á sínum tíma og gekk til liðs við Guns´N´Roses. Rokkið er allsráðandi á Beyond Good & Evil. Ekkert rapprokk. Engir gestaspilarar. Ekkert múður. Fimm stjörnur af fimm! Hlaupið og kaupið…